DROPS Alpaca
DROPS Alpaca
100% Alpakka
frá 990.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 10890.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

DROPS SS24
DROPS 147-9
DROPS Design: Mynstur nr z-643
Garnflokkur A
--------------------------------------------------------

Stærð: XS/S - M - L/XL - XXL - XXXL

Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio
150-200-200-250-250 gr litur nr 100, natur
50-100-100-100-100 gr litur nr 6205, ljós blár
50-100-100-100-100 gr litur nr 7300, lime
50-50-50-100-100 gr litur nr 2921, kirsuber
50-50-50-100-100 gr litur nr 3140, ljós bleikur
50-50-50-100-100 gr litur nr 3770, dökk bleikur
50-50-50-50-50 gr litur nr 2915, appelsínugulur
50-50-50-50-50 gr litur nr 2923, sinnepsgulur
50-50-50-50-50 gr litur nr 6347, grá/fjólublár

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 1 ferningur verði = 6,5 x 6,5 cm. Þegar st eru heklaðir eiga að vera ca 23 st og 12 umf 10 x 10 cm.

-------------------------------------------------------

Garnmöguleiki – Sjá hvernig breyta á um garn hér
Garnflokkur A til F – Nota sama mynstur og breyta um garn hér
Efnismagn ef notað er annað garn – Notaðu umreiknitöfluna okkar hér

-------------------------------------------------------

DROPS Alpaca
DROPS Alpaca
100% Alpakka
frá 990.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 10890.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

LITIR Á FERNINGUM:
Síðasta umf (= litur-4) á öllum ferningum er natur.
FERNINGUR A: Litur-1 = lime, litur-2 = appelsínugulur, litur-3 = ljós blár.
FERNINGUR B: Litur-1 = sinnepsgulur, litur-2 = ljós bleikur, litur-3 = dökk bleikur.
FERNINGUR C: Litur-1 = ljós blár, litur-2 = lime, litur-3 = appelsínugulur.
FERNINGUR D: Litur-1 = dökk bleikur, litur-2 = ljós bleikur, litur-3 = lime.
FERNINGUR E: Litur-1 = ljós bleikur, litur-2 = kirsuber, litur-3 = sinnepsgulur.
FERNINGUR F: Litur-1 = kirsuber, litur-2 = grá/fjólublár, litur-3 = ljós blár.
FERNINGUR G: Litur-1 = grá/fjólublár, litur-2 = ljós blár, litur-3 = ljós bleikur.
FERNINGUR H: Litur-1 = kirsuber, litur-2 = grá/fjólublár, litur-3 = lime.
FERNINGUR I: Litur-1 = appelsínugulur, litur-2 = sinnepsgulur, litur-3 = dökk bleikur.
FERNINGUR J: Litur-1 = ljós blár, litur-2 = lime, litur-3 = kirsuber.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í ferningum sem saumaðir eru saman í lokin.

ÖMMUFERNINGUR:
Heklið 6 ll með heklunál nr 3 og lit-1 og tengið í 1 hring með 1 kl í 1. ll.
UMFERÐ 1 (litur-1):
Heklið 3 ll, 2 st um ll-hringinn, * 3 ll, 3 st um ll-hringinn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 3 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Snúið við.
UMFERÐ 2 (litur-2):
Heklið 3 ll, 2 st um fyrsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, * 1 ll, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, endið með 1 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Snúið við.
UMFERÐ 3 (litur-3):
Heklið 3 ll, 2 st um fyrsta ll-boga, 1 ll, * 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, 1 ll, 3 st um næsta ll-boga, 1 ll *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, 1 ll, endið með 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, Snúið við.
UMFERÐ 4 (litur-4):
3 ll, 2 st um fyrsta ll-boga, 1 ll, * 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, 1 ll, 3 st um næsta ll-boga, 1 ll, 3 st um næsta ll-boga, 1 ll *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, 1 ll, 3 st um næsta ll-boga, 1 ll, endið með 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Klippið frá.

1 ferningur mælist ca 6,5 x 6,5 cm.

Heklið 12-14-15-20-21 ferninga af hverri litasamsetningu, að aukið eru heklaðar 0-2-2-8-8 auka ferningar (veljið sjálf hvaða litasamsetningar eru heklaðar af auka ferningunum) = alls 120-142-152-208-218 ferningar.

FLEYGLAGA STYKKI UNDIR ERMI:
Heklað er eitt stykki með st, í laginu eins og fleygur, sem saumað er undir ermi svo að ermin verði víðari að ofan en að neðan. Fyrsti st í hverri umf er skipt út fyrir 3 ll.
Heklið 7-8-8-8-8 ll með litnum natur með heklunál nr 3. Snúið við og heklið 1 st í 4. ll frá nálinni, heklið nú 1 st í hverja af þeim 3-4-4-4-4 ll sem eftir eru = 5-6-6-6-6 st.
Haldið áfram fram og til baka með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 10 cm.
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM!
Í næstu umf er aukið út um 1 st í hvorri hlið með því að hekla 2 st í næst síðasta st í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 3-2-2-2-2 umf millibili alls 9-12-12-12-12 sinnum. ATH: í stærð XS/S er heklað áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 33 cm. Í stærð M og XXL skiptist stykkið við miðju þegar það mælist 30 cm, heklið nú hvora hlið fyrir sig með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 33 cm. Í stærð L/XL og XXXL skiptis stykkið fyrir miðju þegar það mælist 26 cm, heklið nú hvora hlið til loka fyrir sig, þegar útaukningunni er lokið, heklið 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 33 cm. Stykkið skiptist í 4 stærstu stærðunum þar sem fellt er af fyrir handveg í þessum stærðum, það er ekki gert í minnstu stærðunum.
Heklið 2 eins fleyglaga stykki undir ermar.

Leggið ferningana saman og myndið bak- og framstykki eins og útskýrt er í mynsturteikningu – veljið sjálf niðurröðun á ferningunum. Þeir 40-40-40-60-60 ferningar sem eftir eru er skipt niður á 2 ermar, með 20-20-20-30-30 ferninga á hvorri ermi. Í 3 minnstu stærðunum eiga að vera 4 x 5 ferningar og í 2 stærstu stærðunum eiga að vera 6 x 5 ferningar – það eru 5 ferningar á hæðina í öllum stærðum. Saumið ferningana saman kant í kant með litnum natur. Saumið fleygana fasta saman við hvora hlið á ferningunum á ermum og saumið ermarnar í fram- og bakstykki – með breiðari hluta fleygsins inn neðst við handveg.
Saumið hliðarsauma og axlasauma á sama hátt – ATH: Í stærð M og XXL er ein umf með ferningum mitt í hvorri hlið undir ermi, í stærð L/XL og XXXL eru 2 umf með ferningum í hvorri hlið við handveg.

Heklið í kringum alla peysuna með litnum natur þannig (byrjið við miðju að aftan við hnakka): Heklið 1 fl um 1 ll yst á 1. ferningi, 3 ll og 2 st um sömu ll, * 1 ll, 3 st um næstu ll *, endurtakið frá *-* ATH: Í horninu sem snýr inn er heklað þannig: Heklið 1 st í síðustu ll á undan horninu, 1 st um hornið og 1 st um fyrstu ll á eftir horninu. Í horninu sem snýr út er heklað þannig: Heklið 3 st um ll-bogann í horninu á ferningnum, 3 ll og 3 st til viðbótar í sama ll-boga.
Í hverju horni efst við hálsmál er líka hekluð snúra til þess að hnýta saman peysuna þannig: Heklið 3 st um ll-bogann í hornið á ferningnum, heklið síðan lausar ll í ca 28 cm, snúið við og heklið til baka 1 fl í hverja ll, heklið nú í hornið 3 st um sama ll-boga.

Heklið eins meðfram ferningunum neðst í kringum ermar – yfir einingarnar á milli ferninga er heklað þannig: * Heklið 1 st í hvern af fyrstu 3 st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-*.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt.

Yfirfarið á vefsvæði: 17.10.2019
Leiðrétting: FLEYGLAGA STYKKI UNDIR ERMI:..ATH: í stærð XS/S er heklað áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 33 cm. Í stærð M og XXL skiptist stykkið við miðju þegar það mælist 30 cm, heklið nú hvora hlið fyrir sig með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 33 cm.

Mynstur

diagram measurements
diagram measurements
Ertu með spurningu? Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ)

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

Ef þér finnst erfitt að ákveða hvaða stærð þú átt að gera getur verið gott að mæla flík sem þú átt nú þegar og líkar við stærðina á. Síðan geturðu valið stærðina með því að bera þessi mál saman við þær stærðir sem til eru í stærðartöflu mynstrsins.

Þú finnur stærðartöfluna neðst á mynstrinu.

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist jafnvel með bestu trefjunum. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og handvegi á ermum á peysu.

Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökravél.

Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga.
Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Þú gætir líka haft gaman af...

Summer Patchwork

Marjan, Netherlands

Crochet Cardigan

landi72, Hungary

Skrifaðu athugasemd um DROPS 147-9

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Athugasemdir / Spurningar (188)

country flag Jayne wrote:

Thanks for your reply. This makes sense. I misunderstood the five squares in height instruction. I would have said five squares in length. Thank you again.

11.03.2024 - 17:21

country flag Jayne wrote:

I've attached the gusset to the sleeves but it's much longer than the four squares length for the small size. I assume I must be doing something wrong. I can't figure out a way to insert the sleeves. I feel your instructions are too vague regarding the sleeve.

10.03.2024 - 20:50

DROPS Design answered:

Dear Jayne, remember to check and keep correct tension, the 5 squares in height (approx. 6,5 cm each) should be approx. 33cm, ie the same length as the gusset. Happy crocheting!

11.03.2024 - 09:26

country flag Peguy Sitbon wrote:

Bonjour Pour réaliser ce modèle peut on le crocheter avec une autre équivalence de fils car l’alpaga est cher je pensais soit en baby merinos soit en Nord soit en coton (peut être plus lourd à porter!) soit en flora Merci de vos conseils Cordialement Peguy

24.02.2024 - 10:34

DROPS Design answered:

Bonjou Mme Sibon, vous pouvez réaliser ce modèle en Nord, en Safran ou en Flora car toutes ces laines appartiennent au groupe de fils A. utilisez notre convertisseur pour voir les autres alternatives possibles et les quantités correspondantes. Votre magasin saura vous conseiller, même par mail ou téléphone, la meilleure alternative possible. Bon crochet!

26.02.2024 - 08:09

country flag Annette wrote:

Hej igen - jeg kan se diagrammerne nederst, men hvor mange firkanter går fx til ryggen i L - XL osv. Det er det jeg ikke rigtig forstår. Er L = 52 firkanter til ryggen og forstykker? Hvordan skal jeg forstå inddelingen? Håber det giver mening 😄 hilsen Annette

22.02.2024 - 12:44

DROPS Design answered:

Hej Annette, i L/XL hækler du ialt 152 ruder, du skal bruge 58 ruder til ryggen, 54 til forstykkerne og 20 til hver af ærmerne :)

23.02.2024 - 13:35

country flag Annette wrote:

Hej Jeg forstå ikke diagrammet - altså hvor mange 4 kanter går til ryggen, forstykker osv.

20.02.2024 - 20:58

DROPS Design answered:

Hej Annette, du finder antal firkanter i de forskellige størrelser nederst i opskriften :)

22.02.2024 - 11:55

country flag Sian Brereton wrote:

Hello I have nearly completed this - ordered the quantities as directed for my size in Drops Alpaca. But find I have two unused balls of coloured yarn, but won’t have enough of the off white. I don’t have a store locally so will need to order online. For all we stores I’ve tried, the delivery costs exceed (or almost) the cost of the yarn. So not very happy and suggest you might need to revise your quantities

11.09.2023 - 14:17

country flag Anita wrote:

Hallo .. ich finde die Anleitung super nur leider ist für die ärmel kein bild dabei .. wie funktioniert das mit dem Keil und wie wird es angenäht.. ein bild wäre sehr hilfreich Bitte um Hilfe.. danke Lg anita

02.04.2023 - 22:32

DROPS Design answered:

Liebe Anita, den Keil wird unter den Ärmel sein (auf dem 2. Foto kann man ein Teil davon sehen), damit die Ärmel oben breiter sind. So wird man nur mit natur häkeln und nach 10 cm beidseitig zunehmen. Je nach der Grösse wird dann mann den Keil in 2 teilen und jedes Teil separat bis zur Ende fertig häkeln. Viel Spaß beim häkeln!

11.04.2023 - 10:53

country flag Grada Kreijkes wrote:

Hallo, Ik ben bezig met de Summer Patchwork vestje Ik kom er maar niet achter hoe het moet met de mouwen Hoe moet ik ze aan de 'mouwspie' zetten? Daar kom ik niet uit... Ik zou het vestje graag af hebben, is zooo mooi Bedankt voor het patroon!!! H.G., Grada Kreijkes

21.02.2023 - 12:50

DROPS Design answered:

Dag Grada,

Als je onderaan het patroon de maattekening bekijkt, dan zie je dat er bij de oksels een inham zit. Het laatste stukje van de naad onder aan de mouw naai je niet dicht op de mouw, maar naai je aan het voor- en achterpand. Dit is wat de 'mouwspie'.

22.02.2023 - 13:08

country flag Sylvie wrote:

Bonjour Je fais le modèle en taille x/xs. J'ai fini de coudre tous les carrés et je ne comprends pas comment coudre les goussets aux manches. Dois je partir du haut de la manche jusqu'en bas ? Sur le schéma sur les devants il y a 2 petits traits. Correspondent ils a l'emmanchure ? Merci de m'aider car là je bloque complètement. Cordialement

24.09.2022 - 16:15

DROPS Design answered:

Bonjour Sylvie, le gousset des manches permet de leur donner la forme "triangulaire" pour que la manche soit plus large en haut qu'en bas, on fait 2 gousset et on coud au milieu sous la manche ; ce gousset se fait de bas en haut. Les tirets sur les devants correspondent effectivement à la hauteur d'emmanchures - vous allez coudre le haut des manches + le gousset à ce niveau. Bon crochet!

26.09.2022 - 09:13

country flag Sylvie wrote:

Bonjour Pour les manches qu''entendez vous par gousset. C'est un terme et une technique que je connais pas du tout ? Merci pour votre aide

06.09.2022 - 11:02

DROPS Design answered:

Bonjour Sylvie, c'est une petite pièce triangulaire qui va être crochetée côté milieu sous la manche pour lui donner sa forme plus serrée en bas et plus large en haut. Il en faudra 2 au total, 1 pour chaque manche. Bon crochet!

06.09.2022 - 12:02