DROPS / 194 / 38

Red Nose Jumper by DROPS Design

Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og hreindýri. Stærð S - XXXL. Þema: jól.

DROPS Design: Mynstur ne-275
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
S - M - L - XL - XXL - XXXL

EFNI:
DROPS NEPAL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
400-400-450-500-550-600 g litur 3620, rauður
(þú þarft 50 g aukalega af lit 3620, rauður ef þú prjónar ekki hreindýr á baki)
100-150-150-150-150-200 g litur 0100, natur
50-50-50-50-50-50 g litur 0206, ljós beige
50-50-50-50-50-50 g litur 0300, beige
50-50-50-50-50-50 g litur 0612, millibrúnn
50-50-50-50-50-50 g litur 2923, gulur

FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
16 lykkjur á breidd og 20 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 5,5: lengd 60 cm og 80 cm fyrir sléttprjón.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4,5: lengd 40 cm og 60 cm eða 80 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – fyrir hálsól á hreindýri.

FYLGIHLUTIR: Eitt lítið hjarta til skrauts ca 2 cm að þvermáli eða álíka sem hægt er að nota á hálsól á hreindýri (hjartað verður að hafa gat til að þræða loftlykkjuröðina í gegn).

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7700kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning A.3 sýnir hnút (= augu og snjókorn).
Mynsturteikning A.1 og A.2 (hreindýr): Öll mynsturteikning er prjónuð með sléttprjóni. Prjónið með 3/5 dokkur í umferð, þannig að þú þurfir ekki að hafa löng hopp á röngu. Þ.e.a.s. prjónað er með 1 dokku rauður/natur á hvorri hlið á peysunni og 1 dokku með mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

ÚTAUKNING (á við um laskalínu):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

ÚRTAKA (á við um ermar):
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Framstykki, bakstykki (með eða án hreindýrs á bakstykki) og ermar er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Þetta er gert til að það sé auðveldara að prjóna mynstur. Prjónið síðan stykkin saman lykkju fyrir lykkju með fram laskaútaukningu og í hliðum. Að lokum er kantur í hálsi prjónaður í hring og peysan er skreytt með snoppu, augum, hári, snjókornum og ól í hálsi.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauðum. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá útaukning að ofan, á hvorri hlið. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!Þegar aukið hefur verið út 7-7-8-9-10-10 sinnum á hvorri hlið og það eru 42-44-48-52-56-58 lykkjur í umferð er mynstur prjónað þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, A.1A (= 38 lykkjur) – sjá MYNSTUR að ofan, prjónið 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 44-46-50-54-58-60 lykkjur. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.1A hefur verið prjónað til loka prjónið A.1B yfir A.1A. Í umferð með ör í A.1B er skipt um grunnlit til natur í stað rauður og mynstrið nær nú yfir 42 lykkjur. Þegar A.1B er lokið á hæðina er haldið áfram með natur, sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm. Aukið nú um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður. Klippið frá og festið enda.

BAKSTYKKI – MEÐ HREINDÝRI:
Fitjið upp og prjónið alveg eins og á framstykki nema prjónið mynstur A.2A í stað A.1A og mynstur A.2B í stað A.1B. Þegar A.2B hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað áfram með natur, sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm – stillið af eftir framstykki. Aukið nú út um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur brugðnar, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Bakstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður. Klippið frá og festið enda.

BAKSTYKKI – ÁN HREINDÝRS:
Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauðum. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Jafnframt í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur.Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 18-17-16-15-14-12 cm – stillið af eftir skipti á grunnlit á framstykki, prjónið áfram með natur til loka. Þegar stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm – stillið af eftir framstykki, aukið nú um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður. Klippið frá og festið enda.

ERMI:
Fitjið upp 14 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauðum.
Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 19-21-23-24-24-25 sinnum = 52-56-60-62-62-64 lykkjur. Prjónið síðan áfram með sléttprjóni þar til ermin mælist 20-21-23-25-27-29 cm. Fitjið nú upp 4-5-5-5-7-9 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 60-66-70-72-76-82 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2-2-2-1-1-1 cm millibili 4-13-15-7-12-14 sinnum og síðan með 3-3-3-2-2-2 cm millibili 9-2-1-10-6-6 sinnum = 34-36-38-38-40-42 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 40-39-38-36-34-33 cm. Aukið nú út um 4-6-4-4-6-8 lykkjur jafnt yfir = 38-42-42-42-46-50 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið aðra ermi alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið ermar í við fram- og bakstykki – saumið innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. ATH! Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur! Saumið sauminn undir ermum og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op undir ermi.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp frá réttu 1 lykkju í hverja lykkju (en ekki í kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið á stykkjum) á stuttan hringprjón 4,5 með rauðum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4 lykkjur jafnt yfir = 80-84-88-92-96-100 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.

NEF:
Gerið einn dúsk með rauðum ca 7 cm að þvermáli. Klippið dúskinn þannig að hann fái sporöskjulaga form, þannig að það verða ca 7 cm í aðra áttina og ca 5 cm í hina áttina, en munið að skilja eftir 2 þræði til að festa dúskinn með.
Festið dúskinn framan á höfuðið á hreindýri ca mitt í ljós beige eininguna – sjá mynd. Dragið þræðina í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið endana saman á röngunni.

AUGU:
Gerið 2 augu með millibrúnn þannig: 1 auga. Klippið 3 þræði ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5 – sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 auga til viðbótar. Staðsetjið augun framan á höfuðið á hreindýri, akkúrat yfir ljós beige eininguna – sjá mynd. Dragið þræðina í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið þræðina á röngu.

HÁR:
Festið 4 kögur fyrir hár framan á höfuðið og 4 kögur aftan á höfði.
1 kögur = klippið 2 þræði millibrúnn ca 8-9 cm. Leggið 2 þræðina saman, dragið þræðina utan um lykkju efst á höfði á hreindýri á milli beige á höfði og millibrúna í horni – mitt á sjálfu höfðinu. Hnýtið tvöfaldan hnút. Festið alveg eins kögur hvoru megin við miðju kögrið – sjá mynd.

HÁLSÓL AÐ FRAMAN:
Heklið loftlykkjuröð ca 16-18 cm með heklunál 4 með gulum. Þræðið rautt hjarta eða svipað sem skraut á loftlykkjuröðina og hnýtið hnút þannig að hjartað haldist mitt í loftlykkjuröðinni. Staðsetjið hálsólina þvert yfir hálsinn á hreindýri á framstykki. Festið enda á röngu á stykki.

HÁLSÓL AÐ AFTAN:
Heklið loftlykkjuröð ca 18-19 cm með heklunál 4 með gulum. Staðsetjið hálsólina þvert yfir hálsinn á hreindýrinu á bakstykki. Festið enda á röngu á stykki.

SNJÓR:
Gerið ca 16 hnúta með natur fyrir snjó: Klippið 1 þráð ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5,5 – sjá A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 hnút til viðbótar og herðið á bandi á þessum hnút = 1 hnútur). Staðsetjið snjó á efri hluta á berustykki, t.d. 4 snjókorn á framstykki, 5 snjókorn á bakstykki, 4 snjókorn á vinstri ermi og 3 snjókorn á hægri ermi. Dragið þráðar enda í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju í peysu og hnýtið þráðar endana saman á röngu.

Mynstur

= rauður
= natur
= ljós beige
= beige
= millibrúnn
= þegar umferð með ör í mynsturteikningu hefur verið prjónuð til loka á hæðina er grunnlitur í peysu skipt frá rauður í natur

Marianne 02.01.2019 - 09:51:

Er Nepal garn nu steget i pris mens jeg venter på svar. Øv øv.

Marianne Ancker 29.12.2018 - 21:23:

Hvor meget mere farve 0100, natur, skal jeg bestille hvis jeg vil forlænge den fra 62 cm til 75 cm str xxl

DROPS Design 04.01.2019 kl. 09:01:

Hei Marianne. Det er ca 14 cm med natur nederst på genseren, og du vil øke lengden med 13 cm, da kan du regne med at du trenger dobbelt så mye garn i natur. God fornøyelse

Naette19 14.12.2018 - 12:07:

"50 g en plus en coloris 3620 rouge si vous souhaitez tricoter un renne dans le dos " Ce n'est pas en moins puisque le renne est tricoté dans des coloris différent ? Ou 50 g en plus si on ne tricote pas le renne ? Merci pour votre réponse

DROPS Design 14.12.2018 kl. 12:41:

Bonjour Naette19, si vous ne tricotez pas le renne dans le dos, le dos commencera en naturel et continuera en rouge seulement (sans jacquard donc), il vous faudra alors 1 pelote en rouge en plus que si vous tricotez le jacquard dans le dos - merci pour votre retour, la correction va être faite. Bon tricot!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-38

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.