DROPS / 197 / 13

The Winter Way by DROPS Design

Prjónað eyrnaband úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað fram og til baka með köðlum. Prjónað sjal úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað fram og til baka með köðlum og garðaprjóni. Prjónaðar handstúkur úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað fram og til baka með köðlum og garðaprjóni.

DROPS Design: Mynstur sk-010
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

GARN Í ALLT SETTIÐ:
Stærð: S/M – M/L – L/XL
Efni:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
150-150-150 g litur 08, fjólublár

GARN Í EYRNABAND:
Stærð: Ein stærð
Höfuðmál: ca 54/56 cm
Efni:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50 g litur 08, fjólublár

GARN Í SJAL:
Stærð: Ein stærð
Mál: Lengd fyrir miðju: ca 36 cm. Breidd efst: ca 128 cm.
Efni:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100 g litur 08, fjólublár

GARN Í HANDSTÚKUR:
Stærð: S/M – M/L – L/XL
Efni: Ummál að neðan: 16-17-18 cm. Ummál að ofan: 17-18-19 cm. Lengd: 15-16-17 cm.
Efni:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50-50-50 g litur 08, fjólublár

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

EYRNABAND:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

SJAL:

PRJÓNFESTA:
19 lykkjur á breidd og 38 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4,5: lengd 60 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

HANDSTÚKUR:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 42 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS PRJÓNAR NR 3,5.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (7)

74% Alpakka, 18% Polyamide, 8% Ull
frá 1298.00 kr /50g
DROPS Sky uni colour DROPS Sky uni colour 1298.00 kr /50g
Panta
DROPS Sky mix DROPS Sky mix 1298.00 kr /50g
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3894kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.1.
Sjal: Sjá mynsturteikningu A.2.
Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.2.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING (á við um handstúkur):
Aukið út um 1 lykkju með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýja lykkju með garðaprjóni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka og saumað saman í lokin við miðju að aftan.

EYRNABAND:
Ftijið upp 51 lykkjur á prjón 4 með Sky. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur A.1 (= 49 lykkjur) með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist ca 21 cm – stillið af að næsta umferð sé 1. umferð í A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Látið síðustu 25 lykkjurnar í umferð hvíla á bandi og prjónið yfir fyrstu 26 lykkjurnar þannig:
Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 26 lykkjurnar og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar = 27 lykkjur. Snúið og haldið áfram með mynstur fram og til baka með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til prjónaðar hafa verið 16 umferðir (= 4 mynstureiningar af A.1 á hæðina) frá skiptingu, en í síðustu umferð frá röngu er felld af síðasta lykkja á prjóni = 26 lykkjur. Klippið frá. Látið lykkjurnar hvíla á nýjum þræði.
Fitjið upp 2 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið síðan frá réttu í mynstri eins og áður yfir 25 lykkjurnar frá fyrri þræði = 27 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með mynstri eins og áður innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til prjónaðar hafa verið 16 umferðir (= 4 mynstureiningar A.1 á hæðina) frá skiptingu, en í síðustu umferð eru felldar af 2 fyrstu lykkjurnar í umferð áður en afgangur af lykkjum í umferð eru prjónaðar = 25 lykkjur.
Nú er gerður kaðall í eyrnabandið við miðju að framan. Prjónið frá réttu þannig:
Snúið og prjónið 25 lykkjurnar í mynstri eins og áður, síðan er seinni hlutinn lagður framan við þann fyrri og 26 lykkjurnar eru prjónaðar í mynstri eins og áður = 51 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur A.1 með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til eyrnabandið mælist ca 21 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 5. umferð í A.1. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Fellið af. Saumið eyrnabandið saman við miðju að aftan í lykkjurnar eina og eina innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Klippið frá og festið enda.

-------------------------------------------------------

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón.

SJAL:
Allar lykkjur og uppsláttur er prjónaður slétt. Fitjið upp 15 lykkjur á hringprjón 4,5 með Sky.
UMFERÐ 1 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.2 (= 9 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 2 (= ranga): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur fram að A.2, prjónið A.2 yfir næstu 9 lykkjurnar, sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 2 lykkjur fleiri.
UMFERÐ 3: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur fram að A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.2 yfir næstu 9 lykkjurnar, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 4 lykkjur fleiri.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Endurtakið umferð 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 36 cm mælt meðfram A.2 mitt í sjali – stillið af að endað sé eftir 1. eða 5. umferð í A.2. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá röngu. Klippið frá og festið enda.

-------------------------------------------------------

HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka og saumað saman í lokin.

HANDSTÚKUR:
Fitjið upp 35-39-41 lykkjur á prjón 3,5 með Sky. Prjónið mynstur þannig:
13-15-16 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.2 (= 9 lykkjur), 13-15-16 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 10-11-12 cm aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING = 37-41-43 lykkjur. Útaukna lykkjan er prjónuð með garðaprjóni. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 15-16-17 cm – stillið af að endað sé eftir 1. Eða 5. Umferð í mynsturteikningu A.2. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Klippið frá og látið vera eftir ca 25 cm fyrir frágang. Saumið handstúkuna saman með því að sauma innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. Festið enda. Prjónið aðra handstúku alveg eins.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri).
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat
= þessi rúða sýnir enga lykkju þar sem lykkjan var felld af áður, farðu beint áfram í næsta tákn í mynsturteikningu


Athugasemdir (7)

Skrifa athugasemd!

Joan 04.12.2018 - 14:12:

Jeg kan kun se,jeg får huller,ikke snoninger?Mvh.

DROPS Design 05.12.2018 kl. 09:05:

Hei Joan. Det er symbolet ta 1 maske løst av, strikk 2 masker, trekk den løse masken over (=1 maske felt), og økingen midt mellom de 2 maskene som er igjen etter fellingen som skaper et slags flettemønster: den masken som blir trukket over ser ut som den er flettet. Det blir tydeligere når du har strikket flere rapporter i høyden. God fornøyelse

Zaida 10.11.2018 - 19:09:

Para complementar las instrucciones, deberían hacer un video a partir del cierre del punto agregado en la primera mitad de la banda y el inicio de la segunda mitad hasta despues de la primera fila de la segunda parte, pues esa parte en las instrucciones no se entiende. Incluso, podrían ponerlo hasta finalizar la segunda parte e iniciar la union de las partes.

Birgit Lingblom 06.11.2018 - 14:42:

Önskar förklaring till hur man "sammanför" maskorna från de båda stickorna vid SAMMANFLÄTNINGEN. Saknar beskrivning om hur man gör praktiskt.

DROPS Design 08.11.2018 kl. 08:47:

Hej Birgit, här ser du hur man kan göra:

How to knit a head band with a cable mid front. from Garnstudio Drops design on Vimeo.

Zaida 01.11.2018 - 04:01:

Buenos días, ahorita estoy detenida al trabajar la segunda parte luego de dividir tejido (25 puntos que se transforman en 27). Pero no sé cómo pasar el hilo de los 2 puntos montados al inicio a los 25+2 para iniciar nuevamente las 16 filas del diagrama A1. Cómo se hace esto?

DROPS Design 04.11.2018 kl. 19:22:

Hola Zaida. Primero tienes que asegurarte de que antes de dividir la labor te toque trabajar la fila 1 de A.1. Tienes que montar 2 puntos nuevos y pasar los 25 puntos del gancho auxiliar a la aguja (sin trabajarlos primero). Ya estás preparada para trabajar la primera fila de A.1

Zaida 06.10.2018 - 15:53:

Qué es el Pliegue? En el patrón no explica cómo se hace. Podrían explicar qué es?

DROPS Design 12.10.2018 kl. 13:41:

Hola Zaida, ha sido un fallo al publicar el patrón. Ya está corregido con las explicaciones del pliegue.

Ida 04.10.2018 - 11:01:

Räknas första varvet i mönstret A1 som rätsida? Alltså, görs omslaget från avigsidan?

DROPS Design 04.10.2018 kl. 13:13:

Hei Ida. Ja, det stemmer: fellingen gjøres fra rettsiden og kastene lages på vrangsiden. God fornøyelse

Tanja 04.09.2018 - 00:31:

"tag 1 maske løs af pinden som om den skulle strikkes ret, strik 2 masker ret, løft den løse maske over (= 1 maske taget ind)" Er det ikke i alt 2 masker man tager ind her? Skal vrang siden strikkes som vrangstrik?

DROPS Design 04.09.2018 kl. 08:14:

Hei Tanja. Det er kun den masken som tas løst av og siden trekkes over som blir felt. De to andre maskene strikkes vanlig rett (ikke rett sammen) = 3 masker blir til 2. Diagrammet viser alle pinner sett fra retten, så når du strikker fra vrangsiden må du strikke motsatt av det som diagrammet viser. Det står også forklart i symbolforklaringen (hvit rute = rett fra retten, vrang fra vrangen. Kryss = vrang fra retten, rett fra vrangen). God fornøyelse

Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.