DROPS / 186 / 13

Happy Hour by DROPS Design

Prjónað sjal með gatamynstri og garðaprjóni í röndum. Stykkið er prjónað úr DROPS Alpaca.

Leitarorð: gatamynstur, rendur, sjal,

DROPS Design: Mynstur z-823
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Mál:
Lengd efst: ca 215 cm
Hæð fyrir miðju: ca 44 cm
Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
150 g litur 100, natur
50 g litur 2917, turkos,
50 g litur 4050, ljós fjólublár
50 g litur 2921, kirsuberjarauður

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð og 23 lykkjur og 45 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (13)

100% Alpakka
frá 792.00 kr /50g
DROPS Alpaca uni colour DROPS Alpaca uni colour 792.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Alpaca mix DROPS Alpaca mix 836.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4752kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

RENDUR:
EINING-1: * 2 umferðir garðaprjón með natur, 2 umferðir garðaprjón með turkos *, prjónið frá *-*.
EINING-3: * 2 umferðir garðaprjón með ljós fjólubláum, 2 umferðir garðaprjón með natur *, prjónið frá *-*.
EINING-5: * 2 umferðir garðaprjón með kirsuberjarauðum, 2 umferðir garðaprjón með natur *, prjónið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
A.2 sýnir staðsetningu á A.1 þegar lykkjum er fækkað á annarri hlið á stykki og aukið er út á hinni hlið á stykki.
A.X kemur alltaf til með að verða endurtekið alveg eins á hæðina, en það verðu pláss fyrir 1 mynstureiningu fleiri af A.1 á breiddina í hvert skipti sem A.X er endurtekið á hæðina.
----------------------------------------------------------

SJAL:
Stykkið er prjónað á ská frá horni að horni í einingum með garðaprjóni og gatamynstri.
Til að fá pláss fyrir allar lykkjur er stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna.

Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 3,5 með natur. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan með garðaprjóni RENDUR – sjá útskýringu að ofan JAFNFRAMT því sem prjónað er þannig:

EINING-1 (garðaprjón í röndum með natur/turkos):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkjuna (= 1 lykkja fleiri).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Endurtakið umferð 1 og 2 þar til prjónaðar hafa verið alls 88 umferðir með garðaprjóni. Nú eru 46 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í natur og prjónið einingu-2 eins og útskýrt er að neðan.

EINING-2 (gatamynstur með sléttprjóni með natur):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri og 47 lykkjur í umferð).
UMFERÐ 2 (ranga): prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).

Prjónið síðan A.1 JAFNFRAMT heldur úrtakan áfram á annarri hliðinni á stykki og útaukning heldur áfram á hinni hlið á stykki – lesið MYNSTUR og prjónið þannig:
UMFERÐ 1 (ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið A.1 þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni (= 7 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið síðan 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Haldið áfram með A.1 eins og sýnt er í A.2 með úrtöku á annarri hlið á stykki og útaukningu á hinni hlið á stykki alveg eins og áður. Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 8 sinnum á hæðina (þ.e.a.s. A.X alls 4 sinnum á hæðina) eru 71 lykkja í umferð. Skiptið yfir í ljós fjólubláan og prjónið einingu-3 eins og útskýrt er að neðan.

EINING-3 (garðaprjón í röndum með ljós fjólubláum/natur):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri og 72 lykkjur í umferð).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Endurtakið umferð 1 og 2 í röndum þar til prjónaðar hafa verið 82 umferðir með garðaprjóni.
JAFNFRAMT í síðustu umferð frá réttu í garðaprjóni eru auknar út 6 lykkjur jafnt yfir (fyrir utan venjulegu útaukninguna í lok á umferð) = 118 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í natur og prjónið einingu-4 eins og útskýrt er að neðan.

EINING-4 (gatamynstur með sléttprjóni með natur):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri og 119 lykkjur í umferð).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).

Prjónið síðan A.1 alveg eins og eining-2 með úrtöku á annarri hlið á stykki og útaukningu á hinni hlið á stykki, þ.e.a.s. prjónið þannig:
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið A.1 þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni (= 19 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið síðan 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón og prjónið það snúið slétt, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Haldið áfram með A.1 alveg eins og sýnt er í A.2 (en með fleiri mynstureiningar á breidd) – JAFNFRAMT heldur úrtakan áfram á annarri hlið á stykki og útaukning á hinni hlið á stykki alveg eins og áður. Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 8 sinnum á hæðina (þ.e.a.s. A.X alls 4 sinnum á hæðina) eru 143 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í kirsuberjarautt og prjóni einingu-5 eins og útskýrt er að neðan.

EINING-5 (garðaprjón í röndum með kirsuberjarauðum/natur):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri og 144 lykkjur í umferð).
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Endurtakið umferð 1 og 2 í röndum þar til prjónaðar hafa verið 82 umferðir með garðaprjóni.
JAFNFRAMT í síðustu umferð frá réttu í garðaprjóni eru auknar út 6 lykkjur jafnt yfir (fyrir utan venjulegu útaukninguna í lok á umferð) = 190 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í natur og prjónið einingu-6 eins og útskýrt er að neðan.


EINING-6 (gatamynstur með sléttprjóni með natur):
UMFERÐ 1 (rétta): Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri og 191 lykkjur í umferð).
UMFERÐ 2 (ranga): prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).

Prjónið síðan A.1 alveg eins og í einingu-2 og einingu-4 (nú er pláss fyrir 31 mynstureiningu á breidd) - JAFNFRAMT heldur úrtakan áfram á annarri hliðinni á stykki og útaukning heldur áfram á hinni hlið á stykki alveg eins og áður.
Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 8 sinnum á hæðina (þ.e.a.s. A.X alls 4 sinnum á hæðina) eru 215 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í turkos og prjónið einingu-7 eins og útskýrt er að neðan.

EINING-7:
UMFERÐ 1 (rétta) með turkos: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri og 216 lykkjur í umferð).
UMFERÐ 2 (ranga) með turkos: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúna slétt, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
UMFERÐ 3 (= rétta) með natur: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (= 1 lykkja fleiri).
UMFERÐ 4 (ranga) með natur: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið bilið á undan næstu lykkju á vinstri prjón snúið slétt, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 2 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri).
Endurtakið umferð 1-4 einu sinni til viðbótar. Skiptið yfir í turkos og endurtakið umferð 1-2 2 sinnum til viðbótar (= 2 umferðir garðaprjón turkos, 2 umferðir garðaprjón natur, 2 umferðir garðaprjón turkos, 2 umferðir garðaprjón natur, 4 umferðir garðaprjón turkos).
Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, * stingið vinstri prjón í 2 lykkjur á hægri prjón frá vinstri að hægri og prjónið lykkjurnar slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til eftir er 1 lykkja á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju.
Þegar fellt er svona af þá kemur affellingarkanturinn til með að verða teygjanlegur.
Festið alla enda.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman

Athugasemdir (13)

Skrifa athugasemd!

Miet 30.09.2018 - 17:36:

Bij het breien van de ribbelsteek in 2 kleuren (deel 1,3,...) moet je telkens aan de goede kant de eerste steek averecht afhalen. Maar dan haal je toch een steek af in kleur 1 terwijl je verder breit met kleur 2 ? Klopt dit ? Krijg je dan wel mooie strepen ?

DROPS Design 30.09.2018 kl. 20:47:

Dag Miet, De steek die je averecht afhaalt brei je op de teruggaande naald gedraaid recht samen met de steek ernaast, waardoor de strepen er mooi uitzien.

Tanja 28.04.2018 - 23:30:

In Partie 3 steht das man nach der 1. Reihe 72 Maschen auf der Nadel hat, somit hat man nach 40 Krausrippen 112 Maschen auf der Nadel. Nun soll man 6 Maschen verteilt zunehmen zusätzlich zu der normalen Zunahme zunehmen. (= 7Maschen)\r\n Das sind nach meiner Rechnung dann 119 Maschen insgesamt, lt. Anleitung sind es 118 Maschen. Ist dies ein Fehler oder ein Denkfehler von mir?

DROPS Design 30.04.2018 kl. 10:38:

Liebe Tanja, die 6 Zunahmen werden bei der letzten Hin-Reihe der 41. Krausrippe gestrickt, dh nach 40 Krausrippe stricken Sie die Zunahmen wie zufor und nehmen Sie zusätlich 6 M zu = 71 M + 40 Zunahmen = 111 M + (1 Zunahme wie üblich + 6 Zunahmen) = 118 M. Viel Spaß beim stricken!

Anna 27.02.2018 - 07:26:

Please tell me what are the dimensions of this shawl?

DROPS Design 04.03.2018 kl. 17:19:

Dear Anna. we will check the measurements and we shall upload them as soon as possible.

Josien 18.02.2018 - 14:24:

Prachtig! Wanneer komt het patroon beschikbaar?

Marianne 08.02.2018 - 19:56:

Zo leuk idee

Astrid Larsen 08.02.2018 - 13:26:

Hei Et nydelig sjal - når kommer mønsteret - skulle gjerne strikket det nå:)

Brittinger 18.01.2018 - 21:33:

Så snygg, så fina färger. Den kommer göras så fort mönstret kommer.

Sigrid 16.01.2018 - 19:30:

Wunderbar für den Sommer geeignet, würde ich gerne nacharbeiten

Isa 03.01.2018 - 00:23:

Parece ser perfeito para fazer para uma amiga minha que faz anos em maio!!!

Irene Schnabel 30.12.2017 - 15:12:

Sommerliebling

Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.