DROPS / 192 / 62

Pine by DROPS Design

Heklað eyrnaband úr DROPS Cotton Merino.

DROPS Design: Mynstur cm-096
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

Stærð: S/M – M/L
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 cm
Mál: Hæð: ca 11-13 cm.
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-100 g litur 11, skógargrænn

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

HEKLFESTA:
18 hálfir stuðlar á breidd og 14,5 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (1)

50% Ull, 50% Bómull
frá 814.00 kr /50g
DROPS Cotton Merino uni colour DROPS Cotton Merino uni colour 814.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1628kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Hver umferð með hálfum stuðlum byrja með 2 loftlykkjum (koma EKKI í stað fyrsta hálfa stuðul).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað fram og til baka í vinkil.

EYRNABAND:
Heklið 26-32 loftlykkjur (meðtaldar 2 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4 með Cotton Merino.
Heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni (= 1 hálfur stuðull) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR að ofan, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 11-14 lykkjum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 12-15 loftlykkjum = 24-30 hálfir stuðlar.
Heklið A.1 yfir fyrstu 5 hálfa stuðlana, A.2 yfir næstu 6-9 hálfa stuðla, A.3 yfir næsta hálfa stuðul + loftlykkjuboga + hálfan stuðul, A.2 yfir næstu 6-9 hálfan stuðul og endið með A.4 yfir síðustu 5 hálfa stuðla.
Haldið svona áfram með mynstur. Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð í A.1 og A.4 og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við loftlykkjuboga í A.3 (= 2 lykkjur fleiri í hverri umferð í A.3), þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verður sá sami.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 49-51 cm þar sem það er lengst, klippið frá og festið enda. Saumið eyrnabandið saman í ystu lykkjubogana á hvorri hlið.

Mynstur

= hálfur stuðull í lykkju
= heklið 2 hálfa stuðla saman þannig: * Bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið bandið *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 hálfur stuðull færri).
= hstuðull í aftari lykkjubogann frá réttu
= heklið 2 hálfa stuðla saman í aftari lykkjubogann
= hálfur stuðull um loftlykkjuboga
= 3 loftlykkjur
= fyrsta umferð hefur nú þegar verið hekluð, þetta sýnir bara hvernig hekla á næstu umferð í/um lykkjurnar

Athugasemdir (1)

Katinka 18.06.2018 - 23:21:

Flott! Denne vil jeg lage

Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-62

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.