DROPS / 191 / 17

Mina by DROPS Design

Toppur með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Nord.

DROPS Design: Mynstur no-008
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS NORD frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250-250-300-300-350-400 g litur 03, perlugrár
50-50-50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50-50-50 g litur 06, dökk grár
50-50-50-50-50-50 g litur 16, gallabuxnablár
50-50-50-50-50-50 g litur 13, bleikfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 2,5 – fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (7)

45% Alpakka, 30% Polyamide, 25% Ull
frá 682.00 kr /50g
DROPS Nord uni colour DROPS Nord uni colour 682.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nord mix DROPS Nord mix 704.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6138kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 11,4.
Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis ca 10. og 11. hverja lykkju og 11. og 12. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 11. og 12. hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Veljið mynstur fyrir rétta stærð.

LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað.

LASKALÍNA:
Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Alls er aukið út um 8 lykkjur í hverri útaukningsumferð.

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið 8 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 16 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 16 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður.
Kantur á ermum er prjónaður í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður.
Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verður aðeins hærra í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmál alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu neðar í uppskrift.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 114-117-123-129-135-141 lykkjur á hringprjón 2,5 með perlugráum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff í hring (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-9-11-9-7-9 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 104-108-112-120-128-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3.
Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða að fara beint áfram og prjóna berustykki ef ekki er óskað eftir upphækkun.

UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA:
Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun.
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með ljós gráum og prjónið 9-10-11-12-13-14 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á bandi og prjónið 18-20-22-24-26-28 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 27-30-33-36-39-42 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 36-40-44-48-52-56 lykkjur brugðnar.
Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 9-10-11-12-13-14 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir miðju 72-80-88-96-104-112 lykkjurnar og síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Snúið, herðið á bandi og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan.

BERUSTYKKI:
= 104-108-112-120-128-132 lykkjur. Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn (= 26-27-28-30-32-33 mynstureiningar með 4 lykkjum). JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Ör-1: Aukið út um 20-24-24-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 124-132-136-152-160-164 lykkjur.
Ör-2: Aukið út um 4-4-4-16-14-16 lykkjur jafnt yfir = 128-136-140-168-174-180 lykkjur.
Nú er pláss fyrir 32-34-35-28-29-30 mynstureiningar með 4-4-4-6-6-6 lykkjur. Síðan er aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu.
Ör-3: Nú eru 256-272-280-280-290-300 lykkjur í umferð hver mynstureining nær yfir 8-8-8-10-10-10 lykkjur, aukið JAFNFRAMT út um 8-4-8-14-16-12 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð = 264-276-288-294-306-312 lykkjur. Útaukningar eru nú loknar í S, M og L.
Ör-4 (á einungis við um XL, XXL og XXXL): Aukið út um 10-6-8 lykkjur jafnt yfir.
Nú eru 264-276-288-304-312-320 lykkjur í umferð.
Prjónið síðan áfram þar til A.1 hefur alveg verið prjónað til loka. Prjónið síðan 1 umferð slétt með perlugráum þar sem aukið er út um 4-0-4-4-4-0 lykkjur jafnt yfir = 268-276-292-308-316-320 lykkjur.
Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Fyrsta prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 40-41-43-47-50-53 lykkjunum í umferð (= ½ bakstykki), 2. prjónamerkið er sett á eftir næstu 54-56-60-60-58-54 lykkjunum (= ermi), 3. prjónamerkið er sett á eftir næstu 80-82-86-94-100-106 lykkjunum (= framstykki) og fjórða prjónamerkið er sett á eftir næstu 54-56-60-60-58-54 lykkjunum (= ermi). Nú eru 40-41-43-47-50-53 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki).
Haldið áfram hringinn með sléttprjóni og perlugráum. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 5-9-11-13-16-19 sinnum hvoru megin við 4 prjónamerkin = 308-348-380-412-444-472 lykkjur.
Prjónið síðan án útaukninga þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 45-50-54-60-66-72 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-74-82-86-90-92 lykkjurnar á 1 band fyrir kant á ermum, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 90-100-108-120-132-144 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 64-74-82-86-90-92 lykkjur á 1 band fyrir kant á ermum, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-50-54-60-66-72 lykkjur sem eftir eru slétt (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og kantar á ermum er nú prjónað hvort fyrir sig til loka.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp = 100-110-120-132-146-160 lykkjur á milli prjónamerkja á fram- og bakstykki. Byrjið umferð við eitt af prjónamerkjunum.
Haldið áfram hringinn með sléttprjóni og perlugráum. Þegar stykkið mælist 2-2-2-3-3-3 cm frá skiptingu er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 3½-3½-3½-2½-2½-2½ cm millibili alls 10-10-10-12-12-12 sinnum á hvorri hlið = 240-260-280-312-340-368 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 35 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 48-52-56-60-68-76 lykkjur jafnt yfir = 288-312-336-372-408-444 lykkjur.
Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Toppurinn mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður.

KANTUR Á ERMI:
Setjið 64-74-82-86-90-92 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 74-84-94-98-104-108 lykkjur. Prjónið 2-2-3-3-4-4 sléttar umferðir og aukið JAFNFRAMT út 1-0-2-1-1-0 lykkjur í fyrstu umferð = 75-84-96-99-105-108 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón/hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn á ermi alveg eins.

Mynstur

= natur
= perlugrár
= dökk grár
= gallabuxnablár
= bleikfjólublár
= Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn með perlugráum. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat
= útaukningsumferð


Astrid 03.04.2019 - 22:29:

Beste mensen ik ben aan het breien en nu bijna bij de onderkant aangekomen, mijn vraag is is dat ook de boordsteek. Ik snap het niet helemaal met ribbel/ribbelsteek. Kunt u het duidelijker omschrijven. M vr gr astrid

DROPS Design 04.04.2019 kl. 07:57:

Dag Astrid,

De boordsteek bestaat uit het herhalen van steeds 1 steek recht en 2 steken in ribbelsteek. Omdat je in de rondte breit, brei je de steek recht op elke toer recht en de ribbelsteken brei je de ene toer averecht en de andere toer recht en averecht.

Agnès 20.08.2018 - 08:48:

Hallo, ich verstehe die Zunahmen beim Pfeil 3 nicht. Welches Diagramm ist gemeint? Bei Pfeil 1 und 2 steht die Anzahl der Maschen, bei Pfeil 3 habe ich zuerst 128 und dann auf einmal 256. Bitte helfen Sie mir weiter! Herzlichen Dank, Agnès

DROPS Design 09.08.2018 - 16:13:

Colour combinations shown are: A) DROPS Nord 07, 01, 16, 08, 13. B) DROPS Nord 03, 08, 17, 01, 16.

Monika Ölén Krüger 14.06.2018 - 11:53:

Jag har DROPS ♥ You #6 kan jag anväda det till denna fina jumper

Tessa Gotiet 19.12.2017 - 14:25:

Si vous pouviez le faire avec les manches longues ce serait génial merci

Laila 11.12.2017 - 18:02:

Jeg vil virkelig gerne lave denne her

Claudia 11.12.2017 - 14:18:

Please also with long sleeves

Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.