DROPS Extra / 0-1455

Cafe Flamingo by DROPS Design

Hekluð flamingo eggjahetta úr DROPS Merino Extra Fine. Þema: Páskar.

DROPS Design: Mynstur me-178
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Flamingo fuglinn er ca 12 cm hár með höfuðið sveigt og án fóta.

EFNI:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50 g litur 17, kirsuberjarauður
50 g litur 02, svartur
50 g litur 01, natur
50 g litur 30, sinnep

HEKLFESTA:
22 fastalykkjur á breidd og 22 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.
FYLGIHLUTIR: Vatt til fyllingar.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Ull
frá 486.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1944kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

HEKLAÐ SAMAN-1:
HEKLIÐ 2 STUÐLA SAMAN Í 1 GRÓFAN STUÐUL:
Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 stuðul í sömu lykkju og dragið síðasta uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar (= 1 grófur stuðull).

HEKLAÐ SAMAN-2:
2 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN Í 1 GRÓFAN TVÍBRUGÐINN STUÐUL:
Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul til viðbótar í sömu lykkju og dragið síðasta uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 grófur tvíbrugðinn stuðull).
-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

FLAMINGO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá gotti að höfði og niður yfir búk.

GOGGUR-HÖFUÐ-BÚKUR:
Heklið 2 loftlykkjur með heklunál nr 3 með svartur.
UMFERÐ 1:
Í 2. lykkju frá heklunál eru heklaðir 6 hálfir stuðlar, endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrsta hálfa stuðulinn.
UMFERÐ 2:
1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju í hvern hálfan stuðul = 6 fastalykkjur, heklið 1 keðjulykkju með natur í fyrstu fastalykkju í umferð (= litaskipti). Klippið frá svarta þráðinn.
UMFERÐ 3:
1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í næstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 9 fastalykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
UMFERÐ 4:
1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja fastalykkju = 9 fastalykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
UMFERÐ 5:
1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í hverja og eina af 2 næstu fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 12 fastalykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
UMFERÐ 6 og 7:
1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja fastalykkju, endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
UMFERÐ 8:
1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja fastalykkju, heklið 1 keðjulykkju með kirsuberjarauður í fyrstu fastalykkju í umferð (= litaskipti). Klippið frá natur þráðinn.
UMFERÐ 9:
1 loftlykkja, * 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 15 fastalykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
UMFERÐ 10-15:
1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu fastalykkjum, í hverja og eina af næstu 2 fastalykkjum eru heklaðir 2 stuðlar saman – sjá HEKLAÐ SAMAN-1 í útskýringu að ofan, í hverja og eina af næstu 5 fastalykkjum eru heklaðir 2 tvíbrugðnir stuðlar saman – sjá HEKLAÐ SAMAN-2 í útskýringu að ofan, í hverja og eina af 2 næstu fastalykkjum eru heklaðir 2 stuðlar saman, 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu fastalykkjum og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Á undan næstu umferð eru saumuð 2 augu með afgang af svörtum þræði.
UMFERÐ 16 og áfram:
Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkju í hverja og eina af 8 næstu lykkjum – setjið eitt prjónamerki í 8. lykkju = miðja að aftan. Haldið áframa með 1 fastalykkju í hverja lykkju út umferðina (= 15 fastalykkjur). Þegar síðasta fastalykkjan í umferð hefur verið hekluð er haldið áfram hringinn með fastalykkjum, án endingar á umferð (þ.e.a.s. það er ekki lengur byrjað/endað með loftlykkju/keðjulykkju). Byrjið 17. umferð með 1 fastalykkju í fyrstu fastalykkju frá fyrri umferð. Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til hálsinn mælist 3 cm (mælt frá prjónamerki mitt að aftan). Heklið að fastalykkju við miðju að aftan, nú eru heklaðir 2 stuðlar í hverja fastalykkju í 1 umferð = 30 stuðlar. Heklið síðan með 1 stuðli í hvern stuðul (án þess að enda umferð) þar til búkur með stuðlum mælist ca 5 cm. Heklið síðan 1 umferð með fastalykkjum, en í síðasta stuðul er stélið heklað þannig: 1 keðjulykkja, 3 loftlykkjur, 4 tvíbrugðnir stuðlar, 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkja. Klippið frá og festið enda. Fyllið gogginn og höfuðið með smá vatti.

FÓTUR:
Fætur eru heklaðir yfir 3 lykkjur hvor, með 3 lykkjur á milli fóta. Heklið einn fót hvoru megin við 3 lykkjur við miðju að framan. Fæturnir eru heklaðir með 1 þræði sinnep.

FYRRI FÓTUR:
Heklið upp 1 lykkju í hverja og eina af 3 lykkjum sem fóturinn nær yfir. Bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 3 lykkjurnar – þetta samsvarar 3 lykkjum sem hafa verið heklaðar saman.
* Bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinnni í fyrstu af 3 lykkjum að neðan. Sækið bandið á framhlið á stykki (þ.e.a.s. heklað er um fremri lykkjubogann) og dragið bandið í gegn = 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið bandi um heklunálina og dragið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum.
Heklið nú hné þannig: * Bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í fyrstu af 3 lykkjum að neðan. Sækið bandið á framhlið á stykki (þ.e.a.s. heklað er um fremri lykkjubogann) og dragið bandið í gegn = 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið bandi um heklunálina og dragið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, en endurtakið í sömu lykkju þannig að það myndist lítið hné. Heklið síðan eins og fyrir hné 4 sinnum og heklið fótinn alveg eins og hnéð. Klippið frá og festið enda. Heklið annan fót alveg eins.

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1455

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.