DROPS Baby / 33 / 5

Tiny Elf by DROPS Design

Hekluð húfa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er heklað með röndum og dúskum. Stærð fyrirburar – 4 ára.

Leitarorð: hattar, jól, rendur,

DROPS Design: Mynstur me-063-by
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

Stærð: (<0) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Höfuðmál í cm:
Ca (28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52)
Efni:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
(50) 50-50-50-50 (100-100) g litur 01, natur
(50) 50-50-50-50 (100-100) g litur 11, rauður

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

HEKLFESTA:
14 stuðlar á breidd og 12 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 5.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1496kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

HEKLLEIÐBEININGAR:
Allar umferðir byrja með 2 loftlykkjum (jafngilda 1 hálfum stuðli og koma í stað fyrsta hálfa stuðul í umferð. Allar umferðir enda með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðasta hálfa stuðulinn með fyrsta litnum, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegn í lokin, heklið síðan áfram með nýja litnum.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring, neðan frá og upp. Húfan er saumuð saman ofan frá og festur er 1 dúskur í hvora hlið á húfu.

HÚFA:
Heklið (44) 54-62-66-70 (75-79) loftlykkjur með heklunál 5 með natur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Fyrsta umferð er hekluð þannig: Heklið 2 loftlykkjur (jafngildir 1 hálfum stuðli), heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = (35) 43-50-53-56 (60-63) hálfir stuðlar.
Heklið A.1 hringinn – sjá HEKLLEIÐBEININGAR og LITASKIPTI þar til stykkið mælist ca (17) 18-19-20-21 (22-23) cm – endið eftir heila rönd á hæðina. Klippið þráðinn frá nógu langt til að sauma húfuna saman með.

FRÁGANGUR:
Leggið húfuna saman flata og saumið saman að ofan. Brjótið uppá neðstu 2½-3 cm á húfunni.

DÚSKAR:
Gerið 2 þétta dúska í natur og rauðum að þvermáli ca 4 cm. Saumið dúskana niður í hvorn endann á saum efst á húfunni.

Mynstur

= hálfur stuðull, heklið með natur
= hálfur stuðull, heklið með rauður
= umferðin hefur nú þegar verið hekluð, byrjið á næstu umferð

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 33-5

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.