Hvernig á að prjóna einfalda barnahúfu Sky High

Hvernig á að prjóna einfalda barnahúfu Sky High

Það er aldrei hægt að fá nóg af fallegum barnahúfum. Þessar skref-fyrir-skref leiðbeiningar aðstoða þig við að prjóna einfalda barnahúfu með stroffi og eyrnaleppum, eins og er í DROPS Baby 20-9. Smelltu hér til að sjá allt mynstrið.

Ertu með einhverjar spurningar? Skrifaðu þær í athugasemdadálkinn neðst á síðunni og við svörum eins fljótt og mögulegt er!

Við prjónum stærð 1/3 mánaða í þessum kennsluleiðbeiningum, þessi stærð er útskýrð með breiðu letri.

Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán - 2 - 3/4 ára
Höfuðmál (ca): 40/42 - 42/44 - 44/46 - 48/50 - 50/52 cm.

Ertu með allt sem þú þarft til að byrja?

Efni:

DROPS Merino Extra Fine frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B).
50-50-50-100-100 g litur nr 08, ljós beige

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 4 - eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja x 28 umferðir sléttprjóni verði 10 x 10 cm.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – fyrir stroff.

Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.

Nú byrjum við!

STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður, fyrst á sokkaprjóna og síðan á hringprjóna, að lokum eru eyrnalepparnir prjónaðir fram og til baka.

ÚTAUKNING: Prjónið 2 lykkjur í 1 lykkju.

HÚFA:
Fitjið upp 8-10-13-15-18 lykkjur skipt niður á 4 sokkaprjóna (skiljið eftir smá bút af uppfitjunarþræði til þess að draga saman húfuna í lokin).

Prjónið 1 umferð sléttprjón JAFNFRAMT eru auknar út 7-10-12-15-17 lykkjur jafnt yfir – SJÁ ÚTAUKNING! = 15-20-25-30-35 lykkjur.

Setjið 5 prjónamerki í stykkið með 3-4-5-6-7 lykkja millibili og prjónið 1 umferð sléttprjón.

Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki.

Endurtakið útaukningu í annarri hverri umferð alls 6 sinnum = 75-80-85-90-95 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 4.
Haldið áfram í sléttprjóni.

Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15 cm er aukið út um 25-26-29-30-31 lykkjur jafnt yfir (aukið út í ca 3. hverja lykkju) = 100-106-114-120-126 lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið áfram stroff 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið yfir allar lykkjur þar til stroffið mælist 3 cm.

Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af í næstu umferð þannig: ATH! Umferðin byrjar 10-10-8- 8-7 lykkjur við miðju að aftan. Fellið af21-21-17-17-15 lykkjur með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (= hnakki).

Prjónið næstu 25-27-33-35-39 lykkjur og setjið þær á þráð fyrir eyrnalepp.

Fellið af næstu 29-31-31-33-33 lykkjur (= enni).

Prjónið síðan eyrnalepp fram og til baka yfir síðustu 25-27-33-35-39 lykkjur þannig: Haldið áfram í stroffprjóni með 1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið JAFNFRAMT sem felld er af 1 lykkja í byrjun á hverri umferð alls 9-10-13-14-16 sinnum í hvorri hlið (fellið af með því að prjóna fyrstu 2 lykkjur slétt saman / 2 lykkjur brugðið saman með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur) = 7 lykkjur.

Í næstu umferð eru þær lykkjur sem eftir eru felldar af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Eyrnaleppurinn mælist ca 6-7-9-10-11 cm.

Prjónið hinn eyrnaleppinn á sama hátt.

Herðið að gatinu efst á toppi á húfunni með uppfitjunarþræðinum og festið vel.

SNÚRA:
Klippið 2 þræði ca 75 cm, tvinnið þá saman vel.

Þræðið snúruna í gegn neðst á öðrum eyrnaleppnum, leggið síðan snúruna saman tvöfalda þannig að hún tvinni sig aftur saman. Gerið einn hnút í endanum á snúrunni. Endurtakið á sama hátt á hinum eyrnaleppnum.

Tilbúið!

Okkur langar til að sjá hvernig húfan þín lítur út! Notaðu myllumerkið #dropsalong og #dropsskyhigh við myndirnar þínar á samfélagsmiðlum - eða og sendu inn verkefnið þitt til #dropsfan galleriet þá getum við fengið að sjá!

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar frekari aðstoð með mismunandi aðferðir sem eru notaðar í þessu mynstri, þá getur þú séð lista með kennsluleiðbeiningum og kennslumyndböndum til aðstoðar: