Vísbending #10 - Kantur 2 = 4 heklaðar umferðir af kanti, sem eru heklaðar utan um blómaferningana

Nú erum við komin í vísbendingu 10 í Mystery Blanket CAL teppinu okkar og erum á góðri leið með kantinn!

Kantur 2 samanstendur af 4 umferðum með mismunandi litum og aðferðum sem ramma inn fallegu blómaferningana okkar!

Kantur 2 - stuðlar:

UMFERÐ 1: Skiptið yfir í turkos (nr 19) – Lesið LITASKIPTI og heklið 3 ll (= 1 st).

LITASKIPTI:

Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Þegar draga á bandið í gegnum síðustu l á heklunálinni, skiptið um lit, dragið bandið í gegnum síðustu l á heklunálinni með nýja litum.

Heklið 1 st í hverja fl, 1 st um hverja ll og 1 st um ll-boga á hlið umf hringinn, EN heklið 2 st í eina ll-bogann á hvorri skammhlið (= aukið út um 1 st á hvorri skammhlið).

Í hornið er heklað í ll-bogann þannig: 2 st, 3 ll, 2 st.

Útskýring á allri umferð 1:

UMFERÐ 1: Skiptið yfir í turkos (nr. 19) og heklið 3 ll (= 1 st). Heklið 1 st í hverja fl, 1 st um hverja ll og 1 st um ll-bogann á hlið umf hringinn, EN heklið 2 st í eina ll-bogann á hvorri skammhlið (= aukið út um 1 st á hvorri skammhlið), í hornin er heklað í ll-boga þannig: 2 st, 3 ll, 2 st. Endið umf með 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 516 st, 4 3-ll-bogar í hverju horni, - Lesið LITASKIPTI. Ekki klippa frá. Festið ópalgrænu endana (nr. 17), frá síðustu umf í 1. Kant.

Lítið brot af mynstri, umferð 1, í rauðu.

= ll
= st
= kl

UMFERÐ 2: Blómhnappar.

1. Langhlið:
Skiptið yfir í bleikt (nr. 15) og heklið 2 ll, * 1 fl í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 BLÓMHNAPPUR (= sjá skýringu að neðan) í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, * endurtakið frá *-*.

1 BLÓMHNAPPUR:

Heklið 3 st saman í sömu l þannig: Heklið 1 st en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið 2 st til viðbótar í sömu l en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 4 l á heklunálinni) og dragið nú síðasta uppsláttinn í gegnum allar 4 l á heklunálinni.

Í hornin er heklað þannig:
Heklið í ll-bogann þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl.

Útskýring á allri umferð 2:

UMFERÐ 2: Blómhnappar.
1.Langhlið:
Skiptið yfir í bleikt (nr. 15) og heklið 2 ll, * 1 fl í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 blómhnappur (= sjá skýringu að ofan) í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, * endurtakið frá *-* 38 sinnum alls. Endið með 1 fl í síðustu fl.

1.Horn:
Heklið í ll-bogann þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl.

1. Skammhlið:
Heklið * 1 fl í næstu st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 blómhnappur í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, *, endurtakið frá *-* 25 sinnum alls. Endið með 1 fl í síðustu fl.

2. Horn:
Alveg eins og 1. Horn

2. Langhlið:
Heklið * 1 fl í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 blómhnappur í næstu st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* 39 sinnum alls. Endið með 1 fl í síðasta fl.

3. Horn:
Alveg eins og 1. Horn.

2. Skammhlið:
Heklið * 1 fl í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 blómhnappur í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, * endurtakið frá *-* 25 sinnum alls. Endið með 1 fl í síðustu fl.

4. Horn + endir:
Heklið í ll-bogann þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl. Heklið 1 fl í næstu l (= í 1. Langhlið), 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 blómhnappur í næsta st og endið með 1 kl í 2. ll frá byrjun umf = 140 fl, 128 blómhnappar og 268 l. – Lesið LITASKIPTI.

Lítið brot af mynstri, umferð 2, í rauðu.

= fl
= ll
= kl
= blómhnappur

UMFERÐ 3: - stuðlar:

Skiptið yfir í ljós turkos (nr. 19) og heklið 3 ll (= 1 st). Heklið 1 st í hverja fl, 1 st um hverja ll og 1 st í toppinn á blómhnöppum umf hringinn.

Í hornin er heklað í ll-bogann þannig: 2 st, 3 ll, 2 st.

Útskýring á allri umferð 3:

UMFERÐ 3: - stuðlar:

Skiptið yfir í ljós turkos (nr. 19) og heklið 3 ll (= 1. st). Heklið 1 st í hverja fl, 1 st um hverja ll og 1 st í toppinn á blómhnöppum umf hringinn, í hornin er heklað í ll-boga þannig: 2 st, 3 ll, 2 st. Endið umf með 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 540 st, 12 ll – Lesið LITASKIPTI.

= ll
= st
= kl

UMFERÐ 4 – fl og ll:
Skiptið yfir í ópalgrænan (nr. 17) og heklið 1 ll (= 1. fl), * 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* alla umf. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR-1.

HEKLLEIÐBEININGAR-1: Ekki hekla of fast í umf með fl + 1 ll.

.

Heklið í 1. Horn þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl.

Útskýring á allri umferð 4:

UMFERÐ 4 – fl og ll:
Skiptið yfir í ópalgrænan (nr. 17) og heklið 1 ll (= 1 fl), * 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* alla umf. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR-1.

Heklið í ll-bogann í horni þannig: 1 fl, 3 ll, 1 fl og 1 fl í næsta st.

Endið eftir síðasta horn þannig: * 1 fl í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar og endið með 1 kl í 1. l í umf = 280 fl, 276 ll. Ekki klippa frá ópalgræna þráðinn (nr. 17, en klippið frá og festið aðra enda.

= fl
= ll
= kl

Kennslumyndband

ATHUGIÐ: Myndirnar og kennslumyndbandið sýnir bara dæmi hvernig við heklum kantinn í kringum bara 1 blómaferning. Þú verður að hekla kant 2 í kringum allt teppið þitt (40 ferningar).

Athugasemdir (43)

Linda wrote:

Jeg klipper tråden i hver omgang, og starter derfor lidt anderledes. Er det rigtigt tydet i diagrammet, at første stgm (de tre lm), starter i den første fm efter hjørnet?

31.05.2016 - 11:42

DROPS Design answered:

Hej Linda. Ja, det er korrekt.

31.05.2016 - 16:32

Annie Soulié wrote:

Bonjour, je fais une couverture plus grande (9X10 carrés) au 1er tour de combien de mailles dois-je augmenter ? Ou plutôt le nombre total de mailles sur un petit côté doit-il le multiple de quel nombre ? Merci.

31.05.2016 - 11:00

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Soulié, ajustez sur le nombre de boutons de fleurs que vous aurez au tour 2 - vous pouvez vous baser sur les diagrammes pour calculer comment procéder sur votre couverture. Bon crochet!

31.05.2016 - 13:36

Esther wrote:

Bij de eerste toer staat: "haak 2 stk in één l-lus aan elke korte kant (= meerder 1 stk aan elke korte kant)." Maakt het uit in welke l-lus je die twee stokjes haakt?

31.05.2016 - 10:19

DROPS Design answered:

Hoi Esther. Nee, maakt niet uit in welke lus - alleen dat ie op de korte kant komt.

31.05.2016 - 10:52

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.