Nordic Fling |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með lituðu mynstri og hringlaga berustykki, hekluð ofan frá og niður með 3/4 löngum ermum og A-formi úr DROPS Cotton Merino. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-34 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. HEKLLEIÐBEININGAR: Stykkið er heklað fram og til baka, en heklað saman í hverri umferð þ.e.a.s. heklað er frá réttu og röngu, en hver umferð er hekluð saman með 1 keðjulykkju. Allar umferðir með stuðlum byrja með 3 loftlykkjum (koma í stað fyrsta stuðul). Umferð endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Allar umferðir með fastalykkjum byrja með 1 loftlykkju (koma ekki í stað fyrstu fastalykkju). Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. 1. umferð í A.1 byrjar og endar umferð þannig: Heklið 3 loftlykkjur (koma ekki í stað fyrsta stuðuls), umferð endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju. 1. umferð í A.2, A.6 og A.7 byrjar og endar umferð þannig: Heklið 1 keðjulykkju í hverja og eina af 2 fyrstu lykkjum, 3 loftlykkjur (koma ekki í stað fyrsta stuðul), umferð endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju. Allar umferðir með hálfum stuðlum byrjar með 2 loftlykkjum (koma í stað fyrsta hálfa stuðul). Umferð endar með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 4,8. Í þessu dæmi er aukið út ca til skiptis í 4. og 5. hverja lykkju. Aukið er út um 1 lykkju með því að hekla 2 lykkjur í sömu lykkju. Ef lykkjum er fækkað jafnt yfir þá eru heklaðar til skiptis 3. og 4. hver lykkja saman og 4. og 5. hver lykkja saman. LITAMYNSTUR: Þegar skipt er um lit í byrjun á umferð er hekluð keðjulykkja í lok fyrri umferðar með nýja litnum. Þegar heklað er með mörgum litum í umferð er heklað þannig: Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðasta stuðul/fastalykkju með fyrsta litnum, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið þráðinn í gegn í lokin með nýja litnum, heklið síðan næsta stuðul/fastalykkju. Þegar heklað er með tveimur litum er þráðurinn á þeim lit sem ekki er heklað með látinn liggja yfir lykkjur frá fyrri umferð og heklað er utan um þráðinn þannig að hann sjáist ekki og er alltaf til taks, þráðurinn fær nú að fylgja með hringinn. Passið uppá að fylgi þræðirnir herði ekki á stykki og að þráðurinn sé ekki of stífur þegar hann er tekinn upp frá fyrri umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: ---------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er heklað fram og til baka, ofan frá og niður, en heklað saman í hverri umferð. BERUSTYKKI: Heklið 108-113-117-127-131-136 loftlykkjur með heklunál 4 með litnum gallabuxnablár og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 1 loftlykkju – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, 1 fastalykkja í hverja af fyrstu 2-0-4-0-4-2 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, heklið frá *-* = 92-96-100-108-112-116 fastalykkjur. Í næstu umferð frá réttu: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og aukið út um 0-20-16-16-12-24 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 92-116-116-124-124-140 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð frá röngu þannig (umferðin byrjar í skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi) – lesið LITAMYNSTUR: ATH: Þegar heklað er frá röngu er mynsturteikning lesin frá vinstri að hægri. Bakstykki: Heklið A.2 (= 4 lykkjur) yfir 28-32-32-36-36-40 lykkjur (= 7-8-8-9-9-10 sinnum). Vinstri ermi: Heklið A.1 (= 1 lykkja) yfir næstu lykkju, endurtakið A.2 yfir 16-24-24-24-24-28 lykkjur (= 4-6-6-6-6-7 sinnum), A.1 yfir næstu lykkju. Framstykki: Heklið A.2 yfir 28-32-32-36-36-40 lykkjur (= 7-8-8-9-9-10 sinnum). Hægri ermi: Heklið A.1, endurtakið A.2 yfir 16-24-24-24-24-28 lykkjur (= 4-6-6-6-6-7 sinnum), A.1 yfir næstu lykkju. Í síðustu umferð í A.1 og A.2 er aukið út um 8-0-20-28-10-26 fastalykkjur jafnt yfir. Þegar A.1 og A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 116-132-152-168-150-182 fastalykkjur í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 4 cm. Næsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Bakstykki: Heklið A.5a (= 8 lykkjur) yfir 32-32-40-40-40-48 lykkjur (= 4-4-5-5-5-6 sinnum). Vinstri ermi: Heklið A.3 (= 2 lykkjur), A.4 (= 1 lykkja), A.3 yfir 2 lykkjur, endurtakið A.5a yfir 16-24-16-16-16-16 lykkjur (= 2-3-2-2-2-2 sinnum), A.4 yfir 0-0-0-0-1-1 lykkju, A.3 yfir 0-0-2-2-0-0 lykkjur, A.5a yfir 0-0-8-16-8-16 lykkjur (= 0-0-1-2-1-2 sinnum), A.3 yfir 2 lykkjur, A.4 yfir 1 lykkju, A.3 yfir 2 lykkjur. Framstykki: Heklið A.5a yfir 32-32-40-40-40-48 lykkjur (= 4-4-5-5-5-6 sinnum). Hægri ermi: Heklið A.3 (= 2 lykkjur), A.4 (= 1 lykkja), A.3 yfir 2 lykkjur, endurtakið A.5a yfir 16-24-16-16-16-16 lykkjur (= 2-3-2-2-2-2 sinnum), A.4 yfir 0-0-0-0-1-1 lykkju, A.3 yfir 0-0-2-2-0-0 lykkjur, A.5a yfir 0-0-8-16-8-16 lykkjur (= 0-0-1-2-1-2 sinnum), A.3 yfir 2 lykkjur, A.4 yfir 1 lykkju og A.3 yfir 2 lykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.5a og A.3 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina er næsta umferð hekluð frá réttu þannig: Hægri ermi: Heklið A.5b (= 8 lykkjur), A.4 eins og áður, A.5b yfir 32-40-48-56-24-24 lykkjur (= 4-5-6-7-3-3 sinnum), A.4 alls 0-0-0-0-1-1 sinni eins og áður, A.5b yfir 0-0-0-0-16-24 lykkjur (= 0-0-0-0-2-3 sinnum), A.4 eins og áður, A.5b yfir 8 lykkjur. Framstykki: Heklið A.5b yfir 32-32-40-40-40-48 lykkjur (= 4-4-5-5-5-6 sinnum). Vinstri ermi: Heklið A.5b, A.4 eins og áður, A.5b yfir 32-40-48-56-24-24 lykkjur (= 4-5-6-7-3-3 sinnum), A.4 alls 0-0-0-0-1-1 sinni eins og áður, A.5b yfir 0-0-0-0-16-24 lykkjur (= 0-0-0-0-2-3 sinnum), A.4 eins og áður, A.5b yfir 8 lykkjur. Bakstykki: Heklið A.5b yfir 32-32-40-40-40-48 lykkjur (= 4-4-5-5-5-6 sinnum). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.4 og A.5b hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 244-260-292-308-318-350 fastalykkjur í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 18 cm. Heklið nú A.5c hringinn yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í 1. umferð er aukið út um 0-0-0-0-2-2 lykkjur jafnt yfir (= 61-65-73-77-80-88 sinnum á breidd) = 244-260-292-308-320-352 lykkjur. Aukið út um 2-4-2-0-0-0 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 246-264-294-308-320-352 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki við miðju að aftan (= hér byrjar umferðin síðar). STÆRÐ S – M: Þegar A.5c hefur verið heklað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 21-21 cm. Stykkið er núna heklað til loka með natur. Berustykkið hefur eiginlega verið heklað til loka, en þar sem heklfestan á hæðina passar ekki og stykkið mælist ekki 21-21 cm þá heklað A.6 (= 3 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 88 sinnum á breidd). Heklið þar til stykkið mælist 21-21 cm. Heklið nú fram- og bakstykki og ermar. STÆRÐ L: Þegar A.5c hefur verið heklað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 21 cm. Stykkið e heklað til loka með natur. Heklið A.6 (= 3 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 98 sinnum á breidd). Heklið þar til stykkið mælist 22 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Þegar A.5c hefur verið heklað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 21 cm. Síðan er heklað áfram þannig: Hægri ermi: Heklið A.2 yfir næstu 20 lykkjurnar (= 5 sinnum), A.1 yfir næstu lykkju, A.2 yfir 72-80-88 lykkjur (= 18-20-22 sinnum), A.1 yfir næstu lykkju, A.2 yfir 20 lykkjur (= 5 sinnum). Bakstykki: Heklið A.2 yfir 40-36-44 lykkjur (= 10-9-11 sinnum). Vinstri ermi: Heklið A.2 yfir næstu 20 lykkjurnar (= 5 sinnum), A.1 yfir næstu lykkju A.2 yfir 72-80-88 lykkjur (= 18-20-22 sinnum), A.1 yfir næstu lykkju, A.2 yfir 20 lykkjur (= 5 sinnum). Framstykki: Heklið A.2 yfir 40-40-48 lykkjur (= 10-10-12 sinnum). Í síðustu umferð í A.1 og A.2 er aukið út um 0-15-13 lykkjur jafnt yfir. Þegar A.1 og A.2 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 324-351-381 fastalykkjur í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 24 cm (berustykki í stærð XL er eiginlega lokið, en ef heklfestan passar ekki á hæðina og stykkið mælist ekki 24 cm er heklað áfram). Stykkið er nú heklað til loka með natur. Heklið A.6 yfir allar lykkjur (= 108-117-127 sinnum á breidd). Heklið þar til stykkið mælist 24-26-28 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. ALLAR STÆRÐIR: Stykkið er nú heklað til loka með litnum natur. = 246-264-294-324-351-381 lykkjur. Klippið frá. Heklið síðan frá miðju að aftan (þ.e.a.s. frá prjónamerki) þannig: Heklið A.6 yfir 36-39-42-45-51-57 lykkjur (= 12-13-14-15-17-19 sinnum = ca hálft bakstykki), hoppið yfir næstu 54-57-66-72-75-78 lykkjur (= ermi), heklið 6 loftlykkjur undir ermi, heklið A.6 yfir 69-75-81-90-99-111 lykkjur og aukið út um 0-0-0-0-3-3 lykkjur jafnt yfir (= 69-75-81-90-102-114 lykkjur = 23-25-27-30-34-38 sinnum = framstykki), hoppið yfir næstu 54-57-66-72-75-78 lykkjur (= ermi), heklið 6 loftlykkjur undir ermi og A.6 yfir 33-36-39-45-51-57 lykkjur (= 11-12-13-15-17-19 sinnum = ca hálft bakstykki). Ermar og fram- og bakstykki er nú heklað til loka fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 150-162-174-192-216-240 lykkjur. Heklið A.6 (= 50-54-58-64-72-80 sinnum á breidd). Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkið skiptist frá ermum, stillið af að næsta umferð sé einungis með stuðlum, aukið út jafnt yfir í 3. hverjum cm (passið uppá að öll útaukning sem eru gerðar í umferð séu einungis með stuðlum) þannig: Aukið út um 6 stuðla alls 5-5-5-5-6-6 sinnum, síðan 3 stuðla alls 1-1-1-1-0-0 sinnum = 183-195-207-225-252-276 stuðlar. Útauknar lykkjur eru heklaðar í A.6. Þegar öll útaukning hefur verið gerð er A.6 endurtakið alls 61-65-69-75-83-91 sinnum á breidd. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 28-30-31-31-31-31 cm, passið uppá að enda með umferð einungis með stuðlum. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist alls ca 53-55-57-59-61-63 cm. ERMI: Stykkið er heklað fram og til baka, en heklað er saman í hverri umferð. Stykkið er heklað til loka með natur. Byrjið á að hekla í 4. loftlykkju af 6 loftlykkjum sem heklaðar voru í handveg á fram- og bakstykki með litnum natur þannig: Heklið 1 keðjulykkju, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 2 loftlykkjum, A.6 yfir næstu 54-57-66-72-75-78 stuðla og 1 stuðull í hverja af síðustu 3 loftlykkjum undir ermi = 60-63-72-78-81-84 stuðlar. Heklið A.6 yfir allar lykkjur (= 20-21-24-26-27-28 sinnum á breidd). Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki er fækkað um 3 stuðla jafnt yfir! Fækkið stuðlum með 4-4-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 6-6-9-10-11-11 sinnum = 42-45-45-48-48-51 lykkjur. A.6 er endurtekið alls 14-15-15-16-16-17 sinnum á breidd. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 25-26-25-23-22-20 cm frá þar sem stykkið skiptist frá fram- og bakstykki. Heklið A.7 yfir allar lykkjur (= 14-15-15-16-16-17 sinnum á breidd). Klippið frá og festið enda þegar A.7 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. Ermin mælist ca 29-30-29-27-26-24 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Stykkið er heklað fram og til baka, en heklað saman í hverri umferð. Heklað er yfir loftlykkjuumferðir í hálsmáli með litnum gallabuxnablár þannig: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Heklið 1 hálfan stuðul í bilinu á milli hverra fastalykkja = 92-96-100-108-112-116 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Heklið 1 fastalykkju í hvern hálfan stuðul = 92-96-100-108-112-116 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist alls ca 54-56-58-60-62-64 cm. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Athugasemdir / Spurningar (47)
Veronika skrifaði:
Ja danke ich habe es jetzt verstanden, ich stricke ja lieber. Ich wollte aber mal etwas mit Herausforderung machen. Nochmals vielen liebendank👍🤗
07.03.2023 - 22:27Veronika skrifaði:
Hallo, ich fange die Hinreihe doch mit 40 Maschen(Größe xxl) an, da muss ich doch auch wieder mit den 40 Maschen anfangen ofer nicht😳🤔
07.03.2023 - 12:23DROPS Design svaraði:
Liebe Veronika, die 1. Hinreihe nach A.3/A.5a häkeln sie so: A.5b über die 8 Maschen von vorrigen A.3, A.4 häkeln Sie wie zuvor (= einfach nächste Reihe), dann häkeln Sie A.5b über die 8 M von vorrigen A.3 + die 2 A.5a = 24 M insgesamt, usw. Die Maschen, die früher mit A.3 gehäkelt waren, sind jetzt wie A.5b gehäkelt, A.4 häkeln Sie weiter wie zuvor. Hoffentlich kann das Ihnen helfen.
07.03.2023 - 14:44Veronika skrifaði:
Hallo\r\nIch habe eine Frage, wenn ich 5A zuende gehäkelt habe fange ich 5B an mit der Hinreihe, wieso dann bei 5B mit dem rechten Ärmel 🤔 habe ich jetzt ein Denkfehler?!
07.03.2023 - 08:39DROPS Design svaraði:
Liebe Veronika, die 1. Reihe A.5B ist eine Hinreihe und beginnt dann mit dem rechten Ärmel - oder misverstehe ich Ihre Frage?
07.03.2023 - 10:34Veronika skrifaði:
Hallo\r\nIch habe eine Frage, wenn ich 5A zuende gehäkelt habe fange ich 5B an mit der Hinreihe, wieso dann bei 5B mit dem rechten Ärmel 🤔 habe ich jetzt ein Denkfehler?!
07.03.2023 - 08:38Karuna Lulla skrifaði:
Where can I find the size chart for the pattern jn terms of the dimensions?
25.02.2022 - 06:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Lulla, you will find the measurement chart at the very bottom of the written pattern, below the diagrams. Read more about charts here. Happy crocheting!
25.02.2022 - 09:32Lauranne Crickx skrifaði:
Bonjour, Vous pouvez me dire comment on passe de 92mailles au début à 116mailles à la fin de A1/2 ? je fais la taille S, il n'y a donc pas d'augmentation au 2ème rang, mais seulement à la fin de A1/2 de 8 mailles 92+8 = 100 , ils sont où les 16 mailles manquantes?
14.10.2021 - 15:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Crickx , avez-vous vu bien fait les augmentations de A.1? vous devez avoir 5 mailles au dernier rang, autrement dit: dos: 28 m, manche (5+16+5), devant: 28 m, manche (5+16+5) = 108 m + 8 m à augmenter à intervalles réguliers au dernier rang de A.1/A.2 = 116 m. Bon crochet!
14.10.2021 - 16:50Pat Floyd skrifaði:
This is the first time I have crocheted from a diagram. Pattern: DROPS / 186 / 34 After completing the yoke section for a large (ch 117) you have 116 stitches. Starting on the wrong side with A 2 and increasing 20 on the last row would be136 stitches (116 +20 ). The pattern instructions indicate you should have 152 stitches. ?? The total stitches after completing A 1 and A 2 are 116-132-152-168-150-182. How Can a larger size (2X ) have fewer stitches than a small.
07.02.2021 - 04:13DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Floyd, you will increase a total of 4 stitches in each A.1 = 116 sts + (4 sts inc x 4 repeats of A.1) = 132 sts + 20 sts evenly increased = 152 sts. In size XXL you will then have only 150 sts but you will increase later more stitches to get 351 sts at the end of yoke while you will have only 294 sts in L. Happy crocheting!
08.02.2021 - 09:20Tatiana skrifaði:
My mom is an avid crochet knitter and she is having issues understanding this pattern. She doesn’t understand the instructions to follow after the first circle. It’s very strange. Could you help? The patter is not explicit. Normally she finds instructions per row. Thank you
21.01.2021 - 21:33DROPS Design svaraði:
Dear Tatiana, she should here follow the written explainations and work the diagrams as explained for the size at the same time. She will find how to read crochet diagrams here. Happy crocheting!
22.01.2021 - 08:22Holly Gardner skrifaði:
Thank you for your response. I found this lovely sweater as a free pattern . I already had yarn in my stash and so did not need to buy the yarn from a store. I have viewed tutorials on how to read graph patterns but even tho I have been crocheting for 50 years i am not finding this pattern clear. i have joined the facebook group in hopes that i may find some answers.
18.12.2020 - 01:37Holly Gardner skrifaði:
I am having great difficulty following the pattern diagram as broken into segments. i am not seeing row numbers and some stitches appear to be missing? Sadly, i am defeated before i have begun. I would like to know if there is an accompanying WRITTEN pattern available? This would allow cross references that may help me get thru this beautiful pattern successfully. Thank you for your assistance.
14.12.2020 - 20:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gardner, we only have diagrams to this pattern - but you will find how to read crochet diagrams here - that might help you. Should you need any further individual assistance you are welcome to contact the store where you bought the yarn - even per mail or telephone. Happy crocheting!
15.12.2020 - 08:32