DROPS Extra / 0-1130

Day Out by DROPS Design

Hekluð taska/net úr DROPS Bomull-Lin eða DROPS Paris með snúru og kögri.

Leitarorð: töskur,

DROPS Design: Mynstur nr l-134
Garnflokkur C eða A + A
----------------------------------------------------------
Mál: Hæð: ca 36 cm. Breidd: ca 30 cm.
Efni:
DROPS BOMULL-LIN frá Garnstudio
200 gr litur nr 11, beige
50 gr litur nr 05, brúnn

Eða notið
DROPS PARIS frá Garnstudio
250 gr litur nr 26, dökk beige
100 gr litur nr 44, brúnn

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 17 st og 10 umf verði 10 x 10 cm.
---------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (1)

53% Bómull, 47% Hör
frá 638.00 kr /50g
DROPS Bomull-Lin uni colour DROPS Bomull-Lin uni colour 638.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3190kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti st í hverri umf er skipt út fyrir 3 ll. Hver umf endar á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
-------------------------------------------------------

TASKA:
Taskan er hekluð neðan frá og upp. Heklið 52 lausar ll (meðtalin 1 ll til að snúa við með) með heklunál nr 4 með brúnum.
UMFERÐ 1: Snúið við og heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, heklið síðan 1 fl í hverja ll. Þegar heklað hefur verið í allar ll er snúið við og hekluð 1 fl að neðan í hverja og eina af sömu ll = 102 fl og endið á 1 kl í fyrstu fl. Heklið síðan hringinn með st.
LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 1 st í hverja fl umf hringinn = 102 st.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 3-5: Heklið 1 st í hvern st umf hringinn.
Skiptið yfir í beige/dökk beige og heklið 1 st í hvern st eins og áður þar til stykkið mælist ca 30 cm.
Í næstu umf er hekluð ein gataumferð þannig: 1 st í fyrsta st, * 2 ll og hoppið yfir 2 st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* þar til 2 st eru eftir, heklið 2 ll, hoppið yfir 2 st og 1 kl í 3.ll frá byrjun umf.
Í næstu umf er heklað þannig: * 1 st í hvern st og 2 st um 2 ll frá fyrri umf *, endurtakið frá *-* umf hringinn.
Heklið 1 st í hvern st umf hringinn þar til stykkið mælist alls 36 cm. Klippið frá og festið enda.

HLIÐARBAND:
Bandið er heklað fram og til baka og saumað niður í lokin.
Heklið 6 ll með heklunál nr 4 með beige/dökk beige.
LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR!
Snúið við og heklið til baka með 1 st í hvern st = 6 st. Haldið áfram að hekla 1 st í hvern st þar til hliðarbandið mælist ca 60 cm, klippið frá.
Leggið töskuna flata þannig að neðri kanturinn liggi flatur, saumið síðan niður hliðarbandið vel á hvorri hlið.

KÖGUR:
Klippið 4 þræði með brúnu ca 18 cm, leggið þá saman tvöfalda og dragið bogann í gegnum uppfitjunarkantinn og dragið síðan þræðina í gegnum bogann. Endurtakið meðfram öllum kantinum.

SNÚRA.
Klippið 6 þræði með brúnu ca 3 metra. Tvinni þræðina saman þar til þeir taka í, leggið þá saman tvöfalda og látið þá tvinna sig aftur saman. Gerið einn hnút ca 10 cm inn frá enda á hvorri hlið áður en endarnir eru klipptir af þannig að það verði kögur á hvorum enda. Dragið snúruna í gegnum gataumferðina og hnýtið slaufu fyrir miðju að framan.

Athugasemdir (1)

Mevr Haverkamp 08.11.2016 - 17:54:

Bij het rond haken van de stokjes gaat het Niet goed.Je Ziet aan het begin van de drie lossen(eerste stokje)aan het Eind een halve vaste in de derde losse.Bij mij Komt het Niet mooi ,het loopt schuin op net of ik meerder maar dat doe ik Niet,ik blijf 102 lossen Houden.WAt doe ik verkeerd.

DROPS Design 09.11.2016 kl. 14:16:

Hoi. Het is belangrijk dat je het begin houdt in dezelfde st - je laat het werk verschuiven. Ik maak zelf gebruik van een markeerder als ik in de ronde haak om duidelijk te hebben waar het begin van de toer is.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1130

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.