Nú prjónum við framstykkið!Í þessari vísbendingu prjónum við framstykkið, þannig að litli Rúdólfurinn okkar fái eitthvað form! Hér að neðan þá finnur þú bæði mynstrin með barna- og fullorðinspeysunum, passaðu bara uppá að fylgja réttu mynstri, þau eru nefnilega ekki alveg eins. Við erum einnig með lista neðst á síðunn með leiðbeiningum - linka á kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem auðvelda þér að prjóna peysuna! Er eitthvað sem þú skilur ekki? Skifaðu athugasemdir í dálkinn neðst á síðunni, þá reynum við að aðstoða þig eins fjótt og hægt er!BarnapeysaStærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 ![]() UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: Til að koma í veg fyrir löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstur er prjónað, prjónið með 3/5 dokur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku gallabuxnablár (litur b) / rauður (litur a) hvoru megin við hreindýrin og með 1 dokku mynsturlit í miðju á peysu. Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 10-12-14-16-20-24 umferðir með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð með gallabuxnablár (litur b) frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 11-13-15-17-19-21 lykkja sléttprjón, prjónið A.2 (= 30 lykkjur) – sjá MYNSTUR, prjónið 11-13-15-17-19-21 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur svona. Þegar umferðin með ör í A.2 hefur verið prjónuð til loka er grunnlitnum skipt úr gallabuxnablár (litur b) yfir í rauður (litur a). Haldið áfram með mynstur alveg eins með 1 kantlykkju með garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21-23-26-29-32-35 cm fellið af með 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað áfram með rauðum (litur a) yfir allar lykkjurnar. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 30-31-35-38-42-45 cm setjið miðju 14-16-16-18-18-18 lykkjurnar á 1 band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan áfram af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1-1-2-2-2-3 sinnum = 16-17-18-19-21-22 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 32-35-39-43-47-51 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 33-36-40-44-48-52 cm frá öxl og niður. Mynsturteikning
![]() FullorðinspeysaStærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL ![]() UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: FRAMSTYKKI: Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjón í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar aukið hefur verið út 7-7-8-9-10-10 sinnum á hvorri hlið og það eru 42-44-48-52-56-58 lykkjur í umferð er mynstur prjónað þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, A.1A (= 38 lykkjur) – sjá MYNSTUR að ofan, prjónið 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 44-46-50-54-58-60 lykkjur. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.1a hefur verið prjónað til loka prjónið A.1b yfir A.1a. Í umferð með ör í A.1b er skipt um grunnlit til natur í stað rauður og mynstrið nær nú yfir 42 lykkjur. Þegar A.1b er lokið á hæðina er haldið áfram með natur, sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm. Aukið nú um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður. Mynsturteikning
![]() ![]() TilbúiðNú erum við klár með framstykkið! Hittumst í næstu viku og þá prjónum við ermarnar saman. Vantar þig aðstoð?Hér er listi yfir kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem nýtast við framstykkið!
|