Narvik by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð 2-12 ára.

DROPS Design: Mynstur u-076-bn
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm:
92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
200-250-300-300-350-400 g litur 44, ljós grár
50-100-100-100-100-100 g litur 01, natur
50-50-50-50-50-50 g litur 48, vínrauður

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
21 lykkjur á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni og norrænu mynstri = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4 (í 3 minnstu stærðum): lengd 40 cm og 60 cm fyrir sléttprjón.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4 (í 3 minnstu stærðum): lengd 40 cm og 80 cm fyrir sléttprjón.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3 (í 3 minnstu stærðum): lengd 40 cm og 80 cm fyrir stroff.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3 (í 3 stærstu stærðum): lengd 40 cm og 80 cm fyrri stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (7)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3168kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

----------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

UPPHÆKKUN (aftan í hnakka):
Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun.
Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í byrjun á umferð (= miðja að aftan). Byrjið frá réttu með ljós grár og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 12-13-14-14-15-16 lykkjur framhjá lykkju með prjónamerki í, snúið, herðið á bandi og prjónið 25-27-29-29-31-33 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 37-40-43-43-46-49 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 49-53-57-57-61-65 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 61-66-71-71-76-81 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 73-79-85-85-91-97 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að framan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (A.2 á einungis við um stærð 2 og 3/4 ára). Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

LEIÐBEININGAR (á við um norrænt mynstur):
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað.

ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 81 lykkja) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 21) = 3,9.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Öll útaukning er gerð frá réttu.
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðnir svo að ekki myndast göt.

ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermi):
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsi, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður.
Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 81-84-87-90-93-96 lykkjur á hringprjón 3 með vínrauður. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í ca 2-2½ cm.
Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 21-24-27-30-33-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 102-108-114-120-126-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4.
Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – prjónaðu UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram í BERUSTYKKI.

BERUSTYKKI:
Lesið LEIÐBEININGAR! Prjónið A.1 hringinn (= 17-18-19-20-21-22 mynstureiningar með 6 lykkjum).
JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og ÚTAUKNING-1.
Ör-1: Aukið út um 10-12-14-16-18-20 lykkjur jafnt yfir = 112-120-128-136-144-152 lykkjur (nú er pláss fyrir 14-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 8 lykkjum).
Ör-2: Aukið út um 24-32-32-40-32-40 lykkjur jafnt yfir = 136-152-160-176-176-192 lykkjur (nú er pláss fyrir 17-19-20-22-22-24 mynstureiningar með 8 lykkjum – ATH: Passið uppá að fá með útaukningar á milli ör-2 og ör-3 sem eru teiknaðar í mynsturteikningu).
Ör-3: Nú eru 170-190-200-220-220-240 lykkjur í umferð. Aukið út um 22-18-24-20-32-30 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð = 192-208-224-240-252-270 lykkjur (nú er pláss fyrir 12-13-14-15-14-15 mynstureiningar með 16-16-16-16-18-18 lykkjum).
Ör-4: Aukið út um 18-26-16-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 210-234-240-246-258-276 lykkjur.
Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 15-16-17-18-19-20 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Ef stykkið mælist minna en þetta er prjónað sléttprjón með ljós grár að réttu máli.
Næsta umferð prjónað með ljós grár þannig: Prjónið 32-35-37-38-40-43 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 42-48-47-48-50-53 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 63-69-73-75-79-85 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 42-48-47-48-50-53 lykkjur á 1 band fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær lykkjur sem eftir eru 31-34-36-37-39-42 lykkjur slétt (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 138-150-158-166-174-182 lykkjur. Prjónið síðan þannig:

STÆRÐ 2 og 3/4 ÁRA:
Prjónið 1 umferð slétt með ljós grár. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 23-25 mynstureiningar með 6 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón með ljós grár þar til stykkið mælist 17-20 cm frá skiptingu. Prjónið síðan STROFF eins og útskýrt er að neðan.

STÆRÐ 5/6, 7/8, 9/10 og 11/12 ára:
Prjónið sléttprjón hringinn með ljós grár þar til stykkið mælist 23-26-29-32 cm frá skiptingu. Prjónið síðan STROFF eins og útskýrt er að neðan.

STROFF:
Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 30-33-34-35-39-43 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1 = 168-183-192-201-213-225 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Peysan mælist ca 38-42-46-50-54-58 cm frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið 42-48-47-48-50-53 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-6-8-8-6 lykkjur sem fitjaðar upp undir ermi = 48-54-53-56-58-59 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-6 lykkjurnar undir ermi og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar lykkjum er fækkað undir ermi.

STÆRÐ 2 og 3/4 ÁRA:
Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið 1 umferð slétt með ljós grár. Síðan er prjónað A.2 hringinn (= 8-9 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað áfram með ljós grár eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR.

STÆRÐ 5/6, 7/8, 9/10 og 11/12 ára:
Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með ljós grár. Haldið áfram eins og útskýrt er í ALLAR STÆRÐIR.

ALLAR STÆRÐIR:
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2-2-2-3-3-3 cm fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-3½-4-4-4½ cm millibili alls 6-8-7-7-8-8 sinnum = 36-38-39-42-42-43 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 19-22-26-31-35-38 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-3-3-6-5 lykkjur jafnt yfir = 36-39-42-45-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ermin mælist ca 23-26-30-35-39-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins.

Mynstur

= ljós grár
= natur
= vínrauður
= byrjið á þessari umferð í þinni stærð
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn með grunnlit í mynsturrönd, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat
= útauknings umferð
Athugasemdir (7)

Skrifa athugasemd!

A.Noordsij 20.02.2019 - 13:45:

Ben eruit, had geen erg in de minderingen op de tekening, vind het nogal verwarrend, sorry. Vriendelijke groeten A Noordsij

A. Noordsij.v.d. Ende 20.02.2019 - 10:21:

Goede morgen, heb net een vraag gesteld, maar nu staat hij bij de opmerkingen, krijg ik nu wel antwoord?

DROPS Design 21.02.2019 kl. 10:54:

Dag A. Noordsij.v.d. Ende,

Het is inderdaad het handigst om je vragen bij de vragen te zetten en niet bij de opmerkingen. Maar ik zie dat je er ook al uit bent. Veel breiplezier!

A.Noordsij - V.d. Ende 20.02.2019 - 09:48:

Goede morgen, Onze dochter vroeg mij dit patroon (32-12 Children) te breien voor onze kleinzoon, nu zit ik vast bij pijltje 3 In pijl 2 word gemeld dat ik 176 steken op de naald heb en bij pijl 3 moeten er 220 steken op de naald staan hoe kom ik daar aan? Vriendelijke groeten Ada Noordsij

Renate Bastiansen 09.02.2019 - 15:24:

A 1 i str 2-3/4 er det 5 på diagrammet i de andre str er det bare 3. Skal det være slik?

DROPS Design 13.02.2019 kl. 12:07:

Hei Renate. Jeg skjønner ikke spørsmålet ditt, hva er det er 5 og 3 på i diagrammene? Det økes 4 ganger i alle størrelser, og alle diagrammene går over 6 masker på starten

Marijke 16.01.2019 - 20:41:

Ik had dit patroon bij Favorieten staan....maar nu is de hele pagina (plus knop) van de Favorieten, en dus al mijn favorieten verdwenen.... wat is er aan de hand????

Nina Leknes 24.10.2018 - 21:51:

Jeg strikker str 5/6 år og når jeg har fulgt alle økningene har jeg 250 masker. Hva kan jeg ha feilet på ?

DROPS Design 06.11.2018 kl. 10:13:

Hei Nina. Vi har nå gått gjennom alle økinger på bærestykket og får 240 masker i størrelse 5/6 år. Før økingene begynner har du altså 114 masker på pinnen. Ved 1. pil i diagrammet økes 14 masker jevnt fordelt = 128 masker. Ved pil 2 økes 32 masker jevnt fordelt = 160 masker på pinnen. Du har nå nok masker til at du strikkes 20 rapporter av A.1. I tillegg økes det 2 masker per rapport av A.1 mellom pil 2 og 3 = totalt 200 masker på pinnen. Ved pil 3 økes det 24 masker = 224 masker på pinnen. Ved pil 4 økes det 16 masker = 240 masker på pinnen og alle økinger er ferdig. God fornøyelse.

Stina Robell 09.09.2018 - 21:18:

Jag kan inte se diagrammet över mönstret på min dator. Bara ????

DROPS Design 10.09.2018 kl. 11:51:

Hei Stina. Vi har for øyeblikket tekniske problemer med siden vår, dette medfører at diagrammer og bilder dessverre ikke lastes ordentlig. Vi jobber med å løse problemet, og siden vil være tilbake som normalt så snart som mulig. Du kan følge med på vår twitter eller facebookside for oppdateringer. Beklager dette

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-12

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.