DROPS / 202 / 7

Block Party by DROPS Design

Prjónaður toppur úr 2 þráðum DROPS Safran. Stykkið er prjónað með röndum og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: rendur, toppar, v-hálsmál,

DROPS Design: Mynstur e-292
Garnflokkur A + A eða C
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
S - M - L - XL - XXL - XXXL

EFNI:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
200-250-250-300-300-350 g litur 18, natur
50-50-50-50-50-50 g litur 11, eggjagulur
50-50-50-50-50-50 g litur 28, appelsínugulur
50-50-50-50-50-50 g litur 13, hindber
50-50-50-50-100-100 g litur 01, eyðimerkurrós
50-50-50-50-50-50 g litur 50, mynta
50-50-50-50-50-50 g litur 04, salvíugrænn

PRJÓNFESTA:
17 lykkjur á breidd og 22 umferðir á hæð með sléttprjóni og 2 þráðum = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 5: lengd 80 cm fyrir sléttprjón.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4,5: lengd 80 cm fyrir kant með garðaprjóni.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

DROPS PERLUTALA, Bogalaga (hvít) NR 521: 5 st í allar stærðir.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (22)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3740kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

RENDUR:
Þegar prjónaðir hafa verið 3-4-5-5-5-6 cm með 2 þráðum natur er haldið áfram með rendur þannig:
6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði natur og 1 þræði mynta.
3,5 cm með 1 þræði natur og 1 þræði appelsínugulur.
8-8-8-9-9-9 cm með 1 þræði natur og 1 þræði eyðimerkurrós.
3,5 cm með 1 þræði natur og 1 þræði eggjagulur.
2 cm með 1 þræði natur og 1 þræði salvíugrænn.
6-6-6-7-7-7 cm með 1 þræði natur og 1 þræði mynta.
5 cm með 1 þræði natur og 1 þræði hindber.
3,5 cm með 1 þræði natur og 1 þræði appelsínugulur.
5 cm með 1 þræði natur og 1 þræði eyðimerkurrós.
Prjónið síðan með 2 þráðum natur til loka.

ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

ÚRTAKA-2 (á við um handveg og hálsmál):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum innan við 3 kantlykkjur með garðaprjóni.
Fækkið lykkjum á eftir 3 lykkjum með garðaprjóni þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir.
Fækkið lykkjum á undan 3 lykkjum með garðaprjóni þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman.

HNAPPAGAT (neðan frá og upp):
Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þ.e.a.s. í byrjun á umferð séð frá réttu). 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat.
Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist:
S: 5, 14, 23, 32 og 41 cm
M: 6, 15, 24, 33 og 42 cm
L: 7, 16, 25, 34 og 43 cm
XL: 8, 17, 26, 35 og 44 cm
XXL: 5, 15, 25, 35 og 45 cm
XXXL: 6, 16, 26, 36 og 46 cm

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað hvort fyrir sig. Allt stykkið er prjónað með 2 þráðum Safran.

TOPPUR:
Fitjið upp 166-178-194-210-230-250 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að aftan) á hringprjón 4,5 með 2 þráðum natur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið eitt prjónamerki 44-47-51-55-60-65 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 78-84-92-100-110-120 lykkjur á milli prjónamerkja á framstykki). Prjónið síðan sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að aftan). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 3-4-5-5-5-6 cm haldið áfram með RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 12 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku í 10.-10.-10.-12.-12.-12. Hverjum cm alls 3 sinnum = 154-166-182-198-218-238 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 12-14-16-20-24-28 lykkjurnar í hvorri hlið, þ.e.a.s. 6-7-8-10-12-14 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin í hvorri hlið á stykki (= undir ermar), aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Í næstu umferð frá réttu á eftir garðaprjóni eru miðju 6-8-10-14-18-22 lykkjurnar felldar af hvoru megin fyrir handveg og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig.

FRAMSTYKKI:
= 66-70-76-80-86-92 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: 3 lykkjur garðaprjón,25-27-30-32-35-38 lykkjur sléttprjón, 10 lykkjur garðaprjón, 25-27-30-32-35-38 lykkjur sléttprjón, 3 lykkjur garðaprjón. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju fyrir handveg í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2.
Fækkið lykkjum svona fyrir handveg í annarri hverri umferð alls 4-5-7-8-10-12 sinnum, JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 10 lykkjurnar í umferð eru felldar af 4 miðju lykkjurnar fyrir hálsmáli í næstu umferð og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan lykkjum innan við 3 lykkjur garðaprjón við háls – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 12-12-13-13-14-14 sinnum. Þegar allar úrtökur fyrir hálsmáli og handveg hafa verið gerðar eru 15-16-16-17-17-18 lykkjur eftir fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá þar sem fyrstu lykkjurnar voru felldar af fyrir handveg er fellt af. Allur toppurinn mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins.

VINSTRA BAKSTYKKI:
= 38-40-43-45-48-51 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í röndum með 5 kantlykkjur garðaprjón við miðju að aftan og 3 kantlykkjur garðaprjón við handveg. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir handveg eins og á framstykki og þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón frá skiptingu fyrir fram- og bakstykki eru felldar af 2 ystu lykkjurnar á kanti að framan og lykkjum er fækkað fyrir v-hálsmáli þannig: Fækkið um 1 lykkju innan við 3 lykkjur garðaprjón í annarri hverri umferð alls 17-17-18-18-19-19 sinnum. Þegar allar úrtökur fyrir hálsmáli og handveg hafa verið gerðar eru 15-16-16-17-17-18 lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram þar til handvegur mælist ca 17-18-19-20-21-22 cm – stillið lengdina af eftir framstykki. Fellið af. Allur toppurinn mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm.

HÆGRA BAKSTYKKI:
Prjónið eins og vinstri, nema spegilmynd.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma. Saumið tölur í kant að framan.

Mynstur


Helena Aljungberg 13.04.2019 - 13:08:

När jag kommit till delningen: sticka 3 m rät , 25 m slät, 10 m rät. Då är jag framme vid ärmhålet. Och då kan jag ju inte sticka förbi det. Ska jag ta av garnet o fortsätta?

Graziellapaola 09.04.2019 - 09:24:

Fatta,bella,ma pesantissima!

Guylaine 17.03.2019 - 22:04:

Pour le xxxl vous dites 250 mailles pour le top\r\nQuand je vois détails dos, détails devant je compte 210 mailles au total \r\nLe 250 mailles ne semble pas juste...\r\nSelon ma taille, je vais manquer d tour de taille a 210 mailles\r\nPour moi les infos sont confus\r\nPouvez vous justifier les 250 mailles en détails s il vous plait?\r\nMerci

DROPS Design 18.03.2019 kl. 12:21:

Bonjour Guylaine, en taille XXXL on monte 250 m soit 65 m pour chaque demi-dos et 120 m pour le devant (65+120+65= 250 m). Bon tricot!

Loly Aguilar Araujo 02.03.2019 - 22:19:

Hola !como tengo que tejer el primer punto , para que me quede una Bonita orilla .gracias

DROPS Design 20.04.2019 kl. 20:21:

Hola Loli. Para un borde bonito y firme puedes trabajar de la siguiente manera: deslizar el primer punto como de revés dejando el hilo detrás de la labor, trabajar el último punto de derecho.

Loly Aguilar Araujo 28.02.2019 - 22:00:

Me gustaría que me explicaras cómo cambiar de color tantas veces ,hay que cortar o no el hilo cada vez que se cambia de color gracias

Kateřina 26.02.2019 - 18:43:

Dobrý den, nejsem si jistá stylem pletení "2 vlákny". Jedná se o typ pletení "dvojité, nebo duté pletení" Předem děkuji za odpověď

DROPS Design 27.02.2019 kl. 11:54:

Dobrý den, Kateřino, "dvojité nebo duté pletení" je speciální technika, při níž pletete současně 2 vrstvy úpletu. Pletení 2 vlákny znamená, že držíte současně 2 vlákna, "nitě", najednou a pletete místo jedné nitky těmito dvěma naráz. Používá se tam, kde potřebujete zesílit přízi nebo když chcete vytvořit nějaký efekt, buď kombinací různých druhů příze (např.hladká + chlupatá) nebo kombinací různých barev příze, jako v tomto případě (degradé efekt). Hodně zdaru! Hana

Loly Aguilar Araujo 24.02.2019 - 22:11:

Hola me gustaría que me explicaras la manera de cómo trabajar cuando se cambia tantas veces de color y quede un buen remate,o pudierais un video que sería lo ideal. Muchas gracias

DROPS Design 25.02.2019 kl. 19:54:

Hola Loly. Cada patrón tiene asignados algunos vídeos para facilitar la realización de la labor. Sacamos vídeos nuevos cada semana. También puedes hacer cualquier consulta específica en una tienda especializada de Drops.

Filomena 24.02.2019 - 17:00:

Vorrei realizzare questo capo con il filato ad un filo solo, chiedo per la tgl.XL quanti grammi mi occorrono e il num. dei ferri adatti. Grazie

DROPS Design 24.02.2019 kl. 19:09:

Buongiorno Filomena. Per un aiuto così personalizzato, può rivolgersi al suo rivenditore Drops di fiducia. Buon lavoro!

Marianne Hoffstetter 01.02.2019 - 07:16:

Hej. Jeg ville gerne lave en sommer top uden v-hals og knapper som på denne model, men mere som en slags undertrøje med en lille ribkant forneden og rund hals og så nogen stroppe der er ca 5 cm brede i bomuld. Har i sådan en opskrift. På forhånd tak :-)

DROPS Design 04.02.2019 kl. 14:29:

Hei Marianne. Du kan feks se på modell 100-34. Du kan også selv tilpasse en modell med feks hullmønster til å strikkes kun i glattstrikk sulle du finne en annen modell du gjerne vil strikke. God fornøyelse

Rieke 22.01.2019 - 17:46:

Achtung! Ich empfehle das Top eine Größe größer zu arbeiten, da die Safran beim waschen stark einläuft.

DROPS Design 23.01.2019 kl. 10:12:

Liebe Rieke, DROPS Safran sollte nicht einlaufen, die Pflegehinweise auf der Banderolle und der Farbkarte folgen - Hier lesen Sie mehr Tipps über Garnpflege. Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-7

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.