DROPS Extra / 0-1446

Jingle Bells by DROPS Design

Heklaðar bjöllur úr DROPS Safran. Stykkið er heklað með sófjaðra mynstri. Þema: Jól.

Leitarorð: jól, jólaskraut, skraut,

DROPS Design: Mynstur e-286
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: Ummál fyrir miðju: ca 13 cm. Hæð: ca 6 cm.

EFNI:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 18, natur

1 bjalla er ca 8 g.

HEKLFESTA:
28 stuðlar á breidd og 16 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 2,5.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Fylgihlutir: 2 rauð hjörtu og natur silkiborði (2 mm). Flaska og sykurvatn til að strekkja bjöllurnar.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (3)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 374kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
(Fyrsta lykkjan í A.1 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar)
-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

BJALLA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá miðju og út, ofan frá og niður. Heklaðir eru 2 bjöllur.

BJALLA:
Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 2,5 með Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið A.1 alls 1 sinni (fyrsta lykkjan sýnir hvernig umferðin byrjar og endar) og A.2 alls 4 sinnum hringinn í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar allt A.1 og A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina, klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Sjá mynsturteikningu fyrir frágang.
Þræðið silkiborða í gegnum hjartað og hnýtið hnút (= A). Hnýtið síðan hnút ca 5 cm frá fyrri hnút (= B). Dragið endana í gegnum gatið á toppinn á bjöllunni og hnýtið hnút ca 5 cm frá bjöllu (= C). Klippið frá.
Til að bjallan hangi fallega og verði aðeins stíf – dýfðu henni í sykurvatn eða litlausan sykraðan gosdrykk. Hengið bjölluna yfir flösku, formið hana til og látið þorna.

Heklið aðra bjöllu til viðbótar.

Mynstur

= Byrjið hér – þessi loftlykkjuhringur er útskýrður í uppskrift. Haldið áfram frá tákni yfir punkti á hring og heklið til vinstri
= Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð, heklið síðan keðjulykku yfir í fyrsta loftlykkjuboga
= Umferðin byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= 1 loftlykkja
= 3 loftlykkjur
= 6 loftlykkjur
= stuðull um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju


Siri Kathrine Nyheim 31.01.2019 - 22:18:

Hei! Hvor får man kjøpt disse røde hjertene?

DROPS Design 01.02.2019 kl. 08:37:

Hei Siri. De fleste hobbybutikker vil nok ha tilsvarende små perler/annheng og silkebånd som kan brukes inni bjellene. God fornøyelse.

Caroline 22.12.2018 - 19:38:

Looks gorgeous, and took less than an hour to make including gathering together yarn hook bell etc from my stash, hope it is adored - made as an xmas gift x

Crocus 20.12.2018 - 06:27:

Dommage que ça arrive le 19. Ce sera pour 2019. 😉

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1446

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.