DROPS / 190 / 15

Strawberry Sorbet by DROPS Design

Prjónað sjal með garðaprjóni, gatamynstri, formað eins og hálfur hringur. Stykkið er prjónað ofan frá og niður úr DROPS Flora.

Leitarorð: gatamynstur, rendur, sjal,

DROPS Design: Mynstur fl-031
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Mál:
Lengd mælt meðfram efri hlið: ca 176 cm.
Hæð mæld fyrir miðju: ca 64 cm.
Efni:
DROPS FLORA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
200 g litur 20, ferskja
100 g litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 39 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (16)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Flora uni colour DROPS Flora uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Flora mix DROPS Flora mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3850kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

SJAL:
Sjalið er prjónað ofan frá og niður. Prjónað er fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar lykkjurnar.

Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 4,5 með ferskja.
Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum = 13 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið nú 6 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna, prjónamerkin eru sett í lykkjurnar og eiga að fylgja með í stykkinu. Setjið prjónamerkin í eftirfarandi lykkjur: 2. lykkju, 4. lykkju, 6. lykkju, 8. lykkju, 10. lykkju og 12. lykkju.

Prjónið nú og aukið út þannig:
Prjónið 1 umferð slétt og aukið út lykkjur með því að slá einu sinni uppá prjóninn á undan hverri lykkju með prjónamerki = 6 uppslættir.
ATH! Prjóna á alla uppslættina slétt og þeir eiga að mynda göt.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu (án útaukninga) og 1 umferð slétt frá röngu = 19 lykkjur.
Prjónið 1 umferð slétt og aukið út lykkjur með því að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir hverja lykkju með prjónamerki = 6 uppslættir.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu (án útaukningar) og 1 umferð slétt frá röngu = 25 lykkjur.
Prjónið 1 umferð slétt og aukið út lykkjur með því að slá einu sinni uppá prjóninn á undan hverri lykkju með prjónamerki = 6 uppslættir.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu (án útaukningar) og 1 umferð slétt frá röngu = 31 lykkja.
Prjónið 1 umferð slétt og aukið út lykkjur með því að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir hverri lykkju með prjónamerki = 6 uppslættir.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu (án útaukningar) og 1 umferð slétt frá röngu = 37 lykkjur.

Prjónið nú áfram með sömu útaukningar, en að auki á að prjóna stuttar umferðir. Þær eru prjónaðar þannig:
UMFERÐ 1 með stuttum umferðum (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið sléttar lykkjur að fyrstu lykkju með prjónamerki í þessari umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka frá röngu. Prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu þar sem auknar eru út á undan/á eftir lykkjum með prjónamerki.
UMFERÐ 2 með stuttum umferðum (= ranga): Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið sléttar lykkjur að fyrstu lykkju með prjónamerki í þessari umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka frá réttu. Prjónið síðan 1 umferð slétt frá röngu = alls 8 lykkjur fleiri í umferð 1-2.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt.

Endurtakið síðan umferð 1-4 (aukið út til skiptis á undan og á eftir lykkjum með prjónamerki eins og áður) þar til stykkið mælist ca 35 cm (umferð 1-4 hefur verið prjónað alls 30 sinnum) og það eru 277 lykkjur í umferð.

Nú eru prjónaðar rendur með natur og ferskja þannig: * Skiptið yfir í natur og prjónið umferð 1 og 2 (með stuttum umferðum). Skiptið yfir í ferskja og prjónið umferð 3 og 4 *. Endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist ca 51 cm (umferð 1-4 eru prjónaðar með röndum alls 16 sinnum) og það eru 405 lykkjur í umferð.
Héðan er prjónað með natur út stykkið.
Endurtakið umferð 1-2 1 sinni til viðbótar = 413 lykkjur í umferð.
Prjónið 2 umferðir með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar sem í fyrstu umferð er aukið út um 10 lykkjur jafnt yfir þannig: Prjónið 22 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 41 lykkja slétt *, endurtakið síðan frá *-* alls 9 sinnum og sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 22 lykkjur slétt. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allir uppslættirnir eru prjónaðir snúnir slétt = 423 lykkjur (lykkjufjöldinn er deilanlegur með 22 + 5 lykkjur).

Prjónið nú áfram eftir mynsturteikningu A.1 með natur með sléttprjóni (1. umferð = rétta): Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.1 yfir næstu 4818 lykkjurnar (= 19 sinnum á breidd og eftir eru 3 lykkjur á prjóni), prjónið 1 lykkju sléttprjón og 2 kantlykkjur með garðaprjóni. Prjónið mynsturteikningu svona 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist ca 63 cm og það eru 537 lykkjur í umferð.

AFFELLING:
Í næstu umferð frá réttu er fellt af með i-cord affellingu. Það er mikilvægt að fella laust af í kantinum svo að sjalið fái fallegt form og falli vel.
Notið gjarna grófari prjóna til að fella af með og passið uppá að prjóna lausar lykkjur.
Prjónið og fellið af þannig: * Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 næstu lykkjur eru prjónaðar snúnar slétt saman. Færið 3 lykkjur af hægri prjón til baka yfir á vinstri prjón (í sömu röð og þær eru) *, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur á vinstri prjón hafa verið felldar af og það eru 3 lykkjur á hægri prjóni.
Færið allar lykkjurnar yfir á vinstri prjón og fellið síðan þessar 3 lykkjur af slétt.
Klippið frá og saumið saman affellinguna frá síðustu 3 lykkjunum svo að endinn á sjalinu verði fallegur. Festið lausa enda.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður brugðinn í næstu umferð - það eiga að myndast göt
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 2 lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi þær slétt saman, prjónið 1 lykkju og steypið 2 óprjónuðu lykkjunum yfir prjónuðu lykkjuna

Athugasemdir (16)

Skrifa athugasemd!

Helga 05.11.2018 - 19:37:

Ich habe das Tuch gerade originalgetreu nachgestrickt, bin aber mit der angegebenen Wollmenge überhaupt nicht hingekommen. Ich habe von beiden Farben jeweils knapp 150 g verbraucht. Im Netz kann man nachlesen, dass das auch schon anderen Strickerinnen passiert ist. Abgesehen davon: Vielen Dank für die vielen kostenlosen Muster, ich habe schon etliches nachgestrickt, bisher ohne Probleme.

Anne Birthe Olsen 04.11.2018 - 21:52:

Kan det være rigtigt, at de to yderste sider bliver bredere end de stykker mellem de 6 midterste udtagninger? (Der er jo 8 udtagninger til 7 "mellemstykker")

DROPS Design 08.11.2018 kl. 08:42:

Hej Anne Birthe, ja når du strikker vendepinde tager du også ud i siden, så de yderste stykker bliver bredere. God fornøjelse!

Camilla 29.09.2018 - 20:08:

Hei. Jeg lurer på om det er riktig at jeg skal strikke rett fra vrangen når det står strikk 1 pinne rett fra vrangen?

DROPS Design 01.10.2018 kl. 11:20:

Hei Camilla. Ja, det stemmer at du skal strikke rett fra vrangen når det står det. Om du strikker rett fra retten og rett fra vrangen vil du få rillemønster, og det er riktig at du skal ha rillemønster på dette sjalet. God fornøyelse

Lizandra 25.08.2018 - 02:40:

Olá. Sou brasileira e amo seus modelos. Tenho uma dúvida em relação às carreiras encurtadas. A laçada é antes ou depois do fio marcador?

DROPS Design 27.08.2018 kl. 11:29:

Olá, A laçada é feita depois do fio marcador. Bom tricô!

Cathrine Gulbrandsen 23.08.2018 - 23:13:

Når man skal begynne å strikke bare natur står det: gjenta 1. Og 2. Pinne hvilke 1. Og 2. Pinne er det da snakk om?

DROPS Design 24.08.2018 kl. 08:34:

Hei Cathrine, Det er pinne 1 og 2 av de 4 pinnene beskrevet i oppskriften. God fornøyelse!

MARTINE MERCIER 30.06.2018 - 11:00:

Bonjour, j\\\'ai deux questions : 1) au niveau des rangs raccourcis couleur unie (pêche), il faut faire une fois rg 1 avec augmentation AVANT le fil de repère, rg2, rg3 et rg4, puis une fois rg1 avec augmentation APRES le fil de repère, rg2, rg3 et rg4, puis recommencer autant de fois que nécessaire? Si oui, je dois recommencer… 2) Dans la partie rayée, les rangs couleur naturel, sur la partie raccourcies forment bien 2 cotes aux extrémités (1 cote de pt mousse au milieu). Merci.

DROPS Design 02.07.2018 kl. 10:32:

Bonjour Mme Mercier, le RANG 1 se fait en 3 parties: tric. d'abord sur l'end jusqu'au 1er marqueur (1 augm en début de rg), tournez et tric. le rg retour, puis tric. 1 rg sur l'end en augm. avant chaque marqueur (= comme avant sur toutes les m = 6 augm.). Le RANG 2 se fait aussi en 3 parties: 1 rang sur l'env jusqu'au 1er marqueur (1 augm en début de rg), tournez et tric. le rg retour. Tric. ensuite 1 rg sur l'envers sur toutes les m comme avant. = 8 augm. Tric. ensuite 2 rgs end sur toutes les mailles. Répétez ces 4 rgs mais augm. cette fois après les fils marqueurs. Et continuez ainsi, en augm. 1 fois avant les fils et la fois suivante après les fils marqueurs. Bon tricot!

Margret Gehring 29.05.2018 - 15:44:

Ich würde so gern das Tuch "Strawberry Sorbet" stricken. Leider lässt sich bei mir nur die erste Seite ausdrucken. Jedes andere Modell lässt sich problemlos komplett ausdrucken. Liebe Grüße Margret

DROPS Design 29.05.2018 kl. 17:12:

Liebe Frau Gehring, wir haben dieses Modell gerade gedruckt und es hat geklappt, prüfen Sie mal die Einstellungen von Ihrem Drücker so daß alle Seiten gedrückt werden. Viel Spaß beim stricken!

Sarah 27.05.2018 - 23:50:

Hi, I'm a little bit confused right from the beginning. Am I supposed to start the increases right after the casting on row? Thank you for your help!!

DROPS Design 28.05.2018 kl. 09:40:

Dear Sarah, that's right, you cast on 7 sts and on first row from RS (= next row after cast on edge), increase to 13 sts as explained. Happy knitting!

Ewa 08.05.2018 - 22:28:

Hallo. Bei der zweiten verkürzten Reihe verschwindet bei mir der Umschlag der ersten Reihe nach der markierten Masche. Das Muster wirkt dann ja nicht mehr. Was kann ich dagegen tun? Sollen bei den verkürzten Reihen die Umschläge nach den zwei rechten Maschen als Löcher stehen oder sollte man diese verschränkt abstricken? Vielen Dank 😁

DROPS Design 09.05.2018 kl. 08:48:

Liebe Ewa, die Zunahmen werden bei der 3. Reihe unter 1. VERKÜRZTE REIHE (= Hin-Reihe) (= die Reihe über alle Maschen) gestrickt. Bei der letzen Reihe unter 2. VERKÜRZTE REIHE (=Rück-Reihe) (= die Reihe über alle Maschen) werden die Zunahmen wie zuvor gestrickt. Viel Spaß beim stricken!

Polly 06.05.2018 - 21:18:

This is a pretty pattern, however I find it very confusing. How can I get better instructions?

DROPS Design 07.05.2018 kl. 09:34:

Dera Polly, follow pattern step by step, you can ask any question here or contact the store where you bought your yarn for any further individual assistance. Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-15

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.