DROPS / 199 / 15

Pacific Blues by DROPS Design

Hekluð taska/neta úr DROPS Cotton Light. Stykkið er heklað í hring með loftlykkjubogum og stuðlahópum.

Leitarorð: gatamynstur, töskur,

DROPS Design: Mynstur cl-098
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: Heklaður ferningur: ca 74 x 74 áður en kantur og handfang er heklað.
Handfang: ca 33 cm án kants (ca 43 cm með kanti). ATH: handfangið kemur til með að teygjast þegar taskan er notuð.

EFNI:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
250 g litur 34, ljós gallabuxnablár

HEKLFESTA:
18 stuðlar á breidd og 9 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð.

------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TASKA/NET - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá botni á tösku og út í ferning. Heklið síðan kant og handfang í hring.

FERNINGUR:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 4 með Cotton Light og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju sem var hekluð. Haldið síðan áfram hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Þegar allt A.1 hefur verið heklað til loka á hæðina er haldið áfram hringinn eins og útskýrt er í 2 síðustu umferðum í mynsturteikningu, þ.e.a.s. það verður 1 loftlykkjuboga fleiri hvoru megin við ferning í hverri umferð sem er hekluð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar heklaðar hafa verið 28 umferðir frá loftlykkjuhring og út eru 27 loftlykkjubogar meðfram hvorri hlið + loftlykkjubogar í hvoru horni. Endið í 28. umferð með 1 fastalykkju (hvít stjarna) eins og útskýrt er í A.1, heklið síðan 6 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu af 4 stuðlum á undan næsta horni. Stykkið mælist ca 74 x 74 cm.

KANTUR OG HANDFANG:
Heklið nú kant og handfang þannig:
UMFERÐ 1: * Heklið 1 fastalykkju í hvern og einn af fyrstu 4 stuðlum – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga í hornið, 5 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga í horni, 1 fastalykkja í hvern og einn af næstu 4 stuðlum, 3 fastalykkjur um hvern og einn af næstu 3 loftlykkjubogum, 1 fastalykkja um hvern og einn af næstu 21 loftlykkjubogum, 3 fastalykkjur um hvern og einn af næstu 3 loftlykkjubogum *, heklið frá *-* alls 4 sinnum í umferð (= 51 fastalykkja meðfram hvorri hlið).
UMFERÐ 2: * Heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af fyrstu 6 fastalykkjum, heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga í hornið, 5 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga í hornið, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 6 fastalykkjum, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 39 fastalykkjum *, heklið frá *-* alls 4 sinnum í umferð (= 55 fastalykkjur með fram hvorri hlið).
UMFERÐ 3: : * Heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af fyrstu 8 fastalykkjum, heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga í hornið, 5 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga í hornið, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 8 fastalykkjum, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 39 fastalykkjum *, heklið frá *-* alls 4 sinnum í umferð (= 59 fastalykkjur með fram hvorri hlið).
Heklið nú handfang þannig:
UMFERÐ 4: * Heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af fyrstu 10 fastalykkjum, * heklið 3 fastalykkjur um loftlykkjuboga í hornið, 60 lausar loftlykkjur fyrir handfang, hoppið yfir næstu hlið á ferning og heklið síðan um loftlykkjuboga í næsta horn (passið uppá að að það komi ekki snúningur uppá loftlykkjuröðina ), heklið 3 fastalykkjur um loftlykkjuboga í hornið, heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju fram að næsta horni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, en endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð.
UMFERÐ 5: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju.
UMFERÐ 6: Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og festið enda.

Nú er hekluð 1 fastalykkja í fyrstu loftlykkju sem var hekluð eftir hornið, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af 60 loftlykkjum fyrir handfangi, heklið 3 fastalykkjur um loftlykkju í hornið, haldið síðan áfram með 1 fastalykkju í hverja lykkju fram að næsta horni, heklið 3 fastalykkjur um loftlykkju í horni, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. Klippið frá og festið vel. Endurtakið utan um hitt handfangið.

Mynstur

= Byrjið hér – þessi loftlykkjuhringur (= 4 loftlykkjur + 1 keðjulykkja í fyrstu loftlykkju) er útskýrður í uppskrift. Haldið áfram frá tákni yfir punkti á hring og heklið til vinstri
= 1 loftlykkja
= 6 loftlykkjur
= 1 fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= 1 stuðull um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum (koma í stað fyrsta stuðul í umferð) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum (koma í stað fyrsta stuðul í umferð) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= Umferðin byrjar með 1 loftlykkju (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju í umferð)
= Umferðin endar með 1 fastalykkju um fyrsta loftlykkjuboga í umferð

Patricia 01.09.2019 - 10:25:

Bonjour, J'ai fait ce modèle avec du coton et crochet 3,5. Très joli, facile à faire. Je l'ai toujours avec moi pour mes petites courses !

Fraro 30.07.2019 - 17:11:

Le modèle idéal pour faire son marché ! ce sac-filet est écologique et pratique , les vidéos sont très explicatives merci !

Viola H-Super Anleitung 20.07.2019 - 18:58:

Super Anleitung

Renate Hubich 17.06.2019 - 20:53:

Tolle Anleitung

Andrea Sommer 12.06.2019 - 07:54:

Super Anleitung

Teboul 29.05.2019 - 10:30:

Bonjour Je n’ai pas compris comment suivre après le diagramme. Comment crocheter les deux derniers lignes puisque ça va en agrandissement merci d’avance

DROPS Design 29.05.2019 kl. 11:27:

Bonjour Mme Teboul, vous continuez comme aux deux derniers rangs, c'est-à-dire que le tour commence par 6 mailles en l'air, puis *4 brides + 5 ml + 4 brides autour de l'arceau suivant (coin), (6 ml, 1 ms dans l'arceau suivant) jusqu'au coin suivant, 6 ml,*, vous répétez de *-* et terminez par 1 ms autour du 1er arceau du tour. Bon crochet!

Thi-Duc 13.02.2019 - 07:00:

Oh, was für eine tolle Tasche, Warte sehnsüchtig auf die Anleitung..., ich nenne sie Simple on Tour..., Danke

Linda L 09.02.2019 - 14:28:

Er ikke oppskriften lagt ut enda? Min datter ønsker seg denne til backpackerreisen sin som starter om 14 dager

Katarzyna 29.01.2019 - 15:43:

Rewelacja . Czekam z niecierpliwością :))))

Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-15

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Frá #dropsfan gallery

Filet à provisions

Mathilde, France