DROPS Extra / 0-1450

Pompom Tree by DROPS Design

Jólatré úr dúskum úr DROPS Eskimo. Þema: Jól.

Leitarorð: jól, jólaskraut,

DROPS Design: Mynstur ee-656
Garnflokkur E eða C + C
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: Hæð: ca 27 cm. Ummál neðst: ca 60 cm.
Stór dúskur: 7 cm að þvermáli
Lítill dúskur: 5 cm að þvermáli

EFNI:
DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
200 g litur 06, ólífa
150 g litur 35, lime
150 g litur 29, gulgrænn
50 g litur 56, jólarauður
50 g litur 24, gulur

FYLGIHLUTIR: Eldhúsrúllu standur (með opinn boga í miðju og opinn hring neðst niðri) – til að festa dúskana í. Pappír – fyrir dúska.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Ull
frá 484.00 kr /50g
DROPS Eskimo uni colour DROPS Eskimo uni colour 484.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo mix DROPS Eskimo mix 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo print DROPS Eskimo print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5808kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

STÓR DÚSKUR:
1 dúsur er gerður þannig:
Klippið út tvo hring úr pappír ca 7 cm að þvermáli. Klippið stórt gat í miðju. Leggið hringinga saman á móti hvorum öðrum og vefjið garni utan um báða hringina. Því meira garn, því þykkari verða dúskarnir (1 dúskur á að vera ca 15 g þegar hann er tilbúinn). Klippið að lokum upp þræðina í miðju á milli pappaskífanna. Passið uppá að draga þræðina ekki út. Notið band til að binda utan um miðju á öllum þráðunum á milli pappaskífanna beggja. Herðið á bandi og hnýtið fasta, gerið annan hnút ca 12 cm frá fyrri hnút þannig að það myndist smá lykkja (þessi lykkja er notuð í frágang). Klippið dúskinn til og jafnið.

LÍTILL DÚSKUR:
Gerið alveg eins og STÓR DÚSKUR – sjá útskýringu að ofan, en ca 5 cm að þvermáli. 1 dúskur á að vera ca 8 g þegar hann er tilbúinn.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

JÓLATRÉ - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið samanstendur af 35 dúskum í 2 mismunandi stærðum. Jólatréð samanstendur af einu grænu tré, gulri stjörnu og rauðum pökkum. Dúskarnir eru festir utan um standinn í miðju á eldhúsrúllu standinum og í opna hringinn neðst niðri á eldhúsrúllu standinum. Sjá STÓR DÚSKUR og LÍTILL DÚSKUR að ofan.

TRÉ:
Gerið 8 stóra dúska með gulgrænum, 9 stóra dúska með lime og 10 stóra dúska með ólífa.

STJARNA:
Gerið 2 litla dúska með gulum. Gerið 1 stóra stjörnu með gulum, en án þess að hnýta síðasta hnútin (hann er notaður fyrir frágang).

PAKKI:
Gerið 5 litla dúska með rauðum, en án þess að hnýta síðasta hnútinn (hann er notaður fyrir frágang.

FRÁGANGUR:
Sjá teikningu fyrir frágang:
Blandið grænu dúskunum á tréið og þræðið hverja lykkju yfir standinn í miðju á eldhúsrúllu standi – sjá A á teikningu. Skiptið þeim niður jafnt upp úr. Þræðið síðan 2 litlu dúskana með gulum alveg eins. Hnýtið niður stóra gula dúskinn nálægt toppi á standi – sjá B í teikningu. Hnýtið niður 5 rauðu dúskana jafnt yfir í kringum opið á hring neðst niðri á eldhúsrúllu standi – hnýtið þá þannig að þeir liggi utan um tréð – sjá C í teikningu.

Mynstur


There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1450

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.