DROPS / 162 / 40

Amanecer by DROPS Design

Heklað DROPS teppi úr Cotton Merino með blómaferningum.

Leitarorð: blóm, ferningur, teppi,

DROPS Design: Mynstur nr cm-018
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Mál: Ferningur mælist ca 17 x 17 cm
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio
550 gr litur nr 01, natur
200 gr litur nr 16, gallabuxnablár
150 gr litur nr 09, ísblár

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 22 st og 11 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (6)

50% Ull, 50% Bómull
frá 814.00 kr /50g
DROPS Cotton Merino uni colour DROPS Cotton Merino uni colour 814.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 8954kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

PICOT:
Heklið 2 ll, 1 fl í 2. ll frá heklunálinni.

LITASKIPTI:
Til þess að fá fallega skiptingu við litaskipti er síðasta kl í umf hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í síðustu ll frá byrjun umf, sækið nýja bandið, bregðið bandinu um heklunálina með nýja litnum og dragið í gegnum l á heklunálinni.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Eftir 1. umf, er A.1 endurtekið alls 4 sinnum á breiddina.
----------------------------------------------------------

TEPPI:
Teppið er heklað í ferningum sem eru settir saman í lokin.

BLÓMAFERNINGUR:
Heklið 7 ll með heklunál nr 3 með ísbláum og tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll – sjá teikningu A.1
UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, * 1 fl um hringinn, 13 ll * , endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í fyrstu ll = 8 ll-bogar. Klippið frá og festið enda. Skiptið um lit yfir í blátt.
UMFERÐ 2: Heklið 1 kl um fyrsta ll-bogann,6 ll, * 1 kl um næsta ll-boga, 6 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið á 1 kl í fyrsta kl = 8 ll-bogar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 3: Heklið 3 ll, * heklið 2 st um næsta ll-boga, 3 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 ll *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 32 st.
UMFERÐ 4: Heklið 1 ll, * 1 fl í fyrsta/næsta st, hoppið yfir 1 st, um næsta ll-boga er heklað þannig: 2 st, 2 tbst, 1 PICOT – sjá skýringu að ofan, 2 tbst, 2 st, hoppið yfir 1 st,1 fl í næsta st, 1 kl um næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í fyrstu ll = 8 blöð.
Skiptið yfir í natur – LESIÐ LITASKIPTI.
UMFERÐ 5: Heklið 2 ll, * 8 ll, 1 hst um ll í umf 3 *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið með 1 kl í 2. ll = 8 ll-bogar. Bogarnir liggja aftan við blöðin í umf 4.
UMFERÐ 6: Heklið 2 ll, * 4 ll, 1 hst um ll-bogann, 4 ll, 1 tbst í næsta hst, 4 ll, 1 tbst í sama hst, 4 ll, 1 hst um næsta ll-boga, 4 ll, 2 hst í næsta hst *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 2. ll.
UMFERÐ 7: Heklið 3 ll, * 4 st um ll-bogann, hoppið yfir 1 hst, heklið 4 st um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 tbst, 2 st um næsta ll-boga, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, hoppið yfir 1 tbst, 4 st um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 hst, 4 st um næsta ll-boga, hoppið yfir 2 hst *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 80 st.
UMFERÐ 8: Heklið 3 ll, * 1 st í hvern og einn af næstu 10 st, 2 st um ll-bogann, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 st í hvern og einn af næstu 10 st *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 96 st.
UMFERÐ 9: Skiptið yfir í ísblátt. Heklið 3 ll, ** 1 st í fyrsta/næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum, 1 st um ll-bogann, 6 ll, 1 st um sama ll-boga, 1 ll, * 1 st í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum, **, endurtakið frá **-** alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 56 st.
UMFERÐ 10: Skiptið yfir í natur. Heklið 3 ll, ** 1 st í fyrsta/næsta st, 1 st um næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum, 1 st í næsta st, 2 st um næsta ll-boga (= horn), 4 ll, 2 st um sama ll-boga, * 1 st í næsta st, 1 st um næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum **, endurtakið frá **-** alls 4 sinnum = 124 st og 4 ll-bogar (= horn).

Heklið alls 40 ferninga. Festið alla enda.

FRÁGANGUR:
Saumið saman í lengjur eina og eina með natur, yst í lykkjubogana á lengdina með 8 ferninga alls á lengdina (= alls 5 rendur með ferningum), saumið nú lengjurnar saman á breiddina.

HEKLIÐ KANT:
Heklið kant í kringum teppið með heklunál nr 3 með natur þannig: 3 ll (koma í stað fyrsta st), 1 st í hvern st, 3 st um hvern ll-boga, í hvert og eitt horn eru heklaðir 2 st um ll-bogann, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, endið á 1 kl í 3. ll. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= fl um ll
= ll
= kl
= st í l
= st um ll
= tbst um ll boga
= tbst í l
= hst um ll og kl
= hst um ll-boga
= hst í l
= picot: 2 ll, 1 fl í 2. ll frá heklunálinni
= 6 ll
= fl í l

Athugasemdir (6)

Skrifa athugasemd!

Susanne 27.05.2016 - 21:45:

Hallo, Ich habe auch noch eine kleine Frage zur 9. Runde: wie oft arbeite ich die 6 Lm? Nur an den Ecken und ansonsten die Stäbchen oder auch in der Mitte nach den 6 Stäbchen?

DROPS Design 30.05.2016 kl. 09:25:

Liebe Susanne, Antwort siehe unten.

Susanne 25.05.2016 - 17:51:

Hallo, Ich habe auch noch eine kleine Frage zur 9. Runde: wie oft arbeite ich die 6 Lm? Nur an den Ecken und ansonsten die Stäbchen oder auch in der Mitte nach den 6 Stäbchen?

DROPS Design 30.05.2016 kl. 09:20:

Liebe Susanne, die 6 Stb sind nur an den Ecken.

Susanne 25.05.2016 - 17:20:

Hallo, Ich habe mal eine Frage zum Zusammennähen zum Schluss. Das leuchtet irgendwie nicht richtig ein. 8 Quadrate zusammennähen, aber dazwischen ist doch ein zwischenraum oder werden die Quadrate tatsächlich direkt zusammengenäht?

DROPS Design 30.05.2016 kl. 09:18:

Liebe Susanne, die Quadrate werden ohne Zwischenraum direkt zusammengenäht.

Monique 07.04.2015 - 12:53:

Ik vind het mooier om in de lichtblauwe rand 4 lossen te haken op de hoeken. De lossen die je haakt aan het begin van elke toer moeten meestal worden gezien als het 1e stokje. Anders kom je niet uit c.q. je meerdert in elke ronde 1 steek. Verder vind ik dat de hoeveelheid garen erg krap is aangegeven. Ecru en donkerblauw heb ik moeten bijbestellen, terwijl ik al meer had gekocht dan volgens de beschrijving nodig was... Maar het wordt een schitterende deken!

Monique 24.02.2015 - 16:10:

Klopt het dat er in toer 9 op de hoeken 6 lossen worden gehaakt? Het lijkt mij dat het 4 lossen moeten zijn, net als in de andere toeren zijn. Met 6 lossen wordt het gaatje op de hoeken van toer 9 ineens groter...

DROPS Design 09.03.2015 kl. 14:42:

Hoi Monique. Ja, het moet 6 l zijn. Je mag het natuurlijk altijd aanpassen als je dat zelf mooier vindt.

Lurdes 28.01.2015 - 15:59:

é lindo e quero fazer!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 162-40

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.