Little Red Nose by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 12 mán -12 ára.

DROPS Design: Mynstur me-040-bn
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------

Stærð: 12/18 mán (2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12) ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm:
80/86 (92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152)
Efni:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
200 (200-250-250-250-300-300) g litur 11, rauður
50 (50-50-50-50-50-50) g litur 07, ljós brúnn
50 (50-50-100-100-100-100) g litur 01, natur

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4 – fyrir sléttprjón.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 60 cm fyrir sléttprjón.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – fyrir stroff á ermum.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 cm og 60 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

DROPS HEKLUNÁL NR 3: Fyrir snoppu.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (11)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4488kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 12.
Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna ca 11. og 12. hverja lykkju, eða ef auka á út þá er það gert á eftir 12. hverri lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð svo að ekki myndist gat).

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri).
Aukið svona út við bæði prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-1 (á við um miðju undir ermi):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

UPPHÆKKUN (aftan í hnakka):
Hoppaðu yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun.
STÆRÐ 12/18 mán (2 - 5/6 - 7/8) ÁRA: Setjið 1 prjónamerki mitt að framan á milli 2 lykkja (þ.e.a.s. á eftir 33 (36-42-42) lykkjum).
STÆRÐ (3/4 - 9/10 - 11/12) ÁRA: Setjið 1 prjónamerki mitt framan í miðju lykkju (þ.e.a.s. í 39.-46.-46. hverja lykkju).
Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 8 (8-8-10-10-12-12) lykkjur á undan prjónamerki, snúið, herðið á bandi og prjónið brugðið þar til að eftir eru 8 (8-8-10-10-12-12) lykkjur á hinni hliðinni, snúið, herðið á bandi og prjónið slétt þar til eftir eru 16 (16-16-18-18-20-20) lykkjur, snúið, herðið á bandi og prjónið brugðið þar til eftir eru 16 (16-16-18-18-20-20) lykkjur á hinni hliðinni. Haldið áfram með að prjóna yfir 8 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum til viðbótar á hvorri hlið, snúið, herðið á bandi og prjónið slétt að miðju að aftan.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað v hring ofan frá og niður. Fyrst er prjónað berustykki sem skiptist við ermar og fram- og bakstykki. Umferðin byrjar ca við miðju að aftan. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 72 (76-80-84-88-96-100) lykkjur á sokkaprjóna/hringprjón 3 með rauðum (í 2 minnstu stærðum verður að fitja upp og prjóna á sokkaprjóna áður en lykkjum er aukið út, í öðrum stærðum er hægt að fitja upp og prjóna með stuttum hringprjóni).
Prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar). Haldið áfram með stroff í 3 cm.

BERUSTYKKI:
Skiptið yfir á sokkaprjóna/hringprjón 4.
Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 6 (4-3-0-4-5-9) lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 66 (72-77-84-84-91-91) lykkjur.
Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – prjónið UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram .
Prjónið mynstur eftir A.1 – ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11 (12-11-12-12-13-13) mynstureiningar með 6 (6-7-7-7-7-7) lykkjum).
Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 176 (192-209-228-240-260-260) lykkjur í umferð.
Prjónið síðan sléttprjón með rauðum.
Í næstu umferð er aukið út um 7 (7-10-7-3-0-11) lykkjur jafnt yfir = 183 (199-219-235-243-260-271) lykkjur.
Þegar stykkið mælist 13 (14-15-16-17-18-19) cm frá miðju að framan (mælt án kants í hálsi), skiptist stykkið þannig: Prjónið 25 (27-30-32-34-36-38) lykkjur, setjið næstu 42 (46-50-54-54-58-60) lykkjur á 1 band fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn, prjónið 49 (53-59-63-67-72-75) lykkjur, setjið næstu 42 (46-50-54-54-58-60) lykkjur á 1 band fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið afgang af 25 (27-30-32-34-36-38) lykkjum eins og áður = 115 (123-135-143-151-160-167) lykkjur.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi (= 57 (61-67-71-75-80-83) lykkjur á milli prjónamerkja á framstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 3 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING.
Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 6 og 9 cm frá skiptingu = 127 (135-147-155-163-172-179) lykkjur. Þegar stykkið mælist 11 (13-16-19-22-25-28) cm frá skiptingu, aukið út um 9 (9-9-9-9-8-9) lykkjur í næstu umferð = 136 (144-156-164-172-180-188) lykkjur.
Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Öll peysan mælist ca 34 (37-41-45-49-53-57) cm, mælt frá öxl.

ERMI:
Setjið lykkjur af öðru bandinu á sokkaprjón 4 og prjónið að takið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50 (54-58-62-62-66-68) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjurnar (= mitt undir ermi). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með rauðum. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 1½ (2-2-2½-3-3½-3½) cm millibili alls 6 (6-8-8-8-8-9) sinnum = 38 (42-42-46-46-50-50) lykkjur. Þegar ermin mælist 10 (12-17-20-24-27-31) cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur jafnt yfir 36 (40-40-44-44-48-48)
Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 8 cm eða að óskaðri lengd.
Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðnar auknar út til 3 lykkjur brugðnar = 45 (50-50-55-55-60-60) lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist alls ca 18 (20-25-28-32-35-39) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins.

SNOPPA:
Heklið með rauðum með heklunál 3 þannig: Heklið 4 loftlykkjur og 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, klippið frá og festið enda. Heklið 1 snoppu á hvert hreindýr (= 11 (12-11-12-12-13-13) snoppur). Hnýtið snoppurnar á hvert hreindýr og festið enda.

Mynstur

= ljós brúnn
= rauður
= natur
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn með grunnlit í mynsturrönd, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat
Patricia 15.02.2019 - 21:09:

Bonjour, j'ai terminé ce modèle pour mon petit-fils de 17 mois. Bien que l'échantillon réalisé soit parfait il n'en a pas été de même pour le pull. Pour le col après 3 démontages successifs il m'a fallu le réaliser en taille 7/8 ans ! Ensuite faire des diminutions pour revenir à une taille 3/4 ans pour tout le reste du pull qui lui va parfaitement !. Je pense qu'il existe des erreurs soit de traduction soit dans le nombre de mailles. Attention donc ...

Jannicke 23.01.2019 - 00:11:

Hei. I mønsteret er det lagt inn økninger med et kast. På noen linjer er det lagt inn et kast på starten av omgangen. Er dette rett?

DROPS Design 24.01.2019 kl. 14:46:

Hei Jannicke. Ja, det stemmer. Når du strikker rundt (og ikke frem og tilbake) har ikke dette noe å si. God fornøyelse

Jitka Tesarova 22.01.2019 - 23:14:

Geniální webpage! Super popis! Děkuji, jsem nadšená, výsledek pochválila rodina i kamarádky.

Nati 18.12.2018 - 00:41:

Hola, os hice una pregunta y no he tenido respuesta, sigo a la espera, gracias

DROPS Design 19.12.2018 kl. 22:39:

Hola Nati, Sin ver la labor no podemos ver donde está el fallo. Seguramente es la tensión del tejido, que no era igual a la recomendada en el patrón. ¿Has hecho una muestra? ¿Has estado tomando medidas durante el trabajo? Al ser así y trabajando de arriba abajo, es bastante más fácil ajustar para la talla deseada.

Nati 11.12.2018 - 23:46:

Hola, qué hice mal que me salió pequeño a pesar de seguir al pie de la letra el patrón, gracias anticipadas

DROPS Design 19.12.2018 kl. 22:39:

Ver la respuesta arriba

Nati 11.12.2018 - 23:01:

Hola, hice el jersey siguiendo al pie de la letra el patrón y me ha quedado pequeño, una pena, lo quería para Navidad

Retkesné Edit 22.11.2018 - 09:09:

Jó napot kívánok! Segítséget szeretnék kérni! A vállrész leírása szerint a diagram szerinti minta lekötése után lustakötésre és piros fonalra váltunk. Ugyanakkor a képen nekem úgy tűnik, hogy a pulóver teste harisnyakötéssel készült. Tudnának nekem ebben felvilágosítást adni? Hálásan köszönöm, további szép napot kívánok! Edit.

DROPS Design 25.11.2018 kl. 10:55:

Kedves Edit! Köszönjük levelét. Igaza van, a pulóver teste piros színnel és harisnyakötéssel folytatódik. Javítottuk a hibát a fordításban, és a kellemetlenségért elnézést kérünk. Sikeres kézimunkázást!

Nathalie 04.11.2018 - 19:27:

J'ai fait l'empiecement, pour un pull en 7/8ans. Je me retrouve avec beaucoup plus de mailles qu'indiquées. 240au lieu de 228. J'ai vérifié si je ne m'étais pas trompée, mais il semble que non... Pourriez vous éclairer ma lanterne...?

DROPS Design 05.11.2018 kl. 09:54:

Bonjour Nathalie, en taille 7/8 ans, vous devez bien avoir 240 m - c'est en taille 5/6 ans que vous auriez eu 228 m. Bon tricot!

Anja 22.10.2018 - 23:13:

Der Pulli ist zuckersüß - Tausend Dank für diese Anleitung ;)

Marina Grigoryeva 20.09.2018 - 13:29:

Eine Frage zu Erhöhung. Das „noch weitere 2 x an beiden Seiten stricken,“ lese ich als insgesamt 4 weitere Reihen, 2 Reihen mit 24 Maschen bis Markierer und dann noch 2 mit 32 Maschen bis Markierer. Allerdings bedeutet das bei der vierte Reihe nur 1 Masche stricken und es wird wieder gewendet. Habe ich den Satz richtig verstanden, oder waren insgesamt nur 2 Reihen damit gemeint? Viele Grüße Marina

DROPS Design 20.09.2018 kl. 13:34:

Liebe Frau Grigoryeva, ja genau, es werden noch 4 Reihen mehr gestrickt: 1 Hinreihe bis 24 M (in der 1. - 3. Größe) bleiben, wenden und die Rückreihe bis 24 M bleiben, dann noch 1 Hinreihe bis 32 M bleiben, wenden, 1 Rückreihe bis 32 M bleiben, wenden und die nächste Reihe bis zur hinteren Mitte rechts (= Hinreihe) stricken. Jetzt stricken Sie die Passe in der Runde. Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-10

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.