DROPS / 192 / 34

Unwind by DROPS Design

Prjónaður hálsklútur úr 2 þráðum DROPS Alpaca Bouclé og 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk með kögri úr DROPS Eskimo. Hálsklúturinn er prjónaður fram og til baka með garðaprjóni.

DROPS Design: Mynstur ab-092
Garnflokkur C + C + C + C eða F
-------------------------------------------------------

Mál: Breidd: 36 cm. Lengd án kögurs: ca 148 cm. Lengd með kögri: ca 188 cm
Efni:
DROPS ALPACA BOUCLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200 g litur 5110, ljós grár
Og notið:
DROPS BRUSHED ALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
50 g litur 02, ljós grár
50 g litur 04, ljós beige
Og notið:
DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
50 g litur 14, dökk grár
50 g litur 46, milligrár
50 g litur 47, ljós beige

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
9 lykkjur á breidd og 18 umferðir á hæð með garðaprjóni og 2 þráðum Alpaca Bouclé og 2 þráðum Brushed Alpaca Silk (= 4 þræðir) = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 10: lengd 60 cm fyrir garðaprjón.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

80% Alpakka, 15% Ull, 5% Polyamide
frá 858.00 kr /50g
DROPS Alpaca Bouclé uni colour DROPS Alpaca Bouclé uni colour 858.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Alpaca Bouclé mix DROPS Alpaca Bouclé mix 858.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta

77% Alpakka, 23% Silki
frá 704.00 kr /25g
DROPS Brushed Alpaca Silk uni colour DROPS Brushed Alpaca Silk uni colour 704.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta

100% Ull
frá 484.00 kr /50g
DROPS Eskimo uni colour DROPS Eskimo uni colour 484.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo mix DROPS Eskimo mix 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo print DROPS Eskimo print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7700kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

KÖGUR:
1 kögur: Klippið 3 þræði 42 cm með Eskimo. Leggið þræðina saman tvöfalda og þræðið lykkjuna í gegnum kantinn neðst á hálsklútnum. Dragið síðan þræðina í gegnum lykkjuna og herðið varlega að.
------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------
HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón.

HÁLSKLÚTUR:
Fitjið upp 32 lykkjur á hringprjón 10 með 2 þráðum ljós grár Alpaca Bouclé, 1 þræði ljós beige Brushed Alpaca Silk og 1 þræði ljós grár Brushed Alpaca Silk (= 4 þræðir).
Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist ca 148 cm er fellt af með sléttum lykkjum. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Gerið KÖGUR – sjá útskýringu að ofan, með dökk gráum, milligráum og ljós beige Eskimo. Festið kögur til skiptis í aðra hverja og 3. hverja lykkju meðfram uppfitjunarkanti og affellingarkanti.

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-34

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.