DROPS Extra / 0-1438

Tea Party by DROPS Design

Prjónaður pottaleppur úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri. Þema: Jól.

Leitarorð: eldhús, grafísk, jól, pottaleppur,

DROPS Design: Mynstur w-735
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: Breidd: ca 23 cm. Hæð: ca 20 cm.

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
Í 2 pottaleppa:
50 g litur 38, kórall
50 g litur 41, sinnep
50 g litur 27, ferskja
50 g litur 06, skærbleikur
50 g litur 37, rústrauður
50 g litur 07, fjólublár

PRJÓNFESTA:
18 lykkjur á breidd og 23 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4,5: lengd 40 cm fyrir sléttprjón.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1848kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning er prjónuð í sléttprjóni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

POTTALEPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón og saumað saman í lokin.

POTTALEPPUR:
Fitjið upp 84 lykkjur á hringprjón 4,5 með fjólublár. Prjónið 1 umferð brugðna, síðan eru prjónaðar 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 hringinn (= 7 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina er prjónað með skærbleikur. Prjónið 1 umferð brugðna, 1 umferð slétt og 1 umferð brugðna. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið slétt yfir fyrstu 42 lykkjurnar. Fitjið upp 14 nýjar lykkjur fyrir lykkju, prjónið þær 42 lykkjur sem eftir eru í umferð. Fellið af með brugðnum lykkjum. Pottaleppurinn mælist ca 23 x 20 cm. Brjótið uppá pottaleppinn tvöfaldan þannig að prjónamerkið sá á annarri hliðinni og að lykkjan sé á hinni hliðinni. Saumið pottaleppinn saman í toppinn og í botninn með smáu spori.

Mynstur

= kórall
= sinnep
= ferskja
= skærbleikur
= rústrauður
= fjólublár

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1438

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.