Vísbending #3 - Nú klárum við að hekla fyrsta litinn

Nú klárum við fyrsta litakaflann í sjalinu.

Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni.

Stutt útskýring

Í vísbendingu #3 vinnum við frá umferð 9 til umferð 14.

Nú heklum við eftir mynsturteikningu A.3 þannig: Heklið A.3a um fyrsta loftlykkjuboga, A.3b um hvern og einn af 7 næstu loftlykkjubogum, A.3c um næsta loftlykkjuboga (= miðju loftlykkjubogi í sjalinu), A.3b um hvern og einn af næstu 7 loftlykkjubogum, A.3d um síðasta loftlykkjuboga.

Þegar allar 3 mynsturteikningarnar hafa verið heklaðar til loka á hæðina eru 48 loftlykkjubogar í umferð.

Stykkið mælist ca 19 cm frá byrjun og niður mitt á sjali.

Mynsturteikning fyrir vísbendingu #3

= 1 loftlykkja
= 1 fastalykkja um loftlykkjuboga
= 1 tvíbrugðinn stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= 1 stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= 3 loftlykkjur
= byrjið hér

Vantar þig aðstoð við að byrja?

Hér er nánari útskýring á hvernig þú byrjar vísbendingu #3. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.

UMFERÐ 1:
Nú er heklað A.3a um 1. loftlykkjuboga þannig: 7 loftlykkjur, 2 tvíbrugðnir stuðlar í fyrsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, 2 tvíbrugðnir stuðlar í sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.


Heklið A.3b: 2 tvíbrugðnir stuðlar, 1 loftlykkja, 2 tvíbrugðnir stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, heklið svona um hvern og einn af næstu 7 loftlykkjubogum.


Í miðju loftlykkjuboga á sjali er heklað A.3c: 2 tvíbrugðnir stuðlar, 1 loftlykkja, 2 tvíbrugðnir stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja.


Nú er A.3b heklað aftur: 2 tvíbrugðnir stuðlar, 1 loftlykkja, 2 tvíbrugðnir stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 loftlykkja, heklið svona um hvern og einn af næstu 7 loftlykkjubogum.


Heklið A.3d um síðasta loftlykkjuboga: 2 tvíbrugðnir stuðlar, 1 loftlykkja, 2 tvíbrugðnir stuðlar um sama loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur og 1 tvíbrugðinn stuðull um sama loftlykkjuboga, snúið stykkinu.


UMFERÐ 2:
Heklið áfram eftir mynsturteikningu A.3d, A.3b og A.3c (=miðja), A.3b og A.3a.


UMFERÐ 3:
Heklið áfram eftir mynsturteikningu A.3a, A.3b og A.3c (=miðja), A.3b og A.3d.


UMFERÐ 4:
Heklið áfram eftir mysnturteikningu A.3d, A.3b og A.3c (=miðja), A.3b og A.3a.


UMFERÐ 5:
Heklið áfram eftir mynsturteikningu A.3a, A.3b og A.3c (=miðja), A.3b og A.3d.


UMFERÐ 6:
Heklið áfram eftir mynsturteikningu A.3d, A.3b og A.3c (=miðja), A.3b og A.3a.


Tilbúið!

Nú ertu tilbúin með síðustu vísbendingu í þessari viku! Ekki gleyma að deila myndunum þínum með okkur í dropsalong gallery!

Þegar allar 3 mynsturteikningarnar hafa verið heklaðar til loka á hæðina eru 48 loftlykkjubogar í umferð.

Þegar þú er tilbúin með vísbendingu #3 mælist stykkið ca 19 cm frá byrjun og niður mitt á sjali.

Kennslumyndband

Athugasemdir (7)

Lene wrote:

Synes ikke at instruksvideoen er særlig god. Det havde været en større hjælp, hvis hun havde vist starten af hver række, i stedet for bare at vise tegningen😞

30.05.2018 - 14:56

Beatriz wrote:

Hola. En primer lugar gracias por este precioso patrón. En segundo lugar estoy trabajando con cotton merino y aguja del 4 pero lo veo demasiado flojo, se me está voleando... creeis q debo cambiar a la aguja del 3,5 o conforme vaya creciendo la labor cogerá forma?

24.05.2018 - 23:00

DROPS Design answered:

Hola Beatriz. Si te queda la labor con vuelo - sí, tienes que cambiar a una aguja más pequeña, no coge forma sola. El tamaño de aguja que viene con patrón es recomendable, pero dependiendo de la tensión de cada uno puede ser necesario cambiar a un número de aguja más pequeño o más grande.

26.05.2018 - 12:51

Valentina wrote:

Buongiorno, non c'è il video per lavorare la seconda riga del terzo indizio? Mi cimento per la prima volta con l' uncinetto e senza video sono bloccata. Lo schema proprio non lo capisco. Grazie

20.05.2018 - 11:44

DROPS Design answered:

Buongiorno Valentina. Alla fine della tappa, trova il video che spiega tutte le righe. Al minuto 8:20, trova le indicazioni su come lavorare la seconda riga e come si presenta il lavoro prima di iniziare la terza riga. Buon lavoro!

21.05.2018 - 09:15

Sophie wrote:

étape terminée, vivement la suite!!!!!

08.05.2018 - 18:25

Vivi wrote:

Très contente de commencer ce cal, j'ai hâte de faire la suite

04.05.2018 - 15:13

Maria Iole wrote:

Si ho notato anche io nella terza tappa lo schema mostra la maglia alta doppia ma viene scritto Maglia alta tripla, sia nella legenda dei punti che poi nelle spiegazioni scritte. Soprattutto nella tappa A3c\r\nHo guardato il video e sono tutte Maglie alte doppie.\r\nConsiglio di correggere le istruzioni.

03.05.2018 - 22:34

DROPS Design answered:

Buongionro Maria Iole. Abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!

04.05.2018 - 08:43

Carmenbianco wrote:

Nella terza tappa ogni tanto si nomina la maglia alta tripla invece che la doppia, nello schema però mi sembrano tutte uguali

03.05.2018 - 18:06

DROPS Design answered:

Buongiorno Carmenbianco. Abbiamo corretto il testo. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!

04.05.2018 - 08:42

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.