DROPS Air
DROPS Air
65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
frá 1364.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 8184.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

DROPS SS24

Blushing Beauty

Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Air eða 2 þráðum úr DROPS Brushed Alpaca silk með gatamynstri. Stærð S - XXXL.

DROPS 186-1
DROPS Design: Mynstur ai-106
Garnflokkur C + C eða E
-----------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

Efni:
DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
300-350-400-400-450-500 g litur 20, bleikur

Eða notið:
DROPS BRUSHED ALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
175-200-225-225-250-275 g litur 06, kórall

DROPS HRINGPRJÓNN (80 cm) NR 9 – eða þá stærð sem þarf til að 10 lykkjur og 14 umferðir með sléttprjóni með 2 þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNN (80 cm) NR 8 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjur og 15 umferðir með sléttprjóni með 2 þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

-------------------------------------------------------

Garnmöguleiki – Sjá hvernig breyta á um garn hér
Garnflokkur A til F – Nota sama mynstur og breyta um garn hér
Efnismagn ef notað er annað garn – Notaðu umreiknitöfluna okkar hér

-------------------------------------------------------

DROPS Air
DROPS Air
65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
frá 1364.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 8184.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA (á við um hálsmál):
Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum á undan 2 kantlykkjum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman.

ÚTAUKNING (á við um ermi):
Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fram- og bakstykki er prjónað hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 47-47-53-59-65-71 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air eða 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk.
Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu.
Prjóni nú 4 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 9. Prjónið næstu umferð og fækkið lykkjum jafnt yfir í þessari umferð þannig – frá réttu: Prjónið 6-6-6-9-9-9 lykkjur í garðaprjóni – og fækkið um 1-0-1-1-1-1 lykkjur yfir þessar, * A.1 (= 11-11-13-13-15-17 lykkjur), 1 lykkja í garðaprjóni *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, prjónið A.1 (= 11-11-13-13-15-17 lykkjur), 6-6-6-9-9-9 lykkjur í garðaprjóni – og fækkið um 1-0-1-1-1-1 lykkjur yfir þessar = 45-47-51-57-63-69 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm (mælt meðfram lykkju í garðaprjóni á milli 2 mynstureininga af A.1) fellið af 3 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum = 39-41-45-51-57-63 lykkjur.
Þegar stykkið mælist ca 42-44-46-47-49-51 cm – stillið af þannig að endað sé á eftir síðustu umferð í mynsturteikningu, prjónið A.2 (= 11-11-13-13-15-17 lykkjur) yfir A.1 til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 13-13-15-15-15-15 lykkjur í umferð, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Í fyrstu umferð frá réttu eftir 4 umferðir í garðaprjóni eru felldar af miðju 9-9-11-11-11-11 lykkjur fyrir hálsmáli. Setjið 15-16-17-20-23-26 lykkjur í hægri hlið á prjóni (séð frá réttu) á þráð eða látið þær bíða á prjóni.
Haldið áfram fram og til baka yfir þær 15-16-17-20-23-26 lykkjur sem eftir eru með mynstri og 2 kantlykkjum í garðaprjóni við háls – JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli – lesið ÚRTAKA = 14-15-16-19-22-25 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Fellið síðan laust af. Prjónið hina öxlina á sama hátt.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp alveg eins og á bakstykki og prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 40-42-44-45-47-49 cm. Prjónið nú 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 11-11-13-13-13-13 lykkjur í umferð, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Í fyrstu umferð frá réttu eftir 4 umferðir í garðaprjóni eru felldar af miðju 7-7-9-9-9-9 lykkjur fyrir hálsmáli. Setjið 16-17-18-21-24-27 lykkjur í hægri hlið á prjóni (séð frá réttu) á þráð eða látið þær bíða á prjóni.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM:
Haldið áfram fram og til baka yfir þær 16-17-18-21-24-27 lykkjur sem eftir eru með mynstri og 2 kantlykkjur í garðaprjóni við hálsmál, í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2 sinnum = 14-15-16-19-22-25 lykkjur í umferð, JAFNFRAMT er prjónað A.1 til og með síðustu umferð í mynsturteikningu, prjónið síðan A.2 (= 11-11-13-13-15-17 lykkjur) yfir A.1 til loka.
Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Fellið síðan laust af.
Prjónið hina öxlina á sama hátt.

ERMI:
Fitjið upp 17-17-20-20-20-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 8 með 2 þráðum Air eða 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk.
Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan 6 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 9. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni = 31-31-37-37-37-43 lykkjur (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem auknar eru út 2-4-0-2-4-0 lykkjur jafnt yfir = 33-35-37-39-41-43 lykkjur.
Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 10-11-11-12-12-12 lykkjur brugðið (slétt frá röngu), A.1 (= 11-11-13-13-15-17 lykkjur), 10-11-11-12-12-12 lykkjur brugðið (slétt frá röngu) og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 14 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 16-16-15-14-13-12 cm millibili alls 3 sinnum = 39-41-43-45-47-49 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 51-50-49-47-45-43 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fellið síðan laust af.
Prjónið hina ermina á sama hátt.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana. Saumið ermar í - saumið í ystu 2 cm í hvorri hlið á ermi þannig að þær passi inn í handveg, saumið síðan sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju.

Mynstur

symbols = slétt frá réttu, brugðið frá röngu
symbols = á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
symbols = lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
diagram
diagram

Hvert mynstur okkar hefur sérstök kennslumyndbönd til að hjálpa þér.

Ertu með spurningu? Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ)

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

Ef þér finnst erfitt að ákveða hvaða stærð þú átt að gera getur verið gott að mæla flík sem þú átt nú þegar og líkar við stærðina á. Síðan geturðu valið stærðina með því að bera þessi mál saman við þær stærðir sem til eru í stærðartöflu mynstrsins.

Þú finnur stærðartöfluna neðst á mynstrinu.

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist jafnvel með bestu trefjunum. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og handvegi á ermum á peysu.

Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökravél.

Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga.
Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Þú gætir líka haft gaman af...

Blushing Beauty

Viktoria, Germany

Blushing Beauty

Valerie, Australia

Blushing Beauty

Micol, Italy

186-1 Blushing Beauty

Jeannette, France

Blushing Beauty

Kimberly, Norway

Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-1

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Athugasemdir / Spurningar (50)

country flag Krentner wrote:

Voilà ce que vous dites, pour vous confirmer vos dire. Quand l'ouvrage mesure 34-35-36-37-38-39 cm (mesurer le long d'1 maille au point mousse entre 2 motifs de A.1), rabattre 3 mailles au début des 2 rangs suivants = 39-41-45-51-57-63 mailles.

07.01.2022 - 14:50

DROPS Design answered:

- Tout à fait, mais vous aviez 6 mailles point mousse et diminué 1 m = 5 mailles point mousse de chaque côté; vous rabattez 3 mailles = il en reste 2 au point mousse de chaque côté, toutefois, vous pouvez tout à fait conserver vos 6 mailles point mousse si les emmanchures vous plaisent ainsi. Rappelez-vous juste que vous aurez plus de mailles pour chaque épaule. Bon tricot!

07.01.2022 - 16:15

country flag Krentner wrote:

Bonjour, encore moi, vous est sûr de donner les bonnes explications pour ce pull, car au vu de la photo je vois que sur les emmanchures il y a toujours 6 mousses et non pas 3 comme vous le préciser , si c.est le cas il faut tout détricoter. Je ne suis pas la seule à le remarquer et vous n’avez pas répondu à cette personne. Allez soyez sympa et répondez moi. Bonne journée.

07.01.2022 - 14:45

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Krentner, vous tricotez le devant comme le dos, autrement dit, avec 6 mailles au point mousse de chaque côté après les côtes en diminuant 1 maille = il reste en fait 5 mailles point mousse; puis, à 36 cm de hauteur totale, vous rabattez 3 mailles point mousse pour les emmanchures = il reste 2 donc mailles point mousse de chaque côté. Maintenant, vous pouvez conserver les 6 mailles point mousse de chaque côté si vous le souhaitez. Bon tricot!

07.01.2022 - 16:12

country flag Krentner Mareka wrote:

Pouvez-vous me donner la différence entre rabattre 3 mailles et diminuer 3 mailles, c’est à propos de ces 3 mailles que l’on doit retirer pour les emmanchures. Merci de votre réponse

06.01.2022 - 19:25

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Krentner, on rabat les 3 mailles des emmanchures ainsi, en début de rang sur l'endroit et en début de rang sur l'envers et on diminue pour l'encolure (cf DIMINUTIONS) après les 2 m de bordure ainsi (= côté droit du devant quand on porte le pull) et avant les 2 m de bordure ainsi (= côté gauche du devant). Cela peut-il vous aider?

07.01.2022 - 07:13

country flag Krentner Mareka wrote:

Bonjour,\r\nJe suis sur le haut du devant taille L. \r\nJ’en suis au diagramme A2, il me reste sur l’épaule 16 mailles, vous écrivez 13 mailles’ comment se fait-il ? Car plus haut vous indiquez qu’il en reste 16, est-ce une erreur de votre part. Merci de votre patience.

05.01.2022 - 15:03

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Krentner, vous aviez 45 mailles et avez mis 9 mailles en attente pour l'encolure = il reste 18 mailles pour chaque épaule. Vous rabattez 2 fois 1 maille pour l'encolure = il reste 16 mailles. Bon tricot!

05.01.2022 - 17:10

country flag Paulette KRENTNER wrote:

Bonjour, serait-il possible de voir en photo ce joli pull de dos, car le haut du dos d’après les explications change car on ne tricote plus qu’un seul dessin A2 et j’ai du mal à comprendre par rapport au devant. Merci de votre patience, bonne fête.

31.12.2021 - 14:20

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Krentner, l'encolure dos va se tricoter de la même façon que l'encolure devant: vous tricotez A.2 au lieu de A.1 (autrement dit vous conservez les 2 derniers rangs de A.1 seulement; on le voit pour l'épaule droite sur la 2ème photo) puis vous tricotez les 13-15 mailles centrales (cf taille) au point mousse (= bordure d'encolure) et vous rabattez ensuite les 9-11 mailles centrales pour l'encolure = il va vous rester 2 mailles point mousse pour la bordure d'encolure. Bon tricot!

03.01.2022 - 10:25

country flag Alicja wrote:

Dzień dobry, odnoszę wrażenie, że opis tyłu/przodu odnosi się do swetra Spring Peach. W opisie pomiędzy schematami A.1 występuje "11-11-13-13-15-17 oczek ściegiem francuskim". W tym miejscu powinien być chyba "środkowy" schemat A.1? A jeśli tak, to czy pozostała część opisu pozostanie bez zmian? Pozdrawiam.

19.11.2021 - 06:50

DROPS Design answered:

Witaj Alu, masz rację. Już poprawiłam wzór. Teraz będzie ok. Bardzo dziękuję za zgłoszenie. Pozdrawiamy i życzymy miłej pracy!

19.11.2021 - 08:44

country flag Corinne R wrote:

Bonjour, ce modèle est censé se tricoter sur des aiguilles circulaires?!?!?!? Je cite :"PULL: Se tricote en allers et retours sur aiguille circulaire. Le devant et le dos se tricotent séparément. Les manches se tricotent en allers et retours sur aiguille circulaire" Explications erronées!!!

04.11.2021 - 01:16

DROPS Design answered:

Bonjour Corinne R, les explications sont justes ainsi (cf modèle original), on utilise des aiguilles circulaires pour tricoter chaque pièce (dos, devant et manches) pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles. Retrouvez plus d'infos sur les circulaires ici. Bon tricot!

04.11.2021 - 07:01

country flag Karen wrote:

Hi. What does “ Work 6 stitches and decrease 1 stitch over these stitches“ mean? Where do I decrease, and which technique do I use? Thank you!

01.08.2020 - 04:58

DROPS Design answered:

Dear Karen, this means these 6 sts have to be decreased to 5 sts, work for example these 6 sts as follows: K2, K2 tog, K2 = 5 sts remain. Happy knitting!

03.08.2020 - 07:40

country flag Jolanta Konkol wrote:

Bardzo podoba mi się ten wzór ażuru w tym sweterku 🤗🤗🤗 czy była by możliwość przetłumaczenia na język polski pozdrawiam z Lęborka 👋👋👋

24.05.2020 - 21:24

DROPS Design answered:

Witaj Jolu! Wzór jest przetłumaczony, zobacz TUTAJ. A propos, czy już zagłosowałaś na nową kolekcję DROPS Jesień/Zima, zapraszamy serdecznie!

07.06.2020 - 15:16

country flag Birgitte Skovdal wrote:

Er det den totale garnmængde, der er angivet i de to materiale forslag, når der strikkes med 2 tråde?

15.03.2020 - 17:22