Vísbending #1 - Nú notum við heklunálina!

Nú er tími fyrir nýtt DROPS-Along! Okkur hlakkar virkilega til að hekla þetta nýja fallega sjal með ykkur!

Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni.

Ertu með allt til að geta byrjað?

Hér er listi með allt efnið sem þú þarf til að hekla sjalið>>

Stutt útskýring

SJAL:
Mynsturteikning A.1
Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður. Byrjið með púður nr 28 (litur a) og heklunál 4 og heklið eftir mynsturteikningu A.1.

Mynsturteikning fyrir vísbendingu #1

= Heklið 5 loftlykkjur og tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Svartur punktur sýnir byrjun á umferðinni
= 1 loftlykkja
= 1 fastalykkja um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= 1 tvíbrugðinn stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= um þennan loftlykkjuboga er aukið út um 1 loftlykkjuboga með að hekla 2 loftlykkjuboga eins og sýnt er í mynsturteikningu
= byrjið hér

Vantar þig aðstoð við að byrja?

Hér er nákvæmari útskýring á hvernig þú byrjar á vísbendingu #1. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.

BYRJUN: Heklið 5 loftlykkjur og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð.

UMFERÐ 1: Heklið eftir mynsturteikningu A.1. Byrjið umferðina við stjörnu sem er merkt með rauðum. Heklið 7 loftlykkjur, 1 fastalykkju um loftlykkjuhringinn, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuhring, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuhring, 3 loftlykkjur og endið umferð með 1 tvíbrugðnum stuðli í sama loftlykkjuhring, snúið stykkinu.


Umferð 2: Heklið eftir mynsturteikningu A.1.


Umferð 3: Heklið eftir mynsturteikningu A.1 (í þessari umferð er aukið út um 1 loftlykkjuboga í loftlykkjubogann sem er merktur með litlum hring).


Umferð 4: Heklið eftir mynsturteikningu A.1.

Tilbúið!

Nú ertu tilbúin með fyrstu vísbendinguna. Ekki gleyma að deila myndunum þínum með okkur í dropsalong gallery!

Kennslumyndband

Athugasemdir (6)

MORGANA wrote:

Hola, voy a empezar hoy el chal, espero ponerme pronto al día, no se me da mal y tengo unos días de relax, espero que me cunda bastante, ya os iré contando y mandando fotos. Un saludo a todas.

06.06.2018 - 20:37

Inger Anna Krey Dagsloth wrote:

Blir hintene liggende etter at alongen er ferdig?

02.06.2018 - 15:34

Pilar wrote:

Hola. Me suscribí para recibir las pistas. Voy a utilizar cotton light.. pero no las recibo. Hoy lo he intentado otra vez, por si hubiera hecho algo mal, pero no puedo marcar el idioma español. Como puedo solucionarlo?. Gracias

05.05.2018 - 21:27

DROPS Design answered:

Hola Pilar. Puedes consultar aquí todas las pistas del CAL: https://www.garnstudio.com/dropsalong.php?id=4&cid=23

06.05.2018 - 13:23

María Álvarez Menéndez wrote:

¿Podríais poner una lista del orden en el que se van a introducir los colores en función del kit utilizado? Gracias.

03.05.2018 - 16:41

DROPS Design answered:

Hola Maria. Este CAL, como todos, se trabaja por pistas. No tenemos información sobre el patrón completo todavía. Puedes ver la vista previa del chal en la portada de la revista DROPS 190.

06.05.2018 - 13:38

Michelle wrote:

Are these UK crochet terms? Thanks!

03.05.2018 - 15:07

DROPS Design answered:

Dear Michelle, make sure you choose the correct language, ie UK-English or US-English to get the appropriate UK or US-crochet terminology. Happy crocheting!

03.05.2018 - 15:31

Inge Thomassen wrote:

Kan man være med når man har garnet?

03.05.2018 - 11:21

DROPS Design answered:

Hej Inge, Ja alle kan være med :)

04.05.2018 - 08:43

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.