DROPS / 60 / 13

Summer Charm by DROPS Design

Stuttur toppur úr DROPS Muskat. Stærð S-L.

Leitarorð: toppar,

DROPS Design
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------

Stærð: Small (Medium - Large)
Efni:
DROPS Muskat frá Garnstudio
300 (300-350) gr litur nr 18, hvítur

DROPS HRINGPRÓNAR NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HEKLUNÁL NR 2 – fyrir kant í hálsi.
---------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (10)

100% Bómull
frá 506.00 kr /50g
DROPS Muskat uni colour DROPS Muskat uni colour 506.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3036kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

PERLUPRJÓN:
UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2.

ÚRTAKA:
Fellið af frá réttu þannig:
Á undan 3 kantlykkjum: 2 lykkjur slétt saman.
Á eftir 3 kantlykkjum: Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir.
Fellið af frá röngu þannig:
Á undan 3 kantlykkjum: Prjónið 2 lykkjur snúnar brugðnar saman.
Á eftir 3 kantlykkjum: Prjónið 2 lykkjur brugðnar saman.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 176 (192-208) lykkjur á hringprjón 4 með hvítu og prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið síðan 3 umferðir PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið, framstykki = 87 (95-103) lykkjur, bakstykki = 89 (97-105) lykkjur. Prjónið mynstur og byrjið við ör í mynstri. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT á eftir perluprjóni í kanti er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin 4 sinnum í 5. hverjum cm = 192 (208-224) lykkjur, framstykki = 95 (103-111) lykkjur, bakstykki = 97 (105-113) lykkjur. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar inn í mynstur jafnóðum. Þegar stykkið mælist 27 (28-28) cm eru prjónaðar 3 umferðir með perluprjóni yfir 6 (6-7) lykkjur hvoru megin við prjónamerkin, fellið síðan af 3 (3-4) lykkjur fyrir handveg hvoru megin við prjónamerkin og prjónið síðan stykkið til loka fram og til baka – framstykki = 89 (97-103) lykkjur, bakstykki = 91 (99-105) lykkjur.

FRAMSTYKKI:
= 89 (97-103) lykkjur. Fellið nú af fyrir handveg – sjá ÚRTAKA! – innan við 3 kantlykkjum (þessar lykkjur eru prjónaðar upp úr með perluprjóni) á hvorri hlið í hverri umferð: 1 lykkja 5 (5-8) sinnum, í annarri hverri umferð: 1 lykkja 4 sinnum og í 4. hverri umferð: 1 lykkja 2 sinnum = 67 (75-75) lykkjur. Þegar stykkið mælist 37 (37-37) cm prjónið 3 umferðir með perluprjóni yfir miðju 15 (23-23) lykkjur, fellið síðan af miðju 9 (17-17) lykkjurnar fyrir hálsmáli. Fellið síðan af við háls – sjá ÚRTAKA! – innan við 3 kantlykkjur (þessar lykkjur með perluprjóni eru prjónaðar allan tímann upp úr) í hverri umferð: 1 lykkja 6 sinnum, í annarri hverri umferð: 1 lykkja 2 sinnum og í 4. hverri umferð: 1 lykkja 2 sinnum. Fellið af þegar stykkið mælist 50 (51-52) cm.

BAKSTYKKI:
= 91 (99-105) lykkjur. Fellið af fyrir handveg innan við 3 kantlykkjum eins og á framstykki = 69 (77-77) lykkjur. Þegar stykkið mælist 47 (48-49) cm prjónið 3 umferðir með perluprjóni yfir miðju 33 (41-41) lykkjurnar, fellið síðan af miðju 27 (35-35) lykkjurnar af fyrir hálsmáli. Fellið síðan af við háls – sjá ÚRTAKA! – innan við 3 kantlykkjur (þessar lykkjur með perluprjóni eru prjónaðar allan tímann upp úr) í hverri umferð: 1 lykkja 2 sinnum. Fellið af þegar stykkið mælist 50 (51-52) cm.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma.

HEKLAÐUR KANTUR Í HÁLSI:
Heklið kant í kringum hálsmál frá réttu með heklunál 2 og hvítu þannig:
UMFERÐ 1: 1 fastalykkja, * 4 loftlykkjur yfir 2 prjónaðar lykkjur, 1 keðjulykkja í gegnum 3 prjónaðar lykkjur *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 2: * 4 fastalykkjur í kringum loftlykkjuboga, 1 keðjulykkja í keðjulykkju frá fyrri umferð *, endurtakið frá *-*.

Mynstur

= slétt
= brugðið

Helle 05.09.2018 - 12:07:

Hvad str. rundpind? Vh Helle

DROPS Design 05.09.2018 kl. 14:38:

Hei Helle. Bruk rundpinne nr 4, lengde 60 eller 80 cm avhengig av størrelse. Om du ser på målskissen nederst ser du hvor mange cm plagget blir i bredden. Gang dette med 2, så finner du omkretsen på plagget. God fornøyelse.

Marie L 24.07.2017 - 21:13:

Hello, I am confused about the bind of for armholes. I placed markers to divide the front and back, and worked the seed stitch before and after the markers. The instructions then say to bind off 3 stitches on each side of marker, so this means to me 3 on the front and 3 back for both left and right side (12 total stitches bound off). Why do the instructions for the front and back then say to bind off again? Thank you. I am enjoying the pattern.

DROPS Design 25.07.2017 kl. 09:52:

Dear Marie L, after you have bound off the first sts for armholes, you continue each piece (front and back piece) back and forth separately - and now you will continue decreasing 1 st inside 3 sts in seed st in each side to shape the armholes. Happy knitting!

Liesbeth 12.07.2015 - 20:21:

In het begin moet je 2 naalden gestekorrel breien over een even aantal steken maar dan kom je niet uit. Als je breit op een rondbreinaald dan moet het stekenaantal oneven zijn.

Liesbeth 08.07.2015 - 16:04:

Hoe kan ik het beste dit patroon vergroten tot maat XL of is het patroon hiervoor niet geschikt?

DROPS Design 29.07.2015 kl. 15:05:

Hoi Liesbeth. Noteer de afmetingen die je nodig hebt voor je maat XL, en gebruik dan de stekenverhouding om te berekenen hoeveel steken je nodig hebt

Liesbeth 07.07.2015 - 23:01:

Is dit patroon ook te krijgen in een grotere maat dan Large?

DROPS Design 29.07.2015 kl. 15:04:

Hoi Liesbeth. Helaas hebben wij geen grotere maat voor deze.

Marianne Finsen 18.07.2013 - 22:51:

Hejsa, jeg ville gerne prøve mine strikke evner af på denne opskrift - men synes ikke jeg har held med at finde mål på størrelserne? Jeg vil gerne vide hvad hhv str. S, M og L svarer til i brystvidde?

DROPS Design 19.07.2013 kl. 11:12:

Hej Marianne. Brystvidden staar nederst paa maalskitsen under den totale bredde langs underkanten: 42 (46-50) cm. God fornöjelse.

DROPS Design NL 28.02.2011 - 10:43:

Hoi. De vertaling is toegevoegd. Bedankt. Gr. Tine

M Kremer 24.02.2011 - 20:22:

De Nederlandse verklaring van de symbolen in de teltekening staan er niet bij

DROPS Design 08.05.2009 - 17:03:

Hi Rena - you are right. The translations are included within the text of the Pattern itself. The = sign are the translations, and they are given in the same vertical order as the chart symbols within the diagram. After dividing continue in established pattern.

Rena Nowacoski 08.05.2009 - 14:55:

Am I correct in thinking the blank squares in the pattern chart (r) are knit stitches and the 'X' ones (RV) are purls when knitting in the round? Should you then continue the established patterns when you knit back and forth above the armhole? There seems to be something missing before the equal signs (=) in the pattern description. Thank you for this cute pattern.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 60-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.