DROPS / 194 / 30

Way to Go Cardi by DROPS Design

Prjónað vesti með laskalínu úr DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum, garðaprjóni og A-formi. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur ks-139
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS KID-SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100-125-125-150-150-175 g litur 11, fjólublár

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 41 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 80 cm fyrir garðaprjón.
DROPS HRINGPGRJÓNAR NR 3: lengd 80 cm fyrir kanta.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.

DROPS PERLUTALA, Bogalaga (hvít) NR 521: 6-6-7-7-8-8 st.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

75% Mohair, 25% Silki
frá 1122.00 kr /25g
DROPS Kid-Silk uni colour DROPS Kid-Silk uni colour 1122.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Kid-Silk long print DROPS Kid-Silk long print 1122.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4488kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 102 lykkjur), mínus kanta að framan (= 92 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 7,66.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við bæði prjónamerkin (= alls 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðnir svo að ekki myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur með garðaprjóni.

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagati á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur brugðnar saman og prjónið síðustu lykkjuna brugðna. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagati þegar stykkið mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-7-7 næstu með ca 8-8-7½-7½-7-7 cm millibili.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Berustykki er prjónað fram og til baka, síðan skiptist stykkið í fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka með garðaprjóni. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna með sléttprjóni frá röngu.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 102-106-110-116-120-128 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan á hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með Kid-Silk. Prjónið 5 kantlykkjur að framan brugðnar, prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til 5 lykkjur eru eftir og endið með 5 kantlykkjum að framan brugðnum.
Kantur að framan er prjónaður brugðinn í öllum umferðum (þ.e.a.s. gagnstætt garðaprjón) og þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Prjónið alls 4 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4. Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan.
Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan brugðnar, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 12-8-8-14-10-10 lykkjur jafnt yfir þar til 5 lykkjur eru eftir – sjá ÚTAUKNING-1 að ofan og endið með 5 kantlykkjum að framan brugðnum = 114-114-118-130-130-138 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu með 5 kantlykkjum að framan brugðnum á hvorri hlið.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig:
Prjónið 5 kantlykkjur að framan brugðnar, 8-8-9-12-12-14 lykkjur garðaprjón, A.1 (= 16 lykkjur), 4 lykkjur garðaprjón, A.1 yfir næstu 16 lykkjurnar, 16-16-18-24-24-28 lykkjur garðaprjón, A.1 yfir næstu 16 lykkjurnar, 4 lykkjur garðaprjón, A.1 yfir næstu 16 lykkjurnar, 8-8-9-12-12-14 lykkjur garðaprjón og endið með 5 kantlykkjum að framan brugðnum.
Kantur að framan er prjónaður brugðinn í öllum umferðum til loka.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 138-138-142-154-154-162 lykkjur í umferð. Prjónið nú A.2 (= 22 lykkjur) yfir A.1 JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í fyrstu umferð í A.2 þannig: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við hvert A.2 (= 8 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð og síðan með garðaprjóni.
Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 10-13-17-18-20-22 sinnum, síðan í 4. hverri umferð alls 13-14-13-14-15-16 sinnum (þ.e.a.s. aukið út alls 23-27-30-32-35-38 sinnum) = 322-354-382-410-434-466 lykkjur.
Haldið áfram með mynstur og garðaprjón þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti
Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 3 lykkjur yfir hvern kaðal (þ.e.a.s. 6 lykkjur í hverju A.2 = alls 24 lykkjur færri) = 298-330-358-386-410-442 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt með 5 kantlykkjum að framan brugðnum frá röngu.
Nú skiptist stykkið í fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 5 lykkjur brugðnar, 42-46-50-55-60-66 lykkjur garðaprjón, setjið næstu 60-68-74-78-80-84 lykkjur á band fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 84-92-100-110-120-132 lykkjur garðaprjón, setjið næstu 60-68-74-78-80-84 lykkjur á band fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 42-46-50-55-60-66 lykkjur garðaprjón og endið með 5 lykkjur brugðnar = 194-210-230-250-274-298 lykkjur.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 nýrra lykkja undir hvorri ermi (= 92-100-110-120-132-144 lykkjur á bakstykki og 51-55-60-65-71-77 lykkjur á hvoru framstykki). Haldið áfram með garðaprjón og brugðnum lykkjum yfir kant að framan eins og áður. Þegar fram- og bakstykki mælist 2 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2 að ofan.
Aukið svona út með 2½ cm millibili alls 10 sinnum = 234-250-270-290-314-338 lykkjur. Haldið áfram með garðaprjón þar til fram- og bakstykki mælist 31-31-32-32-32-32 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn herði ekki á stykki. Fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl.

KANTUR Á ERMUM:
Setjið til baka 60-68-74-78-80-84 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki, á sokkaprjón 4 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur. Prjónið GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan – í 2 cm. Fellið af með 2 þráðum með garðaprjóni.
Prjónið hinn kantinn á ermum alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið tölur í vinstri kant að framan.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 19.11.2018
Leiðrétting: HNAPPAGAT:.. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur brugðnar saman og prjónið síðustu lykkju brugðna. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn þannig að það myndist gat..

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt
= setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= prjónstefna


Nina Larsen 20.01.2019 - 23:20:

Hvad er overviden til den trøje 😀 hilsen Nina Larsen

Elisabetta 07.10.2018 - 09:49:

Ci provo bellissimo

Zabeth 27.06.2018 - 21:31:

Un gilet manches courtes est toujours utile pour les demi-saisons. La simplicité du modèle et les torsades sur le raglan m'ont tout de suite plu. J'espère qu'il fera parti de la sélection.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-30

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.