Blue Chameleon by DROPS Design

Prjónaðir sokkar fyrir börn úr 2 þráðum DROPS Fabel. Stærð 29-40.

Leitarorð: sokkar,

DROPS Design: Mynstur nr fa-021-bn
Garnflokkur A + A eða C
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
29/31 - 32/34 - 35/37 - 38/40

EFNI:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-50-50 g litur 100, natur
50-50-50-50 g litur 162, sæblár

PRJÓNFESTA:
19 lykkjur á breidd og 25 umferðir á hæð með sléttprjóni og 2 þráðum = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


75% Ull, 25% Polyamide
frá 550.00 kr /50g
DROPS Fabel uni colour DROPS Fabel uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel print DROPS Fabel print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel long print DROPS Fabel long print 638.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1100kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------
HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5-5-5-5 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5-5-5-5 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4-4-4-4 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 4-4-4-4 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 10-10-10-10 lykkjur eru eftir á prjóni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Allt stykkið er prjónað með 2 þráðum. Prjónað er í hring á sokkaprjóna fram að hæl.
Prjónið síðan hæl fram og til baka áður en prjónað er áfram í hring út stykkið.

SOKKUR:
Fitjið upp 40-40-44-44 lykkjur á sokkaprjón 4 með 1 þræði natur og 1 þræði sæblár (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir slétt, prjónið síðan stroff með 2 lykkjum slétt, 2 lykkjur brugðnar þar til stykkið mælist 8-8-9-9 cm. Haldið nú eftir fyrstu 18-18-18-18 lykkjurnar á prjóni fyrir hæl (2 fyrstu og 2 síðustu lykkjurnar af þessum eru sléttar lykkjur), setjið síðustu 22-22-26-26 lykkjurnar á 1 band (= mitt á fæti). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjurnar í 5-5-5-5 cm. Setjið 1 prjónamerki – héðan er nú mælt! Fækkið nú lykkjum fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 10-10-10-10 lykkjur hvoru megin við hæl og þær 22-22-26-26 lykkjurnar af bandi eru settar til baka á prjóninn = 52-52-56-56 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 22-22-26-26 lykkjur á fæti. Haldið síðan áfram með stroff yfir lykkjur á fæti, aðrar lykkjur eru prjónaðar með sléttprjóni – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan lykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan lykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) og 2 fyrstu lykkjurnar á eftir lykkjum á fæti eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 10-9-10-8 sinnum = 32-34-36-40 lykkjur. Prjónið síðan stroff yfir 22-22-26-26 lykkjur ofan á fæti og sléttprjón yfir 10-12-10-14 lykkjur undir il þar til stykkið mælist 14-16-18-20 cm frá prjónamerki á hæl (= 4-4-4-4 cm eftir).
Setjið nú 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 16-17-18-20 lykkjur bæði ofan á og undir fæti. Prjónið til loka með sléttprjóni – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin.
Fækkið lykkjum svona þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki:
2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa), 2 lykkjur snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum á hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 3-3-3-3 sinnum og síðan í hverri umferð 3-3-3-4 sinnum = 8-10-12-12 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda vel.
Prjónið annan sokk alveg eins.

Nicolas Jean Claude 17.08.2019 - 19:40:

Chaussettes enfants

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.