DROPS Extra / 0-1456

Sunny Basket by DROPS Design

Hekluð karfa úr 2 þráðum DROPS Paris. Þema: Páskar.

DROPS Design: Mynstur w-781
Garnflokkur C
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Stykkið mælist ca: Þvermál = 18 cm. Hæð = 8 cm.

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
150 g litur 14, fífill

HEKLFESTA:
12 stuðlar á breidd og 12 umferðir á hæðina með 2 þráðum = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 6.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 924kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsta fastalykkja í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju, umferðin endar með 1 keðjulykkju í þessa loftlykkju.
Þetta er ekki útskýrt í hverri umferð í uppskrift, en allar umferðir byrja og enda svona.

TVEIR ÞRÆÐIR:
Notið þráðinn innan í og utan með dokkunni. Gott er að skipta ekki um báða þræðina í einu - annars verða samskeytin of þykk

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

KARFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Karfan er hekluð í hring frá miðju á botni og upp. Öll karfan er hekluð með 2 þráðum.

BOTN:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 6 með 2 þráðum Paris og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Sjá HEKLLEIÐBEININGAR og TVEIR ÞRÆÐIR, sjá útskýringu að ofan.
UMFERÐ 1: Heklið 6 fastalykkjur um hringinn.
UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 fastalykkjur.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 fastalykkju í fyrstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 18 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 4: Heklið * 1 fastalykkju í hverja og eina af 2 næstu fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 24 fastalykkjur.
Haldið áfram að hekla fastalykkjur hringinn með því að auka út um 6 fastalykkjur í hverri umferð, þ.e.a.s. í hverri umferð er hekluð 1 fastalykkja fleiri á milli hverra útaukninga. Þegar botninn er ca 18 cm að þvermáli, heklið hlið á körfu eins og útskýrt er að neðan (án þess að klippa þráðinn frá).

HLIÐ:
Haldið áfram að hekla í hring, en án útaukningar þar til hæðin á körfunni er ca 8 cm.

KANTUR MEÐ KRABBAHEKLI:
Heklið kant efst á körfunni með krabbahekli (krabbahekl = heklið fastalykkjur frá vinstri til hægri). Klippið frá og festið enda.

Njood 23.07.2019 - 18:05:

When I did it the BOTTOM is like a half circle no complete why ?

Edith Watzele 17.05.2019 - 20:35:

Ich suche eine Anleitung für Kissen aus dem Garn Paris

DROPS Design 20.05.2019 kl. 14:42:

Liebe Frau Watzele, hier finden Sie alle Kissen, die mit einem Garn der Garngruppe C gestrickt/gehäkelt werden -benutzen Sie unseren Garnumrechner um die Garnmenge im Paris zu finden. Viel Spaß beim stricken!

Snoet 27.03.2019 - 21:21:

Bedoelt u: Haak verder in de vasten in de rondte, terwijl u 6 vasten MEERDERT IN elke toer ipv mindert

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1456

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.