Tiny Dancer by DROPS Design

Prjónaðar tátiljur fyrir börn úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað fram og til baka með garðaprjóni og stroffi. Stærð 29-40.

Leitarorð: tátiljur,

DROPS Design: Mynstur ne-027-bn
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
29/31 - 32/34 - 35/37 - 38/40
Lengd fótar: 18-20-22-24 cm.

EFNI:
DROPS NEPAL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
50-50-50-100 g litur 8911, sæblár

PRJÓNFESTA:
19 lykkjur á breidd og 25 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 550kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING:
Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt.

ÚRTAKA:
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman.

MÆLING:
Öll mál eru gerð þegar tátiljan liggur flöt – mikilvægt er að strekkja ekki á stykki þegar mæling er gerð.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TÁTILJUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka. Byrjið með spæl á fæti, prjónið síðan niður, undir fót og síðan upp áður en endað sé á hinum spælnum á fæti. Saumið síðan saman við miðju framan á tá og miðju aftan á hæl.

TÁTILJA.
Fitjið upp 3-3-3-3 lykkjur á prjón 4 með Nepal. Prjónið 16-16-16-20 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með garðaprjón JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 3-4-5-5 sinnum = 9-11-13-13 lykkjur í umferð. Fitjið síðan upp 3-3-3-4 lykkjur í lok næstu 2 umferða = 15-17-19-21 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem prjónaðar eru 2 lykkjur í hverja lykkju = 30-34-38-42 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu.
Prjónið nú stroff þannig – frá réttu: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðnar, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið áfram með stroff í 5½-5½-6-7 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA- sjá MÆLING. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= mitt undir fæti). Haldið áfram með stroff í 5½-5½-6-7 cm frá prjónamerki, stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN, prjónið 1 umferð frá réttu þar sem allar lykkjur eru prjónaðar saman 2 og 2 = 15-17-19-21 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Fellið af 3-3-3-4 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum = 9-11-13-13 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 3-4-5-5 sinnum = 3-3-3-3 lykkjur. Prjónið 16-16-16-20 umferðir garðaprjón. Fellið af.

FRÁGANGUR:
Brjótið tátiljuna saman við prjónamerki. Saumið saman báðar hliðar (miðja framan á tá og miðja aftan á hæl) – saumið innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. Gerið hnút með spælum.

Prjónið aðra tátilju alveg eins.

Stella Bleis 05.09.2019 - 14:41:

God model til alle børn og voksne

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-12

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.