Making Wishes |
||||||||||
|
|
|||||||||
Prjónuð oversize / stór peysa úr 1 þræði DROPS Air og 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í perluprjóni með kraga og ísettum ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 248-33 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um kant að framan): Aukið út um 1 lykkju við miðju að framan með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við kant að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur jafn óðum inn í A.1. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: XS: 15, 23, 31 cm S: 15, 24, 33 cm M: 15, 23, 31 cm L: 15, 24, 33 cm XL: 16, 26, 36 cm XXL: 18, 28, 38 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Framstykkin, bakstykki og ermar er prjónað hvert fyrir sig. Prjónað er neðan frá og upp og stykkin saumuð saman. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kragi fram og til baka. Í lokin er kraginn saumaður niður við kant að framan í hvorri hlið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 71-75-83-89-97-101 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 4-4-4-4-5-5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni = 61-65-71-77-83-87 lykkjur. Haldið áfram með mynstur með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm, fellið af 2-2-4-4-6-6 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 57-61-63-69-71-75 lykkjur. Haldið áfram með A.1 eins og áður með 1 lykkju í hvorri hlið, þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Setjið 1 merki í miðju lykkju í umferð (= mitt að aftan). Merkið er notað þegar fella á af fyrir hálsmáli. Síðan eru lykkjur settar á þráð fyrir skáhallandi öxl í hvorri hlið, jafnframt er fellt af fyrir hálsmáli. Lestu því kaflana SKÁHALLANDI ÖXL og HÁLSMÁL áður en prjónað er áfram. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl í byrjun hverrar umferðar frá hlið þannig: Setjið 5-5-5-6-6-7 lykkjur á þráð 3 sinnum í hvorri hlið og síðan næstu 8-9-10-10-10-9 lykkjur inn við hálsmál á þráð (= alls 23-24-25-28-28-30 lykkjur á þráð í hvorri hlið). HÁLSMÁL: Jafnframt þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm, fellið af miðju 9-11-11-11-13-13 lykkjur fyrir hálsmáli (= lykkja með merki í + 4-5-5-5-6-6 lykkjur hvoru megin við hana). Prjónið eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli. Þegar allar lykkjur hafa verið settar á þráð fyrir skáhallandi öxl eða felldar af fyrir hálsmáli, mælist stykkið 64-66-68-70-72-74 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl. Setjið 23-24-25-28-28-30 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki til baka á hringprjón 8, prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt í skiptingunni þegar lykkjur eru settar á þráð, takið þráðinn á milli lykkja á undan næstu lykkju á vinstri prjón upp og setjið snúið á vinstri prjón. Síðan er þráðurinn prjónaður saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 42-44-48-50-54-56 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni (= kantur að framan), prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 4-4-4-4-5-5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið mynstur, fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt 6-6-6-6-6-6 lykkjur jafnt yfir, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni = 36-38-42-44-48-50 lykkjur. Haldið áfram með mynstur með 7 lykkjur í garðaprjóni við miðju að framan og 1 lykkju í garðaprjóni að hlið. Þegar stykkið mælist 15-15-15-15-16-18 cm, byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. Þegar prjónaður hefur verið 1 cm á eftir síðasta hnappagati (stykkið mælist ca 32-34-32-34-37-39 cm), á að auka út við miðju að framan þannig að það verða fleiri sléttar lykkjur í kanti að framan (kantur að framan verður breiðari), þetta er gert þannig: Aukið út um 1 lykkju innan við kant að framan – lesið ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 8-8-8-8-6-6 hverri umferð alls 6-6-7-7-8-8 sinnum, en í hvert skipti sem aukið er út, á að auka út innan við 7 kantlykkjur að framan + útauknar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm, fellið af 2-2-4-4-6-6 lykkjur fyrir handveg í byrjun á fyrstu umferð frá hlið. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-61-62 cm frá uppfitjunarkanti og útaukning í kanti að framan er lokið, setjið ystu 13-13-14-14-15-15 lykkjur við miðju að framan á þráð (þessar lykkjur eru síðar saumaðar við kraga sem í lokin eru prjónaðar upp) = 27-29-31-33-35-37 lykkjur á framstykki. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð inn við hálsmál, merkið er notað þegar lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kraga. Prjónið síðan eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1-1-1-1-2-2 sinnum og 1 lykkju 2-3-4-3-3-3 sinnum = 23-24-25-28-28-30 lykkjur. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl í byrjun hverrar umferðar frá hlið þannig: Setjið 5-5-5-6-6-7 lykkjur á þráð 3 sinnum í hvorri hlið = 8-9-10-10-10-9 lykkjur í umferð við hálsmál. Setjið til baka 15-15-15-18-18-21 lykkjur af þræði á hringprjón 8 (= 23-24-25-28-28-30 lykkjur í umferð), prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar lykkjur eru settar á þráðinn, takið þráðinn upp á undan næstu lykkju á vinstri prjón og setjið snúið á vinstri prjón. Síðan er þráðurinn prjónaður saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 42-44-48-50-54-56 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 lykkjur í garðaprjóni (= kantur að framan). Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 4-4-4-4-5-5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið mynstur, fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt 6-6-6-6-6-6 lykkjur jafnt yfir, prjónið 7 lykkjur í garðaprjóni = 36-38-42-44-48-50 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur með 1 lykkju í garðaprjóni að hlið og 7 lykkjur í garðaprjóni við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 32-34-32-34-37-39 cm (stillið málin af eftir hægra framstykki), á að auka út við miðju að framan þannig að það verða fleiri lykkjur í kanti að framan (kantur að framan verður breiðari), þetta er gert þannig: Aukið út 1 lykkju innan við kant að framan – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 8-8-8-8-6-6 hverri umferð alls 6-6-7-7-8-8 sinnum, en í hvert skipti sem aukið er út er aukið út innan við 7 kantlykkjur að framan + útauknar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm, fellið af 2-2-4-4-6-6 lykkjur fyrir handveg í byrjun fyrstu umferðar frá hlið. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-61-62 cm frá uppfitjunarkanti og útaukning í kanti að framan er lokið, setjið ystu 13-13-14-14-15-15 lykkjur við miðju að framan á þráð (þessar lykkjur eru síðar saumaðar við kraga sem í lokin eru prjónaðar upp) = 27-29-31-33-35-37 lykkjur á framstykki. Setjið 1 merki í síðustu lykkju í umferð við hálsmál, merkið er notað þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir kragann. Prjónið síðan eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1-1-1-1-2-2 sinnum og 1 lykkju 2-3-4-3-3-3 sinnum = 23-24-25-28-28-30 lykkjur. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl í byrjun hverrar umferðar frá hlið þannig: Setjið 5-5-5-6-6-7 lykkjur á þráð 3 sinnum í hvorri hlið = 8-9-10-10-10-9 lykkjur í umferð við hálsmál. Setjið til baka 15-15-15-18-18-21 lykkjur af þræði á hringprjón 8 (= 23-24-25-28-28-30 lykkjur í umferð), prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar lykkjur eru settar á þráðinn, takið þráðinn upp á undan næstu lykkju á vinstri prjón og setjið snúið á vinstri prjón. Síðan er þráðurinn prjónaður saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið af. ERMAR: Fitjið upp 38-40-42-42-44-44 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 6-6-6-6-8-8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið mynstur, fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt 6-6-6-6-6-6 lykkjur jafnt yfir, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni = 32-34-36-36-38-38 lykkjur. Haldið áfram með mynstur með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8-8-8-8-10-10 cm, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í hverri 7-7-6½-5-4½-4 cm alls 6-6-6-7-7-8 sinnum = 44-46-48-50-52-54 cm. Prjónið þar til ermin mælist 47-46-44-42-41-40 cm, eða að óskaðri lengd fyrir ermakúpu (ermakúpan mælist 2-2-4-4-5-5 cm). Setjið 1 merki í hvora hlið á ermi – þessi merki merkja hvar botninn á handvegi byrjar og merkin eru notuð þegar ermin er saumuð við handveginn. Prjónið þar til ermin mælist 2-2-4-4-5-5 cm frá merki, ermin mælist ca 49-48-48-46-46-45 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana. Saumið hliðarsaumana innan við 1 lykkju í garðaprjóni. Saumið ermasauma – byrjið neðst og saumið upp að merkjum (= klauf 2-2-4-4-5-5 cm efst á ermi). Saumið ermakúpuna í við handveg innan við 1 lykkju í garðaprjóni. Saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. KRAGI: Notið hringprjón 8, 1 þráð DROPS Air og 2 þræði DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Byrjið frá röngu við merki á vinstra framstykki og prjónið upp ca 35-37-37-37-43-43 lykkjur meðfram hálsmáli fram að merki á hægra framstykki. Síðan er prjónað A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur þar til kraginn mælist ca 14-14-15-15-16-16 cm. Fellið af aðeins laust með brugðnum lykkjum yfir sléttar lykkjur og sléttum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Notið lykkjuspor og saumið lykkjur af þræði í hægri kanti að framan við kragann – saumið 1 lykkju frá kanti að framan að 1 umferð í hæð frá kraga. Saumið á sama hátt í hinni hliðinni á stykkinu. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Athugasemdir / Spurningar (13)
Alicia Danowski skrifaði:
I think this sweater is very pretty and ladylike. I can't wait to knit.
15.06.2024 - 21:41Ximena skrifaði:
Is it possible to know the height and chest measurement of the model? It would help with choosing the right size since I’d like it to fit just like hers! :) And I don’t have any oversized jacket to compare it with…
13.06.2024 - 18:03DROPS Design svaraði:
Dear Ximena, you will have to see the schematic drawing at the bottom of the pattern to see the measurements of the finished piece. Happy Knitting!
13.06.2024 - 22:46Ximena skrifaði:
I’m in love with this pattern, however I find the instructions very confusing and I’m not sure what they exactly mean at many points… I’m an intermediate knitter but I’m more used to clearer instructions (usually by indi creators). I feel having the actual diagram of stitches would solve the confusion… is there anywhere we could get those? Or should I ask all the questions that arise when reading the instructions? 😅 Thank u so much!
13.06.2024 - 17:18DROPS Design svaraði:
Dear Ximena, the piece is knitted with seed stitch and there is a diagram, and also there are a number of vdeos that can help you. Just click on the "Videos" sign, at the top of the pattern, just below the title. Also, you can always ask for help (either in person, or over the phone) in the store, where you bought your DROPS yarn from. Happy Knitting!
13.06.2024 - 22:51Wil Kerkmeer skrifaði:
Gisteravond het vest afgemaakt, prachtig! Ik brei helemaal “op maat” in dit geval mt L en ik heb 7 bollen Air gebruikt en 10 bolletjes Kid Silk en hield nog ruim 25 gr over van de laatste gebruikte bollen! Heerlijke wol, mooie combi😉👍
03.04.2024 - 08:52Cindy Hijts skrifaði:
Ik zou graag deze vest willen breien in maat xxl Hoeveel bolletjes garen heb ik dan nodig Dank u
08.03.2024 - 20:20DROPS Design svaraði:
Dag Cindy,
De hoeveelheid benodigde garens staat aangegeven bovenaan bij de materialen. De reeks getallen slaat op de maten, dus voor xxl neem je het laatste getal. Een bol Air weegt 50 gram en een bol Kid-Silk weegt 25 gram.
10.03.2024 - 10:20Bettina skrifaði:
Superbe veste pour l'automne. J'adore.
22.01.2024 - 10:15Nonne skrifaði:
Chic
21.01.2024 - 13:22Lynda Kuit skrifaði:
Spring bubbles
19.01.2024 - 09:58Karin skrifaði:
Hygge on a fall day
19.01.2024 - 05:51Kelly skrifaði:
Friend
18.01.2024 - 21:55