DROPS / 191 / 16

Cherelyn by DROPS Design

Settið samanstendur af: Prjónuðum toppi með gatamynstri, picotkanti og A-formi. Stærð S – XXXL. Prjónuðu eyrnabandi með gatamynstri og picotkanti. Settið er prjónað úr DROPS Belle.

DROPS Design: Mynstur vs-042
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------

Í ALLT SETTIÐ ÞARF:
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
300-350-350-400-450-500 g litur 11, bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS PRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3.
-----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
300-300-350-350-400-450 g litur 11, bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – fyrir kant í hálsi.
---------------------------------------------------------

EYRNABAND:
Stærð: Ein stærð
Mál: Ca 9 x 48 cm
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50 g litur 11, bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS PRJÓNAR NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
---------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (6)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3300kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Toppur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1).
Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.2 til A.4.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

ÚRTAKA-2 (á við um handveg):
Fækkið lykkjum innan við A.2/A.3 á hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á undan A.3 þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan A.3: Prjónið 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkju slétt.
Fækkið lykkjum á eftir A.2: Byrjið á eftir A.2, prjónið 1 lykkju slétt, takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið næstu lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 194-214-230-250-274-302 lykkjur á hringprjón 4 með Belle. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umferð slétt.
Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= í hlið), * prjónið 36-41-45-48-54-61 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 25-25-25-29-29-29 lykkjur), 36-41-45-48-54-61 lykkjur sléttprjón *, setjið 1 prjónamerki (= í hlið) og prjónið frá *-* einu sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 6 cm millibili alls 6 sinnum á hvorri hlið = 170-190-206-226-250-278 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm prjónið garðaprjón yfir 20-22-26-28-30-32 lykkjur á hvorri hlið (þ.e.a.s.10-11-13-14-15-16 lykkjur með garðaprjóni hvoru megin við bæði prjónamerkin), aðrar lykkjur halda áfram með sléttprjóni og A.1 eins og áður. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni á hvorri hlið er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 3-4-6-7-8-9 lykkjurnar í byrjun á umferð fyrir handveg, prjónið næstu 79-87-91-99-109-121 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 6-8-12-14-16-18 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 79-87-91-99-109-121 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 3-4-6-7-8-9 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá. Bakstykki og framstykki eru nú prjónuð fram og til baka hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 79-87-91-99-109-121 lykkjur. Prjónið síðan þannig, þ.e.a.s. fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu: Prjónið A.3 (= 7 lykkjur – ATH: Byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu og lesið mynsturteikningu frá vinstri til hægri), prjónið 20-24-26-28-33-39 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 25-25-25-29-29-29 lykkjur), 20-24-26-28-33-39 lykkjur sléttprjón og endið með A.2 (= 7 lykkjur – ATH: Byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu og lesið mynsturteikningu frá vinstri til hægri). Haldið svona áfram með mynstur.
JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg innan við A.2 og A.3 – lesið ÚRTAKA-2 (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í S, M, L og XL: Í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 2-5-6-9 sinnum á hvorri hlið og í XXL og XXXL: Í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 13-18 sinnum á hvorri hlið = 75-77-79-81-83-85 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm (úrtöku fyrir handveg er nú lokið), fellið af miðju 35-35-37-37-39-39 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 18-19-19-20-20-21 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI:
= 79-87-91-99-109-121 lykkjur. Prjónið síðan þannig, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá röngu: Prjónið A.3 (= 7 lykkjur – ATH: Byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu og lesið mynsturteikningu frá vinstri til hægri), prjónið 20-24-26-28-33-39 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 25-25-25-29-29-29 lykkjur), 20-24-26-28-33-39 lykkjur sléttprjón og endið með A.2 (= 7 lykkjur – ATH: Byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu og lesið mynsturteikningu frá vinstri til hægri). Haldið svona áfram með mynstur.
JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg innan við A.2 og A.3 – lesið ÚRTAKA-2 (= 2 lykkjur færri). Fækkið svona í S, M, L og XL: Í 4. hverri umferð alls 2-5-6-9 sinnum á hvorri hlið og í XXL og XXXL: Í annarri hverri umferð alls 13-18 sinnum á hvorri hlið = 75-77-79-81-83-85 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-56-58 cm setjið miðju 25-25-23-23-23-23 lykkjurnar á band fyrir háls og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 2-2-3-3-3-3 sinnum og 1 lykkja 3-3-3-3-4-4 sinnum = 18-19-19-20-20-21 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn á hvorri hlið.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp ca 96 til 114 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af bandi að framan) á stuttan hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir garðaprjón hringinn, fellið síðan af með sléttum lykkjum.
----------------------------------------------------------

EYRNABAND:
Stykkið er prjónað fram og til baka að óskaðri lengd og er saumað saman við miðju að aftan.
Fitjið upp 21 lykkjur á prjón 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 (= 7 lykkjur), A.4 (= 7 lykkjur) og A.3 (= 7 lykkjur). Haldið áfram með mynstur fram og til baka svona.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist ca 48 cm (eða að óskaðri lengd – dragið frá ca 6-8 cm miðað við ummál höfuðs), prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu.

FRÁGANGUR:
Saumið saum við miðju að aftan innan við affellingarkant.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu,slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= á milli 2 lykkja er slegið 2 uppá prjóninn, í næstu umferð er annar uppslátturinn prjónaður slétt, hinn er prjónaður snúinn slétt (= 1 lykkja fleiri).
= prjónið 2 lykkjur í 1 lykkju með því að prjóna 1 lykkju slétt fram og til baka í sömu lykkju (= 1 lykkja fleiri)
= fellið af 1 lykkju
= lykkjan er nú þegar á hægri prjóni eftir að lykkjur voru felldar af, þ.e.a.s. hoppið áfram í næstu rúðu í mynsturteikningu
= prjónið uppsláttinn snúinn slétt, bæði þegar táknin eru prjónuð frá réttu og frá röngu
= prjónið 2 lykkjur slétt saman bæði þegar táknin eru prjónuð frá réttu og frá röngu
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru samanCatrine Norr 04.02.2019 - 22:15:

Varför finns det ingen svensk förklaring till diagrammet till detta mönster.

Irena 28.12.2017 - 15:30:

Cudowny! Elegancja i klasyka w jednym!

Monica 23.12.2017 - 07:58:

Un taglio che mette in evidenza le spalle. Il mio preferito!!

Linda VORSTER 18.12.2017 - 17:45:

So lovely. Tbd

MARTY Guénaël 18.12.2017 - 17:33:

J'adore !!! hâte de le faire impérativement !!!!!!

DIVIN Corinne 18.12.2017 - 17:30:

Magnifique ! le classique chic

Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-16

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.