May Flowers Vest |
||||||||||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||||||||
Prjónað vesti / slipover úr DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað með V-hálsmáli, köntum í stroffprjóni og með útsaumuðum blómum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-42 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 111 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjufjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 14) = 7,7. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku við handveg og V-hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 2 lykkjur í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 yfir næstu 3 lykkjur (= 2 lykkjur færri). Fækkið um 2 lykkjur í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.2 yfir næstu 3 lykkjur (= 2 lykkjur færri), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja garðaprjón. Fækkið um 1 lykkju í byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.3 yfir næstu 3 lykkjur (fækkað er um 2 lykkjur í fyrstu umferð og aukið er út um 1 lykkju í annarri umferð í A.3 = 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.4 yfir næstu 3 lykkjur (fækkað er um 2 lykkjur í fyrstu umferð og aukið er út um 1 lykkju í annarri umferð í A.4 = 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja garðaprjón. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Síðan er stykkið sett saman. Að lokum er kantur í handvegi prjónað í hring á hringprjóna og kantur í hálsmáli prjónað fram og til baka á hringprjóna. Þegar allt stykkið hefur verið prjónað til loka eru saumuð út blóm á framstykkið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 111-120-129-141-153-168 lykkjur á hringprjóna 3,5 með DROPS Soft Tweed. Prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 14-15-16-18-18-21 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 97-105-113-123-135-147 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar slétt). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum eru felldar af 5-5-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg. Fækkið síðan lykkjum í hvorri hlið þannig – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 0-0-0-2-4-7 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.3/A.4 í 4. hverri umferð 8-10-10-9-8-6 sinnum (= 8-10-10-13-16-20 lykkjur færri fyrir handveg í hvorri hlið) = 71-75-79-83-87-91 lykkjur. Prjónið sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af miðju 31-31-33-33-35-35 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 19-21-22-24-25-27 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 111-120-129-141-153-168 lykkjur á hringprjóna 3,5 með DROPS Soft Tweed. Prjónið stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 14-15-16-18-18-21 lykkjur jafnt yfir = 97-105-113-123-135-147 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar slétt). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Fækkið nú lykkjum fyrir handveg jafnframt því sem lykkjum er fækkað fyrir V-hálsmáli – lestu þess vegna allan kaflann áður en þú prjónar. HANDVEGUR: Í byrjun á næstu 2 umferðum er fækkað um 5-5-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg. Síðan er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 0-0-0-2-4-7 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.3/A.4 í 4. hverri umferð 8-10-10-9-8-6 sinnum = 8-10-10-13-16-20 lykkjur færri fyrir handveg í hvorri hlið. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm, fellið af miðjulykkju í umferð og hægri og vinstri öxl eru prjónaðar hvor fyrir sig til loka. Hægri öxl: Haldið áfram fram og til baka og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu (þ.e.a.s. frá hálsi) – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 4-4-4-4-4-4 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.3 í 4. hverri umferð 8-8-9-9-10-10 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir V-hálsmáli. Þegar allar úrtökur fyrir V-hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka, eru 19-21-22-24-25-27 lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn dragi ekki stykkið saman). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Vinstri öxl: Haldið áfram fram og til baka og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu (þ.e.a.s. frá hálsi) – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið um 2 lykkjur eins og útskýrt er í A.2 í 4. hverri umferð 4-4-4-4-4-4 sinnum, fækkið síðan um 1 lykkju eins og útskýrt er í A.4 í 4. hverri umferð 8-8-9-9-10-10 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir V-hálsmáli. Þegar allar úrtökur fyrir hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka, eru 19-21-22-24-25-27 lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn dragi ekki stykkið saman). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana með lykkjuspori. Saumið hliðarsaum frá handveg og niður innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið neðst í V-hálsmáli á framstykki og prjónið upp lykkjur frá réttu með hringprjón 3 og DROPS Soft Tweed þannig: Prjónið upp 159 til 192 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón í kringum allan kantinn í hálsi. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 3. Prjónið síðan mynstur A.1 fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið – stillið mynstrið þannig að það byrjar og endar með fyrstu lykkju í A.1 innan við 1 kantlykkju garðaprjón, þannig að mynstrið byrji alveg eins í hvorri hlið. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Leggið hægri hluta af kanti í hálsmáli mitt að framan yfir vinstri hlutann, þannig að þeir skarist. Saumið fallega niður í ystu kantlykkju við hálsmál. Endurtakið alveg eins að innanverðu, þannig að vinstri hlutinn sé saumaður niður við hægri hlutann innan á stykkinu. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið við hliðarsaum undir ermi með hringprjón 3,5 og DROPS Soft Tweed og prjónið upp frá réttu ca 144 til 168 lykkjur innan við 1 kantlykkju garðaprjón í kringum handveg. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 3. Prjónið A.1 hringinn í 3½ til 4 cm. Prjónið 1 umferð í mynstri eins og áður, en í hverja af neðstu 11-11-13-13-15-15 endurtekningum með A.1 á handveg (þ.e.a.s. fyrstu 5-5-6-6-7-7 endurtekningar í byrjun á umferð og síðustu 6-6-7-7-8-8 endurtekningar í lok umferðar), fækkið allar 2 lykkjur brugðið til 1 lykkja brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. Þetta er gert til að kantur í handvegi leggist fallega undir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. ÚTSAUMUR: Nú eru saumuð út blóm neðst á framstykki. Staðsetjið blómin í línu þannig að neðri kantur á krónblöðum séu ca 2 cm yfir stroffkanti og það eru ca 8,5 – 9 cm á milli blóma. BLÓM - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Blómið mælist ca 4,5 til 5 cm á hæð og ca 2,5 cm á breidd. Blómið samanstendur af 2 blöðum neðst, 1 stilk og sjálfu blóminu. Fyrst er blaðið saumað út, síðan stilkurinn og sjálft blómið. Allt blómið er saumað út með keðjusaumi. BLÖÐ: Blöðin eru saumuð út með 1 þræði með litnum skógargræn og samanstendur af 2 keðjusaumum sem báðir byrja frá sama gati á neðsta punkti á blóminu. Byrjaðu á að sauma út þannig: SPOR 1: Saumaðu keðjusaum ca 2 cm og láttu sauminn snúa á ská upp og aðeins til hægri – sjá mynsturteikningu B og útskýringu á mynsturteikningu. SPOR 2: Saumaðu út seinni keðjusauminn út frá sama byrjunargati og fyrri saumur, þessi saumur á að snúa á ská upp og aðeins til vinstri. Blöðin eru tilbúin. STILKUR: Stilkurinn er saumaður út með 1 þræði með litnum skógargrænn og samanstendur af 2 snúnum keðjusaumum á hæðina, þar sem sá fyrri byrjar frá sama gati og byrjun á báðum blöðunum á blóminu. Byrjaðu á að sauma út þannig: Saumaðu einn snúinn keðjusaum ca 1,5 cm og láttu sauminn snúa beint upp á milli blaðanna tveggja – sjá mynsturteikningu A og útskýringu á mynsturteikningu. Saumaðu eitt spor til viðbótar á hæðina. Stilkurinn er tilbúinn. Klippið þráðinn frá og festið. BLÓM: Hvert blóm er saumað út með 2 þráðum og keðjusaumi í mismunandi litum. Dauf bleikur, dökk bleikur, bleikur, natur og ljós bleikur og samanstendur af 3 keðjusaumum sem allir byrja í sama gati og þar sem stilkurinn endaði. Byrjaðu á að sauma út þannig: SPOR 1: Saumaðu keðjusaum ca 1,5 cm og láttu sauminn snúa á ská upp og aðeins til hægri – sjá mynsturteikningu B og útskýringu á mynsturteikningu. SPOR 2: Saumaðu annan keðjusaum út frá sama byrjunargati og sá fyrri, þessi saumur á að snúa á ská upp og aðeins til vinstri. SPOR 3: Saumaðu þriðja keðjusauminn út frá sama byrjunargati og fyrsti saumur, þessi saumur á að fara beint upp á milli hinna tveggja saumana. Blómið er tilbúið. Klippið þráðinn frá og festið. Saumaðu eins mörg blóm og þig langar til og skiptu litunum að eigin ósk. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Athugasemdir / Spurningar (31)
Lynley skrifaði:
Hi Can you tell me how many balls of the recommended yarn for size M will I need? Thanks Lynley
29.07.2024 - 12:32DROPS Design svaraði:
Hi Lynley, you will need 6 balls of DROPS Soft Tweed. Happy knitting!
29.07.2024 - 13:44Eyssartier Marie-noelle skrifaði:
Bonjour A quel moment du tricot se font les diagrammes A1 A2 A3 A4 et dans quel ordre pour la taille L S'il vous plaît merci
14.05.2024 - 16:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Eyssartier, les diagrammes A.1 à A.4 s'appliquent lors des diminutions des emmanchures et de l'encolure mais ils ne sont pas tous tricotés dans toutes les tailles; pour le dos et et les 2 devants, vous diminuez pour les emmanchures 10 fois de chaque côté comme dans A.3/A.4 en taille L, pour le devant droit, vous diminuez pour l'encolure en suivant 4 x A.2 puis 9 x A.3, et pour l'encolure du devant gauche, 4 x A.2 et 9 x A.4. Bon tricot!
15.05.2024 - 07:26Eyssartier Marie-noelle skrifaði:
Bonjour Que veut dire ce qui suit Pour les diminutions-2 diminuer 0-0-0-2-4-7 fois au total 2 comme indiqué dans A.3/A.4 tous les 4 rangs 8-10-10.-9-8-6 fois (on diminue 8-10-10-13-16-20 mailles de chaque côté) sachant que je fais une taille L S'il vous plaît merci
17.04.2024 - 16:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Eyssartier, les indications sont données dans l'ordre des tailles, autrement dit la taille L est la 3ème taille et vous allez donc diminuer 10 fois tous les 4 rangs comme indiqué dans A.3 / A.4 (lorsqu'il y a un 0, la taille n'est pas concernée, donc on ne diminue ici pas tous les 2 rangs mais directement tous les 4 rangs). Vous diminuez donc 10 fois de chaque côté = vous diminuez 20 mailles, il y a avait 113 mailles - 7 mailles rabattues de chaque côté - 10 mailles diminuées = 113-14-20= il reste 79 mailles. Bon tricot!
18.04.2024 - 07:57Eyssartier Marie-noelle skrifaði:
Bonjour Je fait se pull en taille L J'ai un problème pour les diminutions emmanchures et encolure Je ne comprends pas par rapport au diagramme Pourriez-vous m'expliquer s'il vous plaît merci
15.04.2024 - 16:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Eyssartier, les diminutions se font comme indiqué sous DIMINUTIONS-2, autrement dit, comme dans les diagrammes A.2 (on diminue 2 mailles) ou A.3/A.4 (on diminue 2 mailles sur l'endroit et on fait 1 jeté au rang suivant sur l'envers, ainsi on ne diminue qu'une seule maille). Bon tricot!
16.04.2024 - 07:54CR skrifaði:
Hi I'm working the back panel for a Large and I have a question about Decrease tip 2- Is my understanding correct that I should only be working the decrease 1 stitch according to A.3/A.4 and not the decrease 2 stitches, because my size isn't included in the instructions for that decrease
04.04.2024 - 23:28DROPS Design svaraði:
Dear CR, yes, when the pattern says "so something 0 times", you should go directly to the next instruction (so no decrease as in A.2, just the other patterns in this case). Happy Knitting!
05.04.2024 - 02:00Ghita Gustafsson skrifaði:
Jag stickar med angivna stickor och har 20 m/10 cm och mitt arbete mäter totalt 52 cm inte 48 som det står. Vad gör jag?
22.03.2024 - 18:03DROPS Design svaraði:
Hej igen, har du taget ind til 97 masker. Hvis du har 20 masker på 10 cm så får du 97m/20m=48 cm - prøv med ½ nummer mindre :)
03.04.2024 - 14:08Ghita Gustafsson skrifaði:
Hej undrar på diagram a3 och a4 ska de användas på vä resp hö sida? Och börjar diagrammen ner till höger . Är det bara räta varv angivna i mönstret.
22.03.2024 - 15:21DROPS Design svaraði:
Hej Ghita, ja når du strikker fra retsiden, starter diagrammet i nederste højre hjørne. Næste pind strikkes fra vrangen også ifølge diagrammet og starter i venstre side af diagrammet :)
03.04.2024 - 14:04Marie-noelle Eyssartier skrifaði:
Bonjour le modèle me plait beaucoup quel est le fil alternatif qui passe dans la machine à laver s'il vous plait merci dans l'attente je vous remercie de votre compréhension Mme EYSSARTIER
12.03.2024 - 07:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Eyssartier, vous pouvez utiliser n'importe quelle autre laine du groupe de fils B, traitée "Superwash" ou bien un coton, découvrez-les ici . Bon tricot!
12.03.2024 - 08:08Christine Delany skrifaði:
When stitching the neck edge , the pattern refers to picking up a number of stitches that can be divisible by 3 . However the pattern also refers to including an edge stitch on both sides . This would suggest a need for an extra two stitches ie 161 instead of a 159 ? Could you please confirm . Thank you
04.03.2024 - 08:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Delany, you need a number of sts divisible by 3 to get: 1 edge stitch, repeat the 3 sts in A.1 until 2 sts remain, work the first stitch in A.1 (so that pattern is symmetrical on both sides) and finish with 1 edge stitch. Happy knitting!
04.03.2024 - 10:04Inger Härmark skrifaði:
Jag har börjat sticka denna väst i storlek L. När jag stickar resåren som jag tolkar mönstret och diagrammet blir det en rät (vriden) maska både i början och i slutet av varvet vilket gör att det blir två sådana maskor intill varandra i sidsömmen. Har jag tolkat det rätt eller fel?
28.01.2024 - 14:40DROPS Design svaraði:
Hei Inger. Du har tolket det riktig, i denne oppskriften blir det 2 vridd rett (fra retten) i hver side. mvh DROPS Design
05.02.2024 - 11:52