DROPS Extra / 0-1437

Christmas Crunch by DROPS Design

Hekluð karfa úr DROPS Paris. Stykkið er heklað með poppkorns mynstri. Þema: Jól.

DROPS Design: Mynstur w-740
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
LÍTIL – MILLI - STÓR
Mál: Ummál: ca 42-49-64 cm. Hæð (með uppábroti): ca 7-7-7 cm.

LÍTIL KARFA:

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
100 g litur 12, rauður

HEKLFESTA:
17 stuðlar á breidd og 10 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.
Mynstur A.3 mælist ca 1,5 á hæðina.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

MILLI STÆRÐ Á KÖRFU:

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
Fyrir 2 st:
250 g litur 41, sinnep

HEKLFESTA:
17 stuðlar á breidd og 10 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.
Mynstur A.3 mælist ca 1,5 á hæðina.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

STÓR KARFA:

LÍTIL KARFA:

EFNI:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200 g litur 12, rauður

HEKLFESTA:
17 stuðlar á breidd og 10 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.
Mynstur A.3 mælist ca 1,5 á hæðina.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 616kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Lítil karfa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.4.
Milli stór karfa: Sjá mynsturteikningu A.2 og A.4.
Stór karfa: Sjá mynsturteikningu A.3 og A.4.
(Mynsturteikning A.1a, A.2a, A.3a og A.4a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

KARFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Hekluð er 1 lítil karfa með rauðum, 1 stór karfa með rauðum og 2 milli stórar körfum í sinnep.
Stykkið er heklað í hring, frá miðju á botni og upp yfir kant. Heklaður er kantur í poppkorns mynstri sem er brotinn út, síðan er heklaður kantur í lokinn.

LÍTIL KARFA:
Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 4 með rauðum og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið mynstur hringinn þannig: Heklið A.1a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), A.1b alls 12 sinnum í umferð. Heklið þar til 1 umferð er eftir í A.1a og A.1b = 72 stuðlar í umferð – ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Stykkið mælist ca 12 cm að þvermáli, botninn er nú tilbúinn. Setjið 1 prjónamerki í þessa umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið síðustu umferð og endurtakið þessa umferð þar til stykkið mælist 7 cm. Heklið poppkorns mynstur og kanti í lokin eins og útskýrt er að neðan.

MILLI STÆRÐ Á KÖRFU:
Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 4 með sinnep og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið mynstur hringinn þannig: Heklið A.2a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), A.2b alls 12 sinnum í umferð. Heklið þar til 1 umferð er eftir í A.2a og A.2b = 84 stuðlar í umferð – ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Stykkið mælist ca 14 cm að þvermáli, botninn er nú tilbúinn. Setjið 1 prjónamerki í þessa umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið síðustu umferð og endurtakið þessa umferð þar til stykkið mælist 7 cm. Heklið poppkorns mynstur og kanti í lokin eins og útskýrt er að neðan.

STÓR KARFA:
Heklið 5 loftlykkjur með heklunál 4 með rauðum og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið mynstur hringinn þannig: Heklið A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), A.3b alls 12 sinnum í umferð. Heklið þar til 1 umferð er eftir í A.3a og A.3b = 108 stuðlar í umferð – ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Stykkið mælist ca 18 cm að þvermáli, botninn er nú tilbúinn. Setjið 1 prjónamerki í þessa umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið síðustu umferð og endurtakið þessa umferð þar til stykkið mælist 7 cm. Heklið poppkorns mynstur og kanti í lokin eins og útskýrt er að neðan.

POPPKORNS MYNSTUR:
Snúið nú stykkinu þannig að heklað er í gagnstæða átt (þetta er gert til að kanturinn svona af því að brotið er uppá kantinn út og þá kemur mynstrið til með að snúa út að réttu).
Heklið A.4a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), A.4b alls 24-28-36 sinnum í umferð.
Heklið A.4a og A.4b alls 4-4-4 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 13-13-13 cm frá prjónamerki. Klippið frá og festið enda. Brjótið uppá poppkorns mynsturkantinn út

KANTUR Í LOKIN:
Heklið kant meðfram opi frá réttu: * 1 fastalykkja í hvern og einn af 2 stuðlum á milli 2 poppkorns lykkja, heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 poppkorns lykkju *, heklið frá *-* meðfram öllu opinu, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= Byrjið hér – þessi loftlykkjuhrigur er útskýrður í uppskrift. Haldið áfram frá tákni yfir punkti á hring og heklið til vinstri
= umferð byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð
= umferðin tilheyrir fyrri mynsturteikningu og hefur nú þegar verið hekluð – byrjið á næstu umferð!
= loftlykkja
= fastalykkja í poppkorns lykkju
= fastalykkja um loftlykkju
= stuðull um loftlykkjuhring
= stuðull í lykkju
= POPPKORN: Heklið 4 stuðla í sömu lykkju, takið út heklunálina úr lykkjunni, stingið heklunálinni í fyrsta af 4 stuðlum, stingið síðan heklunálinni inn í lykkjuna frá síðasta stuðli (= 2 lykkjur á heklunálinni), bregðið bandinu 1 sinni uppá heklunálina og dragið bandið í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni = 1 poppkorns lykkja
Jezirah 16.12.2018 - 14:33:

Leider verstehe ich nicht, was mit "1 Stäbchen um den Luftmaschenring häkeln" gemeint ist.

DROPS Design 17.12.2018 kl. 10:12:

Lieber Jezirah, Dieses Video zeigt wit man in oder UM eine Masche häkeln und dieses Video wie man das Körbchen häkelt. Viel Spaß beim häkeln!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1437

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.