DROPS Extra / 0-1442

Holiday Face by DROPS Design

Prjónaðar tuskur úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað í dominoferningum með röndum. Þema: Jól.

Leitarorð: borðklútar, eldhús, jól, rendur,

DROPS Design: Mynstur w-739
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: ca 23 x 23 cm

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
Í 7 tuskur:
200 g litur 12, rauður
150 g litur 17, natur
150 g litur 23, ljós grár

1 tuska er ca 66 g.

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 42 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 60 cm eða 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3080kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

LITIR:
Tuska-1:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 14 x 14 cm með rauðum, 8 umferðir garðaprjón natur, 8 umferðir garðaprjón rauðum, 8 umferðir garðaprjón natur, 12 umferðir garðaprjón rauðum.

Tuska-2:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 14 x 14 cm með natur, * 2 umferðir garðaprjón rauðum, 2 umferðir garðaprjón natur *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón rauðum, 6 umferðir garðaprjón natur, * 2 umferðir garðaprjón rauðum, 2 umferðir garðaprjon natur *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón rauðum, 10 umferðir garðaprjón natur.

Tuska-3:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 14 x 14 cm með ljós grár, * 2 umferðir garðaprjón natur, 2 umferðir garðaprjón ljós grár *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón natur, 6 umferðir garðaprjón ljós grár, * 2 umferðir garðaprjón natur, 2 umferðir garðaprjón ljós grár *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón natur, 10 umferðir garðaprjón ljós grár.

Tuska-4:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 14 x 14 cm með natur, * 2 umferðir garðaprjón ljós grár, 2 umferðir garðaprjón natur *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón ljós grár, 6 umferðir garðaprjón natur , * 2 umferðir garðaprjón ljós grár, 2 umferðir garðaprjón natur *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón ljós grár, 10 umferðir garðaprjón natur.

Tuska-5:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 14 x 14 cm með rauður. * 2 umferðir garðaprjón natur, 2 umferðir garðaprjón rauður *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón natur, 6 umferðir garðaprjón rauður, * 2 umferðir garðaprjón natur, 2 umferðir garðaprjón rauður *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, 2 umferðir garðaprjón natur, 10 umferðir garðaprjón rauður.

Tuska-6:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 23 x 23 cm með rauður.

Tuska-7:
Uppfitjun + prjónið þar til ferningurinn mælist 23 x 23 cm með ljós grár.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TUSKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 7 tuskur með dominoferningum í mismunandi litasamsetningum.

DOMINOFERNINGUR:
Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 3 með uppfitjunarlit í tusku – sjá LITIR að ofan. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkjuna.
Prjónið dominoferning þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina.
UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið slétt að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í ), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina.
Prjónið umferð 1-4 þar til litur í tusku er búinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Stykkið mælist ca 23 x 23 cm. Fellið af – en í affellingarkanti er aukið út eins og áður í horni og uppslátturinn er felldur af jafnóðum (þetta er gert til að hornin verði ekki stíf).

Birte Hede 09.06.2019 - 17:17:

Er den ikk på video;)

DROPS Design 10.06.2019 kl. 12:26:

Hej Birte, Så er der en video som passer til - God fornøjelse! :)

Toril 01.04.2019 - 14:36:

I did it! Watched a video😂

Toril 31.03.2019 - 11:09:

Fell av på dominorute var vanskelig å forstå.

Hélène 12.03.2019 - 16:23:

Bonjour! Lorsque vous mentionnez pour rabattre les mailles augmenter dans chaque coin, devons-nous faire un jeté à chaque extrémité et rabattre les jetés situés de chaque côté de la maille centrale? Merci pour votre aide!!

DROPS Design 12.03.2019 kl. 19:39:

Bonjour Hélène! Comment le faire vous trouverez dans le video ICI. Bon tricot!

Ursula 28.12.2018 - 17:51:

K 3, put marker and knit 2. This is first row? Then k3, yo knit 1, move marker to right needle?

DROPS Design 02.01.2019 kl. 12:14:

Dear Ursula, you should have 5 sts on needle: 2 sts, 1 st with marker, 2 sts. On row 2 work: K2, YO, K1 (st with marker), YO, K2. Make sure your marker will be always in the middle stitch and continue like this increasing with 1 YO on each side of the st with marker every other row. Happy knitting!

Ursula N. 28.12.2018 - 16:37:

How or where do I move the marker.

DROPS Design 28.12.2018 kl. 17:12:

Dear Ursula, insert 1 marker thread in the middle (third) stitch. The marker follows along while working the piece and will have the same stitch numbers on each side (the marker is all the time in the middle stitch). Happy knitting!

Laura Billington 23.12.2018 - 00:16:

I'm wondering why these cloths start with a 5 stitch cast on. I think a 3 stitch cast on would create a better corner but I might be wrong. I am just on the first one so will see how it looks.

Mila 15.12.2018 - 17:12:

Troppo belli!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1442

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.