Nú saumum við saman!
Nú höfum við bakstykkið, framstykkið og ermarnar og kominn tími til að sauma peysuna saman – og það gerum við frá réttunni.
Finndu mynstrið fyrir þá stærð sem þú prjónar að neðan, fylgdu leiðbeiningunum – þetta er ofur einfalt! Vantar þig samt aðstoð? Kíktu á listann að neðan og skoðaðu kennsluleiðbeiningar eða kennslumyndböndin eða skrifaðu okkur línu neðst á síðunni!
Barnapeysa
FRÁGANGUR:
Saumaðu axlirnar saman innan við affellingarkantinn. Saumaðu hliðarnar saman innan við 1 kantlykkju í hliðum á hvorri hlið. Saumaðu ermarnar í og festu enda.
Eftir að hafa saumað saman öll stykkin þá prjónum við hálsmál.
HÁLSMÁL:
Prjónið upp frá réttu ca 46 til 66 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur á bandi að framan) á stuttan hringprjón 4 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út jafnt yfir til 56-60-64-72-72-76 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í ca 3-3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Fullorðinspeysa
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
FRÁGANGUR:
Saumið ermar í við fram- og bakstykki – saumið innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. ATH! Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur! Saumið sauminn undir ermum og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op undir ermi og festið enda.
Eftir að hafa saumað saman öll stykkin þá prjónum við hálsmál.
HÁLSMÁL:
Prjónið upp frá réttu 1 lykkju í hverja lykkju (en ekki í kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið á stykkjum) á stuttan hringprjón 4,5 með rauður (litur a) = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4 lykkjur jafnt yfir = 80-84-88-92-96-100 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.
Tilbúið
Nú höfum við klárað peysuna, þá förum við í næstu vísbendingu og klárum andlitið á hreindýrinu!
Vantar þig aðstoð?
Hér er listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd sem geta aðstoðað þig við fráganginn á peysunni!
|