DROPS / 162 / 32

Carry On by DROPS Design

Hekluð taska/net úr DROP Bomull-Lin eða DROPS Paris

Leitarorð: gatamynstur, hringur, töskur,

DROPS Design: Mynstur nr l-135
Garnflokkur C eða A+A
----------------------------------------------------------
Mál: Hæð: ca 40 cm. Ummál ca 75 cm.
Efni:
DROPS BOMULL-LIN frá Garnstudio
250 gr litur nr 03, ljós beige
Eða notið:
DROPS PARIS frá Garnstudio
300 gr litur nr 26, dökk beige

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 17 st og 10 umf með st verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (8)

53% Bómull, 47% Hör
frá 638.00 kr /50g
DROPS Bomull-Lin uni colour DROPS Bomull-Lin uni colour 638.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3190kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umf með st, er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll. Umf endar á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
Í byrjun á hverri umf með tbst, er fyrsta tbst skipt út fyrir 4 ll. Umf endar á 1 kl í 4. ll frá byrjun umf.
----------------------------------------------------------

HLIÐARTASKA:
Stykkið er heklað í hring frá botni og upp. Heklið 4 ll með Bomull-Lin eða Paris og heklunál nr 4 og tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll.
UMFERÐ 1: Heklið 7 st um hringinn – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR.
UMFERÐ 2: Heklið 2 st í hvern st = 14 st.
UMFERÐ 3: Heklið 2 st í hvern st = 28 st.
UMFERÐ 4: * 1 st í næsta st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 42 st.
UMFERÐ 5: * 1 st í hvern og einn af 2 næstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 56 st.
UMFERÐ 6: * 1 st í hvern og einn af 3 næstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 70 st.
UMFERÐ 7: * 1 st í hvern og einn af 4 næstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 84 st.
UMFERÐ 8: * 1 st í hvern og einn af 5 næstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 98 st.
UMFERÐ 9: * 1 st í hvern og einn af 6 næstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 112 st.
UMFERÐ 10: * 1 st í hvern og einn af 7 næstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 126 st.
UMFERÐ 11: Heklið 1 st í hvern st JAFNFRAMT er aukið út um 2 st jafnt yfir = 128 st.
UMFERÐ 12-13: Heklið 1 st í hvern st umf hringinn.
UMFERÐ 14: * 1 st, 1 ll og hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 64 st og 64 ll.
UMFERÐ 15: * 1 st í næsta st, 1 st um næstu ll *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 128 st.
UMFERÐ 16: * 3 tbst í næsta st, hoppið yfir 3 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 32 tbst-hópar af 3 tbst.
UMFERÐ 17-27: Heklið 4 ll og 2 tbst um kl frá lok fyrri umf (= á undan 1. Tbst hóp frá fyrri umf), heklið síðan áfram með 1 tbst-hóp á milli hverra tbst-hópa umf hringinn.
UMFERÐ 28: Heklið 1 st í hvern tbst umf hringinn = 96 st. Heklið nú hliðarband héðan.

HLIÐARBAND:
UMFERÐ 1: * 3 tbst í næsta st(= 1 tbst-hópur), hoppið yfir 3 st *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 4 tbst-hópar. Snúið við.
UMFERÐ 2: 1 tbst, * hoppið yfir 1 tbst-hóp, heklið 1 tbst-hóp á milli næstu tbst-hópa *, endurtakið frá *-* 3 sinnum og heklið 1 tbst í síðustu tbst frá fyrri umf = 2 tbst og 3 tbst-hópar. Snúið við.
UMFERÐ 3: 1 tbst-hópur á milli síðasta tbst og tbst-hópa, heklið 1 tbst-hóp á milli hvorra af 2 næstu tbst-hópum frá fyrri umf og heklið 1 tbst hóp á milli síðasta hóp og síðasta tbst frá fyrri umf = 4 tbst-hópar.
Endurtakið umf 2 og 3 þar til hliðarband mælist ca 80 cm. Dragið bandið í gegnum síðustu l, saumið niður enda á gagnstæðri hlið þar sem hliðarólin byrjar. Klippið frá og festið enda.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 09.02.2015
UMFERÐ 17-27: Heklið 4 ll og 2 tbst um kl frá lok fyrri umf (= á undan 1. tbst hóp frá fyrri umf), heklið síðan áfram með 1 tbst-hóp á milli hverra tbst-hópa umf hringinn.

Athugasemdir (8)

Skrifa athugasemd!

Herdis Hald 22.06.2018 - 17:50:

Hvordan kan 250 gram a` 50 gram til 16,95 kr. koste fra 197,- ifølge min lommeregner er det kun 84,75 kr.

DROPS Design 25.06.2018 kl. 14:43:

Hei Herdis. Du har rett i at her var det en feil, denne er nå blitt rettet til 125 DKK – takk for beskjed. Prisen som kommer opp er basert på det som heter maxpris (ordinærprisen), og tar ikke hensyn til eventuelle tilbud og kampanjer. Maxprisen til DROPS Bomull-Lin er 25 DKK. Men nå er det tilbud på dette garnet så da blir det enda billigere. God fornøyelse!

Carina 14.02.2016 - 23:55:

Hoe meerder ik toer 11? Ik begrijp niet hoe ik van 126 naar de 128 moet. Mvg Carina

DROPS Design 15.02.2016 kl. 14:14:

Hoi Carina. Er staat dat je meerdert 2 stk gelijkmatig. Dat betekent dat je met een gelijkmatige afstand 2 st meerdert in de hele toer. Je hebt 126 st, dus meerder je bijvoorbeeld 1 stk aan het begin van de toer en na 63 st (halverwege) heb je met een gelijkmatige afstand gemeerderd.

Dorrit Liin Hansen 01.06.2015 - 16:32:

Jeg har fundet ud af opskriften :-)

DROPS Design 02.06.2015 kl. 11:33:

Hej Dorrit. Dejligt at höre :-)

Dorrit Liin Hansen 31.05.2015 - 09:55:

Hjælp ! Som "nyhækler" er jeg gået i stå ved omgang 16. Gider du pinde det lidt ud for mig? Ved godt hvad forkortelserne betyder, men kan alligevel ikke finde ud af det.Sidder i udlandet og har ingen at spørge. Mvh Dorrit

P. 17.05.2015 - 12:37:

Deze gemaakt. ben er echt blij mee. patroon is goed te volgen.

Marie 08.05.2015 - 20:37:

Das Garn Bomull-Lin ist super zum Häkeln dieser Tasche! In die Tasche habe ich in der Größe des Portemonnaies eine Innentasche mit Reißverschluss eingenäht (auch super für kleine Sachen, Autoschlüssel, etc.). Ein tolles Teil, das schnell und einfach gehäkelt ist. Danke!

Apahl 08.02.2015 - 16:21:

Beim Häkeln ist mir aufgefallen, dass es in 17-27 RD so heißen muß: , dann jeweils 3 D-Stb zwischen die D-Stb-Gruppen. ( So sieht es auf dem Bild aus.) Sie schreiben: dann jeweils 1 D-Stb, ist falsch oder? apahl

DROPS Design 08.02.2015 kl. 22:10:

Sie haben Recht, das wurde korrigiert. Es muss heißen: 1 D-Stb-Gruppe zwischen die D-Stb-Gruppen.

Lynne Govers 15.12.2014 - 16:14:

I need to make this to replace the one I have used for over 10 years!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 162-32

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.