DROPS / 195 / 5

Nordic Romance by DROPS Design

Prjónað sjal úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með garðaprjóni, mosaik mynstri og öldumynstri.

DROPS Design: Mynstur no-014
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

Mál: Hæð mælt meðfram miðju lykkju: ca 64 cm. Lengd mælt meðfram kanti efst: ca 190 cm.
Efni:
DROPS NORD frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
150 g litur 05, grár
150 g litur 01, natur
50 g litur 03, perlugrár
50 g litur 06, dökk grár
50 g litur 18, gulur

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
23 lykkjur á breidd og 45 umferðir á hæð með garðaprjóni og mosaik mynstri = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (28)

45% Alpakka, 30% Polyamide, 25% Ull
frá 682.00 kr /50g
DROPS Nord uni colour DROPS Nord uni colour 682.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nord mix DROPS Nord mix 704.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6138kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING Í EININGU MEÐ EINUM LIT OG GARÐAPRJÓNI:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 hver röð í mynsturteikningu jafngildir 1 umferð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 261 lykkjur), mínus miðju lykkju (= 1 lykkja) og deilið með fjölda lykkja með 2 = 130 lykkjur hvoru megin við miðju lykkju. Deilið síðan 130 lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera á undan/á eftir miðju lykkju (t.d. 3) = 43,3.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 43. Hverri lykkju á undan miðju lykkju. Aukið alveg eins út á eftir miðju lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá uppá prjóninn JAFNFRAMT því sem fellt er af. Sláið einu sinni uppá prjóninn yfir alla uppslætti frá fyrri umferð með uppslætti, uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. Passið uppá að herða ekki á þræðinum þegar fellt er af.
Ef kanturinn er enn stífur er hægt að fella af með grófari prjónum.

MOSAIK MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.3 til A.11 og lesið útskýringu um aðferð að neðan.
Hver röð í þessari mynsturteikningu jafngildir 2 umferðum. Þ.e.a.s. frá réttu er prjónað eftir mynsturteikningu frá hægri til vinstri með útaukningum eins og útskýrt er í mynsturteikningu og frá röngu er prjónuð sama umferð frá vinstri til hægri, en án útaukninga (þ.e.a.s. einungis er aukið út frá réttu).

Í öllum umferðum frá réttu er þráðurinn aftan við stykkið (þ.e.a.s. frá röngu á stykki) þegar lykkju er steypt af prjóni.
Í öllum umferðum frá röngu er þráðurinn framan við stykkið (þ.e.a.s. að þér og ennþá frá röngu á stykki) þegar lykkju er steypt af prjóni.
Passið uppá að þræðirnir verði ekki stífir á bakhlið á stykki!

Til að fá betri yfirsýn yfir mynstur er hægt að setja prjónamerki á milli hverra mynstureininga með A.4B/A.5B.

A.3, A.6 og A.9 = byrjunar lykkja og loka lykkja. Þessi lykkja er prjónuð í þeim lit sem mynsturtákn sýnir, JAFNFRAMT sýnir mynsturtákn hvernig prjóna á mynsturröðina í A.X, A.Y og A.Z.
A.X, A.Y og A.Z er kaflinn sem sýnir raðirnar sem mosaik mynstrið er prjónað.
Aðrar raðir í A.4/A.5, A.7/A.8 og A.10/A.11, þ.e.a.s. alveg einlitu raðirnar eru prjónaðar með 2 umferðum garðaprjóni fram og til baka yfir allar lykkjur án þess að steypa af nokkrum lykkjum (miðju lykkja er alltaf prjónuð með sléttprjóni).

KAFLI A.X:
Í hverri mynsturröð sem er með rúðu með litlum svörtum ferningi í A.3 (þ.e.a.s. litur A), eiga allar lykkjur með lit A í A.4 og A.5 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit B er steypt af prjóni.
Í mynsturröð sem er með rúðu með tómri stjörnu í A.3 (litur B), eiga allar lykkjur með lit B í A.4 og A.5 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit A er steypt af prjóni.

KAFLI A.Y:
Í hverri mynsturröð sem er með rúðu með litlum svörtum ferningi í hægri kanti í A.6 (þ.e.a.s. litur C), eiga allar lykkjur með lit C í A.7 og A.8 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit D er steypt af prjóni.
Í mynsturröð sem er með rúðu með litlu lóðréttu striki í A.6 (litur D), eiga allar lykkjur með lit D í A.7 og A.8 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit C er steypt af prjóni.

KAFLI A.Z:
Í þessari mynsturröð sem byrjar með rúðu með skásettu striki í A.9 (þ.e.a.s. litur E), eiga allar lykkjur með lit E í A.10 og A.11 að prjónast slétt og allar lykkjur með lit A er steypt af prjóni.

ÖLDUMYNSTUR:
Sjá mynsturteikning A.12 og A.13. Hver röð jafngildir 1 umferð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjurnar og prjónað er ofan frá og niður.
Alltaf er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðju lykkjuna og 2 lykkjur á hvorri hlið í hverri umferð frá réttu eins og útskýrt er í uppskrift (= 6 lykkjur fleiri í hverri útauknings umferð og einungis er aukið út frá réttu).
Í byrjun á sjali er prjónað með einum lit í einingu með garðaprjóni. Síðan er prjónað mosaik mynstur. Að lokum er prjónaður kantur með öldumynstri.
Mikilvægt er að fylgja mynsturteikningu vandlega.
Sjálft mosaik mynstrið er einnig prjónað með garðaprjóni, en mynstrið er ekki prjónað með venjulegum garðaprjóns lykkjum. Mynstrið kemur fram með því að steypa lykkjum af prjóni. Lesið útskýringu með Mosaik mynstur áður en byrjað er að prjóna. Athugið vel að í hverri röð í mynsturteikningu í mosaik mynstri (A.3 til A.11) jafngildir 2 umferðum garðaprjóni. Þegar það á við um aðrar mynstureiningar (A.1, A.2, A.12 og A.13) jafngildir hver röð í mynsturteikningu 1 umferð.

SJAL:
Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 3,5 með gráum. Fyrstu 2 umferðirnar eru prjónaðar þannig:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 kantlykkja með garðaprjóni.
UMFERÐ 2 (= ranga): 2 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni = 9 lykkjur í umferð.
Prjónið síðan A.1 og A.2 þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 4 lykkjurnar, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðju lykkja – þessi lykkja er prjónuð með sléttprjóni til loka, óháð hvernig aðrar lykkjur eru prjónaðar), prjónið A.2 yfir síðustu 4 lykkjurnar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið áfram að prjóna og auka út eins og útskýrt er í A.1 og A.2 þar til prjónaðar hafa verið alls 86 umferðir með garðaprjóni á eftir uppfitjunarkanti = 261 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir garðaprjón til viðbótar með gráum með útaukningu á hvorri hlið og í miðju eins og áður, að auki er aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir, þ.e.a.s. aukið út um 3 lykkjur á undan miðju lykkju og 3 lykkjur á eftir miðju lykkju – sjá ÚTAUKNING. Nú hafa verið prjónaðar alls 88 umferðir með garðaprjóni, það eru 273 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19 cm frá miðju og út – mælt í prjónstefnu.
Prjónið síðan MOSAIK MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð svona frá réttu: Prjónið A.3 (= 1 lykkja), prjónið A.4A yfir 2 lykkjur, prjónið A.4B yfir næstu 132 lykkjurnar (= 33 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.4C yfir 1 lykkju, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðju lykkja – þessi lykkja er prjónuð með grunnlit í mynsturrönd), prjónið A.5A yfir 1 lykkju, prjónið A.5B yfir næstu 132 lykkjurnar (= 33 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.5C yfir 2 lykkjur og endið með A.3 (= 1 lykkja).
Haldið svona áfram með mynstur, en munið eftir að 1 röð í hverju og einu af þessum mynsturteikningum jafngildir 2 umferðum með garðaprjóni. Passið uppá að þræðirnir á bakhlið á stykki verði ekki stífir.
Þegar A.3, A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 363 lykkjur í umferð.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig. Prjónið A.6 (= 1 lykkja), prjónið A.7A yfir 2 lykkjur, prjónið A.7B yfir næstu 174 lykkjurnar (= 29 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.7C yfir 4 lykkjur, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðju lykkja – þessi lykkja er prjónuð með grunnlit í mynsturrönd), prjónið A.8A yfir 4 lykkjur, prjónið A.8B yfir næstu 174 lykkjurnar (= 29 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.8C yfir 2 lykkjur og endið með A.6 (= 1 lykkja). Þegar A.6, A.7 og A.8 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 465 lykkjur í umferð.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.9 (= 1 lykkja), prjónið A.10A yfir 2 lykkjur, prjónið A.10B yfir næstu 228 lykkjurnar (= 114 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.10C yfir 1 lykkju, prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðju lykkja – þessi lykkja er prjónuð með grunnlit í mynsturröð), prjónið A.11A yfir 1 lykkju, prjónið A.11B yfir næstu 228 lykkjurnar (= 114 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.11C yfir 2 lykkjur og endið með A.9 (= 1 lykkja). Þegar A.9, A.10 og A.11 hefur verið prjóna til loka á hæðina eru 519 lykkjur í umferð.
Haldið áfram með perlugrár og prjónið 2 sléttar umferðir þar sem aukið er út um 16 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð, þ.e.a.s. útaukningar í hlið og í miðju halda áfram eins og áður, að auki er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir á undan miðju lykkju og 8 lykkjur jafnt yfir eftir miðju lykkju = 541 lykkjur í umferð.
Skiptið yfir í natur og prjónið ÖLDUMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.12A yfir 4 lykkjur, prjónið A.12B yfir næstu 260 lykkjurnar (= 20 mynstureiningar með 13 lykkjum), prjónið A.12C yfir 6 lykkjur, 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), prjónið A.13A yfir 6 lykkjur, prjónið A.12B yfir næstu 260 lykkjurnar (= 20 mynstureiningar með 13 lykkjum) og endið með A.13C yfir 4 síðustu lykkjurnar. Þegar öldumynstur hefur verið prjónað til loka eru 773 lykkjur í umferð.
Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjurnar með útaukningum í hliðum og hvoru megin við miðju lykkju eins og áður = 785 lykkjur í umferð. Sjá AFFELLING og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Klippið frá og festið enda.

FORMUN:
Bleytið stykkið og leggið varlega út í rétt form. Látið það þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngus
= slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 2 sinnum uppá prjóninn, í næstu umferð er fyrri uppslátturinn prjónaður slétt eða brugðið eftir mynsturteikningu og seinni uppslátturinn er látinn falla niður
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt eða brugðinn eftir mynsturteikningu (það eiga ekki að myndast göt)
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= þessi rúða sýnir enga lykkju, farðu beit áfram í næsta tákn í mynsturteikningu
= litur A - dökk grár
= litur B - gulur
= litur C - natur
= litur D - grár
= litur E - perlugrár
Athugasemdir (28)

Skrifa athugasemd!

Marlies Bastiaansen 01.12.2018 - 15:22:

Is er ook een foto van de averechtse kant van deze omslag doek?

DROPS Design 04.12.2018 kl. 12:33:

Dag Marlies,

Nee, helaas hebben we alleen een foto van de voorkant.

Susann Pinter 12.11.2018 - 19:22:

Ich habe immer noch Probleme mit dem Mosaikmuster obwohl ich habe den Kommentar zu Marlies Falken gelesen. Leider trotzdem verstehe ich immer noch nicht wie das Muster zustande kommen soll wenn ich die Musterreihe nur mit einem Faden stricke. Wie stricke ich die Rueckreihe? Werden alle Maschen gestrickt? Können Sie bitte diese Stricktechnik im Detail erklären.

Marlies Folkens 29.10.2018 - 12:54:

Eine Frage zum Mosaikmuster: In der Hinreihe werden beide Farben rechts gestrickt und in der Rückreihe werden die Maschen für eine Farbe abgehoben? Wenn ich die Maschen nicht stricke, sondern die Maschen abhebe, wie führe ich dann den Faden mit? Ein Video mit der Technik wäre vielleicht sehr hilfreich!

DROPS Design 29.10.2018 kl. 14:05:

Liebe Frau Folkens, 1 Reihe im Diagram = 1 Hin + 1 Rückreihe, bei der Hinreihe stricken Sie einige Maschen (siehe Abschnitt A.X und Abschnitt A.Y) und die anderen Maschen werden abgehoben, den Faden einfahr hinten (Rückseite) lassen (jede Reihe wird nur mit 1 Farbe gestrickt, niemals mit 2 Farben gleichzeitig). Viel Spaß beim stricken!

Sonja 16.10.2018 - 15:46:

Koska käännätte ohjeen suomeksi?

Elle 09.10.2018 - 18:14:

Van dit patroon begrijp ik het begin niet je begint met 5 steken en pas na 44 ribbels begin je aan het mozaïekmotief. Dan heb je al een driehoek gebreid met grijs terwijl langs de hele omslagdoek de randen lopen hoe krijg je die dan langs het eerst gebreide gedeelte er staat ook dat de doek van boven naar beneden wordt gebreid maar als je met 5 steken begint is dit voor mij van beneden naar boven. Kortom ik vind het een onbegrijpelijk patroon. Graag een duidelijke uitleg

DROPS Design 11.10.2018 kl. 16:38:

Dag Elle, Je breit vanaf midden achter heen en weer over de hele omslagdoek en de driehoek wordt steeds groter, met in het midden de lijn met gaatjes midden achter. Het patroon in de kleuren brei je pas op het eind. Als je aan de slag gaat, dan zie je het wel.

Aries 19.09.2018 - 20:48:

Oerhört krångligt. Förstod inte det lyfta maskorna i mosaiken. Hur börjar med varvet i A.X där man ska öka i början, i mitten och i slutet? Ska man öka med A och sen lyfta maskor med A utan att använda det garnet? Ska mam klippa tråden mellan de partierna då?

Agneta Månsson 12.09.2018 - 12:21:

Hej ja till vet om man bara skall öka en gång i var sida i mönster A4c. A5a A7c A8a A11a och A10c.Hälsningar Agneta

Kobi Jolane Akridge 09.09.2018 - 08:47:

Thank you for the lovely pattern. this will be very enjoyable to knit. So interesting.

Jose Van Der Steen 29.08.2018 - 13:48:

Ik heb een probleem met het mozaïek patroon. Hier moeten de steken in kleur B worden afgehaald en de steken in kleur A worden gebreid. hoe kan ik dan de meerderingen maken als ik de steken moet afhalen ??

Elisabeth Gerrits 27.08.2018 - 08:35:

Vervolg of brei je het zoals bij Brioche breien doet . brei je kleur A heen gaande naald ,en dan schuif je de steken terug en brei je kleur B heen gaande naald .keer het werk en brei je kleur A terug gaande naald en daarna schuif je de steken weer terug en brei je Kleur B terug gaande naald ( kon daar geen filmpje over vinden b.v.d Elisabeth

DROPS Design 29.08.2018 kl. 11:44:

Dag Elisabeth, Nee je breit wel steeds alle steken op de de toer en je breit heen en weer (dus niet de steken naar de andere kant schuiven) maar in het telpatroon staat 1 toer voor 2 toeren, dus de teruggaande naald brei je dezelfde toer nog een keer, maar lees je het telpatroon van links naar rechts. Bij de instructies over mozaiekpatroon lees je waar je de draad houdt.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-5

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.