Ert þú til í að prjóna snjókall?

Ertu ekki með garnið sem þú þarft til að prjóna peysuna til loka? Hér getur þú séð lista yfir hvað þú þarft.

Ef þú ert með allt sem þú þarft, þá ertu klár í að byrja á bakstykkinu. Mundu að við erum með kennslumyndbönd sem sýna þér hvernig þú fitjar upp lykkjur, prjónar stroff og sléttprjón, fellir af og fullt af öðrum myndböndum sem geta hjálpað til svo að allir geta verið með. Gangi þér vel!

Ætlar þú að prjóna barnapeysuna eða fullorðins peysuna? Með eða án snjókalls á bakstykki? Þú finnur báðar uppskriftirnar með báðum möguleikum hér – en taktu vel eftir, það er mikill munur á uppskriftunum!


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

Þú getur prjónað peysuna með eða án snjókalls á bakstykki. Þú velur hvora uppskriftina sem þú ætlar að fylgja.

Svona lítur barnapeysan út án snjókalls á bakstykki.

Bakstykki án snjókalls

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

Barnapeysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna neðan frá og upp.
Fitjið upp 52-54-58-60-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með litnum milligrár Air eða litnum grár Nepal. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 5 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist 23-25-27-30-33-35 cm. Fellið nú af 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 33-36-39-43-47-51 cm. Fellið nú af miðju 16-18-20-22-22-24 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjóni og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 16-16-17-17-19-20 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 34-37-40-44-48-52 cm, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN (sjá útskýringu að ofan) yfir allar lykkjur, fellið síðan LAUST af. Stykkið mælist ca 35-38-41-45-49-53 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt.

Bakstykki með snjókalli

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.2
Sjá mynsturteikningu A.2 (snjókall): Öll mynsturteikningin er prjónuð í sléttprjóni. Prjónið með 3 dokkur, þannig sleppur maður við löng hopp með þráðinn á bakhlið. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku í litnum milligrár Air/grár Nepal hvoru megin á peysu og 1 dokku mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan. Sjá myndband: Hvernig prjóna á með 3 dokkum samtímis.

Barnapeysan er prjónuð fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp.
Fitjið upp 52-54-58-60-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með litnum milligrár Air eða litnum grár Nepal. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 5 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist ca 6-7-8-9-10-11 cm prjónið frá réttu þannig: 13-14-16-17-19-21 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 26 lykkjur) – lesið MYNSTUR og skoðið myndband, 13-14-16-17-19-21 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 23-25-27-30-33-35 cm. Fellið nú af 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og A.2. Þegar A.2 er lokið er haldið áfram í sléttprjóni með litnum milligrár Air/grár Nepal þar til stykkið mælist 33-36-39-43-47-51 cm. Fellið nú af miðju 16-18-20-22-22-24 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjón og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 16-16-17-17-19-20 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 34-37-40-44-48-52 cm, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN (sjá útskýringu að ofan) yfir allar lykkjur, fellið síðan LAUST af. Stykkið mælist ca 35-38-41-45-49-53 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt.

Mynsturteikning

=natur DROPS Air / natur DROPS Nepal
=milligrár DROPS Air / grár DROPS Nepal
=svartur DROPS Air / svartur DROPS Nepal

Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>

Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!


Fullorðins peysa

Þú getur prjónað peysuna með eða án snjókalls á bakstykki. Þú velur hvora uppskriftina sem þú ætlar að fylgja.

Svona lítur fullorðins peysan út án snjókalls á bakhlið.

Bakstykki án snjókalls

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

ÚTAUKNING (laskalína): Öll útaukning er gerð frá réttu!

Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið – það eiga að myndast göt.

BAKSTYKKI:
Fullorðins peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu í hliðum.

Fitjið upp 22-24-24-28-30-34 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 8 með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útaukning að ofan, í hvorri hlið. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (laskalína) að ofan! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-19 sinum = 48-52-54-60-64-72 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukninga. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fitjið síðan upp 2-2-3-3-4-4 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 52-56-60-66-72-80 lykkjur.

Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-29-30-31-32-30 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-2-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62-66-74-82 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til A.1 er lokið á hæðina. Fellið LAUST af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Bakstykki með snjókalli

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

ÚTAUKNING (laskalína): Öll útaukning er gerð frá réttu!

Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið – það eiga að myndast göt.

MYNSTUR:
Mynsturteikning A.2 (snjókall):
Öll mynsturteikningin er prjónuð í sléttprjóni. Prjónið með 3 dokkur þannig sleppur þú við löng hopp á röngunni. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku í litnum milligrár hvoru megin á peysu og 1 dokku með mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til þess að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina um hvern annan. Sjá myndband: Hvernig á að prjóna með 3 dokkur samtímis

BAKSTYKKI:
Fullorðins peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu í hliðum með snjókall á bakstykki.

Fitjið upp 22-24-24-28-30-34 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 8 með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN (sjá útskýringu að ofan) í hvorri hlið. Jafnframt í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (laskalína) að ofan! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-19 sinnum = 48-52-54-60-64-72 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! – JAFNFRAMT þegar 40-40-44-44-50-56 lykkjur eru eftir í umferð byrjar mynstur. Þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað þannig (meðtalin útaukning í hvorri hlið): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 5-5-7-7-10-13 lykkjur slétt, MYNSTUR A.2 (= 26 lykkjur) – Lesið MYNSTUR að ofan, sjá myndband, prjónið 5-5-7-7-10-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 42-42-46-46-52-58 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og útaukningu þar til það eru 48-52-54-60-64-72 lykkjur.

Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukninga. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fitjið nú upp 2-2-3-3-4-4 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 52-56-60-66-72-80 lykkjur.

Haldið áfram í sléttprjón og mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar A.2 er lokið á hæðina mælist stykkið ca 29-27-27-27-26-25 cm. Prjónið síðan með litnum milligrár eins og áður þar til stykkið mælist 30-29-30-31-32-30 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-2-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62-66-74-82 lykkjur. Prjónið síðan þannig 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með A.1 til loka á hæðina. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.

Mynsturteikning

=slétt frá réttu, brugðið frá röngu
=brugðið frá réttu, slétt frá röngu
=natur
=milligrár
=svartur

Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>

Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir hjálpargögn sem geta leitt þig áfram þegar þú prjónar bakstykki á barnapeysuna eða fullorðins peysuna: