Hvernig á að prjóna hjálmhúfu

Veistu um barn sem vantar nýja, fallega og hlýja húfu? Prjónaðu þá vinsælustu húfuna okkar fyrir börn úr hönnuninni okkar sem er hjálmhúfa, Baby Aviator Hat (DROPS Baby 14-16) og fáðu aðstoð í leiðinni skref-fyrir-skref.

Þú finnur einnig myndband neðst á síðunni til aðstoðar. Ef þú ert enn með einhverjar spurningar, þá getur þú beðið okkur um aðstoð neðst á síðunni!

Stærð: 1/3 - (6/9 - 12/18 mán - 2 - 3/4 ára)
Stærð í cm: 50/56 - (62/68- 74/80 - 86/92-98/104)

Efni: DROPS Alpaca frá Garnstudio (garnflokkur A)
100-100-100 (150-150) gr litur nr 6205, ljós blár

DROPS prjónar og sokkaprjónar nr 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 52 umferðir með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.

Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Nú byrjum við!

Við prjónum minnstu stærðina 1/3 mán, (aðrar stærðir eru í sviga).

Allt stykkið er prjónað í garðaprjóni (allar umferðir eru prjónaðar slétt).

1) Fitjið upp 33 (38-42-46-50) lykkjur á prjón 2,5 mm.

2) Prjónið 1. umferð slétt (= rétta) þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 útaukning). Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir.

3) Síðustu 4 lykkjur eru prjónaðar þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt.

4) Prjónið allar lykkjur slétt (frá röngu), en þegar 3 lykkjur eru eftir (uppsláttur + 2 lykkjur), prjónið uppsláttinn snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónið í aftari hluta á lykkjunni í stað fremri hluta á lykkjunni (til að koma í veg fyrir göt), prjónið síðustu 2 lykkjur slétt.

5) Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist 5½ (6-6½-7-8 cm). Myndin að neðan sýnir formið á stykkinu frá réttu.

6) Eftir þetta er felld af 1 lykkja í hægri hlið og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið þannig: Úrtaka: Frá réttu, prjónið 1 lykkju slétt, takið 1 lykkju laust óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (1 lykkja færri). Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir.

7) Útaukning: Frá réttu, nú eru 2 lykkjur eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, snúið stykkinu.

8) Frá röngu: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt.

9) Endurtakið þessar 2 umferðir þar til stykkið mælist (6-6½ -7-8) cm.

10) Nú aukum við aftur út í hægri hlið (séð frá réttu), en í þetta skipti þá aukum við út í 4. hverri umferð og höldum áfram með úrtöku í vinstri hlið í 2. hverri umferð þar til stykkið mælist 15½ (16½-17½ -18-19) cm frá uppfitjunarkanti. Setjið prjónamerki í hvora hlið á stykki.

11) Nú er helmingur af stykkinu tilbúinn og seinni helmingurinn er nú prjónaður gagnstætt við fyrri helming. Þ.e.a.s. haldið áfram þannig: Fellið af 1 lykkju í hægri hlið (séð frá réttu) í 4. hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið í 2. hverri umferð þar til stykkið mælist 20 (21-22-22-22) cm.

12) Aukið út um 1 lykkju í hægri hlið (séð frá réttu) í 2. hverri umferð og fellið af 1 lykkju í vinstri hlið í 2. hverri umferð þar til stykkið mælist 25½ (27-28½-29-30) cm.

13) Fellið af 1 lykkju í hægri hlið í annarri hverri umferð og aukið út um 1 lykkju í vinstri hlið í annarri hverri umferð til loka = 31 (33-35-36-38) cm.

14) Fellið af.

Bakhlið á húfunni = sá hluti á stykkinu sem er með 2 heil horn og 2 hálf horn. Miðjuhornið af 3 heilu hornunum á gagnstæðri hlið á stykkinu sem liggur niður á enni.

15) Nú á að sauma saman «hornin» að aftan.
Frágangur:
Saumið saman húfuna kant í kant með smáu spori þannig: Saumið saman að aftan með því að sauma fyrsta hálfa hornið saman við fyrri hluta af fyrsta heila horninu.

16) Saumið nú hinn helminginn af fyrsta heila horninu saman við fyrsta helminginn af seinni hálfa horninu.

17) Síðan er hinn helmingur heila hornsins saumaður saman með síðasta hálfa horninu.

18) Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan.

Nú er húfan tilbúin.

19) Prjónið nú 2 snúrur í húfuna í snúruprjóni. Fitjið upp 4 lykkjur á prjón 2,5 mm.

20) Prjónið snúruprjón þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, setjið þráðinn fyrir framan stykkið (að þér).

21) Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið.

22) Setjið þráðinn aftur aftan við stykkið (frá þér).

23) Endurtakið punkt 20.-22. og prjónið út umferðina.

Snúið stykkinu og endurtakið punkt 20.-23.
Nú myndast hringlaga snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 16 (18-20-22-24) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar á sama hátt.

24) Saumið snúru neðst í hvort horn í hvorri hlið.

Tilbúið!

Sjá mynstur hér!