Nú prjónum við Rúdólf

Jólin nálgast og það þýðir það að nú prjónum við nýjar jólapeysur fyrir alla fjölskylduna! Hafðu það notalegt með okkur og prjónaðu þessar fallegu Rúdólf peysur úr DROPS Nepal – garnið er nú á tilboði og þú færð 30% afslátt út árið!

Vantar þig enn garn í þessa peysu? Skoðaðu hér hvað það er sem þú þarft.

Hefur þú nú þegar keypt garnið? Haltu þá áfram að lesa og prjónaðu með okkur bakstykkið!

Ertu með áhyggjur yfir kunnáttunni? Mundu að allar vísbendingarnar innihalda nákvæm kennslumyndbönd þar sem við sýnum þér allt frá því hvernig þú fitjar upp, prjónar stroff, útaukningu, garðaprjón og margt, margt fleira. Við ætlum að gera þetta mjög auðvelt svo allir geti prjónað með okkur!

Eitt að lokum áður en við byrjum – veistu hvaða stærð þú ætlar að prjóna? Hér að neðan þá finnur þú báðar uppskriftirnar (með eða án hreindýri á bakstykki), passaðu bara uppá að fylgja sömu stærð og gerð í gegnum allar vísbendingarnar, þær eru nefnilega ekki alveg eins.


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

Þú getur gert þessa peysu með eða án hreindýri á bakstykki, veldu þitt uppáhald. Þú finnur báðar uppskriftirnar hér að neðan.


Bakstykki án þess að hafa hreindýr

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
1 kantlykkja með garðaprjóni = prjónið lykkjuna slétt frá réttu og slétt frá röngu.

Bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp.
Fitjið upp 54-58-62-66-70-74 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 4 með gallabuxnabláum (litur b). Prjónið 1 umferð brugðna (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 10-12-14-16-20-24 umferðir með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Skiptið yfir í rauður (litur a) og haldið áfram að prjóna sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21-23-26-29-32-35 cm er felld af 1 lykkja í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 31-34-38-42-46-50 cm fellið af miðju 18-20-22-24-24-26 lykkjurnar af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-17-18-19-21-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 32-35-39-43-47-51 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 33-36-40-44-48-52 cm frá öxl og niður.

Bakstykki með hreindýri

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
1 kantlykkja með garðaprjóni = prjónið lykkjuna slétt frá réttu og slétt frá röngu.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
Heindýrið er prjónað með sléttprjóni.

Til að koma í veg fyrir löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstur er prjónað, prjónið með 3/5 dokur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku rauður (litur a) hvoru megin við hreindýrin og með 1 dokku mynsturlit í miðju á peysu. Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

Bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp.

Fitjið upp 54-58-62-66-70-74 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 4 með gallabuxnabláum (litur b). Prjónið 1 umferð brugðna (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 10-12-14-16-20-24 umferðir með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Skiptið yfir í rauður (litur a) og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 13-15-17-19-21-23 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 26 lykkjur) – sjá MYNSTUR, prjónið 13-15-17-19-21-23 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni.

Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 21-23-26-29-32-35 cm fellið af með 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað áfram með rauðum (litur a) yfir allar lykkjurnar. Þegar stykkið mælist 31-34-38-42-46-50 cm fellið af miðju 18-20-22-24-24-26 lykkjurnar af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-17-18-19-21-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 32-35-39-43-47-51 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 33-36-40-44-48-52 cm frá öxl og niður.

Mynsturteikning

= litur a
= litur e
= litur d

Fullorðinspeysa

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

Þú getur gert þessa peysu með eða án hreindýri á bakstykki, veldu þitt uppáhald. Þú finnur báðar uppskriftirnar hér að neðan.

Bakstykki án þess að hafa hreindýr

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING (á við um laskalínu):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

BAKSTYKKI:
Bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu.

Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauðum (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Jafnframt í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur.

Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 18-17-16-15-14-12 cm, prjónið áfram með natur (litur b) til loka. Þegar stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm, aukið nú um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Bakstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður.

Bakstykki með hreindýri

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING (á við um laskalínu):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.2a & A.2b.

Mynsturteikning A.2a og A.2b (hreindýr á bakstykki): Öll mynsturteikning er prjónuð með sléttprjóni. Til að koma í veg fyrir löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstur er prjónað, prjónið með 3/5 dokur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku rauður (litur a) hvoru megin við hreindýrin og með 1 dokku mynsturlit í miðju á peysu. Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

BAKSTYKKI:
Bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu.

Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN á hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Jafnframt í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA

JAFNFRAMT þegar aukið hefur verið út 7-7-8-9-10-10 sinnum á hvorri hlið og það eru 42-44-48-52-56-58 lykkjur í umferð er mynstur prjónað þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, A.2a (= 38 lykkjur) – sjá MYNSTUR að ofan, prjónið 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 44-46-50-54-58-60 lykkjur. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.2a hefur verið prjónað til loka prjónið A.2b yfir A.2a. Í umferð með ör í A.2b er skipt um grunnlit til natur (litur b) ,sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm. Aukið nú út um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur brugðnar, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Bakstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður.

Mynsturteikning

= litur a
= litur b
= litur d
= litur e
= Í umferð með ör skiptist rauði liturinn (litur a) yfir í natur (litur b)

Tilbúið

Nú erum við klár með bakstykkið!

Komdu aftur í næstu viku og þá prjónum við saman framstykkin á peysunni!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem geta aðstoðað þig við bakstykkið á peysunni!