Hvernig á að velja garn

Hvernig á að velja garn


Allt garn/trefjar hafa mismunandi náttúrulega eiginleika, sama á við um þegar þú kaupir tilbúna prjónaða flík. Áður en þú velur garn fyrir sérstakt verkefni, þá er mikilvægt að vita um eiginleika garnsins, gerð, styrkleika og einangrunargildi, svo að þú fáir rétt gæði sem passar fyrir þá notkun sem þú hafðir hugsað þér!


Langar þig til að prjónað eða hekla:

Sokkar sem henta til daglegrar notkunar; þeir verða að vera slitsterkir (helst blanda með ull og syntet þræði) og þola þvott í þvottavél (superwash).

Útivistarfatnað, -húfur og -vettlingar fyrir börn og fullorðna; þá eiga trefjarnar að gera það kleift að flíkin verði hlý og þægileg, það á að vera hægt að þvo flíkina í þvottavél. Hér er mikilvægt að velja gott en slitsterkt garn sem er fast spunnið og meðhöndlað fyrir superwash.

Mjúk jakkapeysa til spari eða á skrifstofuna; því fínni trefjar, þeim mun lausara garnið er spunnið saman, léttara, viðkvæmara og þeim mun mýkri viðkomu verður flíkin. Þetta þýðir það að þetta er peysa sem þú passar vel uppá og hugsar vel um, einnig þegar hún er þvegin.

Mjúkt, mohair poncho, sjöl og hálsklúta; veldu eitt af þessu, loðnu með lausum trefjum, gjarna blandað með alpakka og silki fyrir fíngerðustu útkomuna.

Sumar toppar, jakkapeysur eða peysur; hikaðu ekki við að nota fínt, langtrefja og slitsterkt bómullargarn eða blandað garn, meðhöndlað fyrir aukin gljáa, viscose fyrir glans eða hör fyrir grófari tilfinningu.

Tátiljur, töskur, vettlinga og annað sem hægt er að þæfa; fyrir besta árangurinn veldu þá mjúkt garn helst hreina ull, ull sem er laust spunnin og EKKI meðhöndluð til að þola þvott í þvottavél (superwash).

Inni í hverju litakorti sérðu útskýringu á trefjunum í garninu, eiginleika og hentuga notkun, ásamt mikilvægum upplýsingum með þvottaleiðbeiningum, uppruna og Oeko-Tex gæðavottun.

Nánari upplýsingar um trefjarnar sérðu undir FAQ!

Hvernig á að reikna út hversu mikið garn þarf þegar maður velur annað garn sérð þú hér!