Run Run Rudolph by DROPS Design

Prjónaður galli fyrir börn með hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 12 mán – 6 ára.

DROPS Design: Mynstur me-045-bn
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------

Stærð: 12/18 mán - 2 - 3/4 - 5/6 ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm:
80/86 - 92 - 98/104 - 110/116
Efni:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
300-300-350-400 g litur 07, ljós brúnn
50-50-50-100 g litur 01, natur
50-50-50-50 g litur 11, rauður

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni og norrænu mynstri = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4 – fyrir sléttprjón á ermum.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 60 cm eða 80 cm fyrir sléttprjón.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – fyrir stroff á ermum.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 60 cm eða 80 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

DROPS HEKLUNÁL NR 3: Fyrir snoppu.

DROPS TRÉTALA, NR 503: 5-6-7-7 st.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5984kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

LEIÐBEININGAR (á við um kant að framan):
Allur kanturinn að framan er prjónaður með ljós brúnum. Þ.e.a.s. notið 1 dokku af ljós brúnum í hvorn kant að framan þegar þess er þörf (þ.e.a.s. í umferð þar sem ljós brúnn er ekki hluti af mynstri).
Skipt er um þráð á milli kants að framan og berustykkis (þetta er gert svona til þess að forðast að festa þræði út á kanti að framan). Þegar skipt er um þræði eru þræðirnir tvinnaðir saman með hverjum öðrum svo að lykkjurnar hangi saman.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur), mínus kanta að framan (= 74 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 10,6.
Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis ca 9. og 10. hverja lykkju og 10. og 11. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert til skiptis á eftir ca 10. og 11. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð svo að ekki myndist gat – ATH: Ekki er lykkjum fækkað/aukið út yfir kanta að framan).

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermi og innan á skálm):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu eftir 1½-2 cm í kanti á hálsi, síðan er fellt af fyrir næstu 4-5-6-6 hnappagötum með ca 8-8-7½-8 cm millibili.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

GALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan. Einfaldara er að stilla lengd á ermum og skálmum ef stykkið er prjónað ofan frá og niður og því er gallinn prjónaður ofan frá og niður.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 84-88-92-96 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan á hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3 með ljós brúnn. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu með 5 kantlykkjum að framan með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, á hvorri hlið á stykki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni. Haldið áfram með stroff svona í 3 cm – munið eftir HNAPPAGAT á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umferð frá réttu.

BERUSTYKKI:
Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu með 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni á hvorri hlið og fækkið um 7-5-4-1 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 77-83-88-95 lykkjur. Prjónið síðan upphækkun aftan í hnakka með sléttprjóni þannig (þetta er gert til að flíkin passi betur): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 12-13-14-15 lykkjur í umferð, snúið, herðið á bandi og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 12-13-14-15 lykkjur á annarri hliðinni. Snúið, herðið á bandi og prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 20-22-24-26 lykkjur, snúið, herðið á bandi og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 20-22-24-26 lykkjur á annarri hliðinni. Snúið, herðið á bandi og prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 28-31-34-37 lykkjur í umferð, snúið, herðið á bandið og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 28-31-34-37 lykkjur á hinni hliðinni. Snúið, herðið á bandi og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, prjónið síðan 1 umferð brugðna frá röngu (kantur að framan er prjónaður með garðaprjóni).
Næsta umferð er prjónuð frá réttu: 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni – ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11-12-11-12 mynstureiningar með 6-6-7-7 lykkjum), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni.
Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu – sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 187-203-220-239 lykkjur í umferð.
Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni á hvorri hlið með ljós brúnum.
Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 7-7-10-7 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 194-210-230-246 lykkjur.
Prjónið þar til stykkið mælist ca 13-14-15-16 cm mælt fyrir miðju að framan (mælt án kants í hálsi).
Nú skiptist stykkið þannig: Prjónið 29-31-34-36 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 42-46-50-54 lykkjur á 1 band fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn, prjónið 52-56-62-66 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 42-46-50-54 lykkjurnar á 1 band fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið þær 29-31-34-36 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki) = 122-130-142-150 lykkjur.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Setjið 1 prjónamerki í 32-34-37-39 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 58-62-68-72 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Haldið áfram fram og til baka með sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni á hvorri hlið við miðju að framan – munið eftir HNAPPAGAT á kanti að framan. Þegar stykkið mælist 10-10-12-12 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 20-20-24-24 cm frá skiptingu = 130-138-150-158 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-31-35-38 cm frá skiptingu, endið kant að framan við miðju að framan. Fellið af fyrstu 3 lykkjurnar í byrjun á næstu 2 umferðum = 124-132-144-152 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur í 3 cm – stykkið mælist nú 32-34-38-41 cm frá handveg og 45-48-53-57 cm frá miðju að framan (mælt án kants í hálsi). Nú skiptist stykkið fyrir skálmar.

SKÁLM:
Byrjið við miðju að framan, skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn yfir fyrstu 62-66-72-76 lykkjurnar (þær 62-66-72-76 sem eftir eru hvíla nú á prjóninum). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= innanverðu á skálm). Þegar skálmin mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur að innanverðu á skálm – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-4.-6.-7. hverri umferð alls 10-10-11-11 sinnum = 42-46-50-54 lykkjur. Þegar skálmin mælist 13-18-25-31 cm frá skiptingu, aukið út um 10 lykkjur jafnt yfir = 52-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 8-8-10-10 cm eða að óskaðri lengd. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðnar auknar út til 3 lykkjur brugðnar = 65-70-75-80 lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Setjið lykkjur af hringprjóni á sokkaprjón 4 og prjónið hina skálmina alveg eins. Allur gallinn mælist ca 71-79-93-103 cm, mælt frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið lykkjur af öðru bandinu á sokkaprjón 4 og prjónið að takið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-52-56-60 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 lykkjurnar (= mitt undir ermi). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með ljós brúnn. Þegar ermin mælist 2-2-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-3.-4.-4. hverri umferð alls 7-9-10-12 sinnum = 34-34-36-36 lykkjur. Þegar ermin mælist 10-12-15-18 cm frá skiptingu, aukið út um 6-6-8-8 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 8-8-10-10 cm eða að óskaðri lengd. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðnar auknar út til 3 lykkjur brugðnar = 50-50-55-55 lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Prjónið hina ermina alveg eins.

SNOPPA:
Heklið með rauðum með heklunál 3 þannig: Heklið 4 loftlykkjur og 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, klippið frá og festið enda. Heklið 1 snoppu á hvert hreindýr (= 11-12-11-12 snoppur). Hnýtið snoppurnar á hvert hreindýr og festið enda.

FRÁGANGUR:
Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant að framan og saumið niður með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan.

Mynstur

= ljós brúnn
= rauður
= natur
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn með mynsturrönd, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gatThere are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-3

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.