DROPS / 187 / 37

Sweet Pearl by DROPS Design

Peysa með garðaprjóni og laskalínu, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Air.

DROPS Design: Mynstur ai-120
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
300-300-350-400-400-450 g litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5,5 – eða þá stærð sem þarf til að 16 lykkjur og 20 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 4,5 fyrir kanta með garðaprjóni – eða þá stærð sem þarf til að 18 lykkjur og 35 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (18)

65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
frá 1188.00 kr /50g
DROPS Air mix DROPS Air mix 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Air uni colour DROPS Air uni colour 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7128kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð í A. og A.5.

ÚTAUKNING (á við um fram- og bakstykki):
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri).
Endurtakið við bæði prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri).

ÚRTAKA (á við um ermar):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri).
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.
Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.
Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 24 lykkjur jafnt yfir með uppslætti = 100-104-108-112-116-120 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna, uppslátturinn er prjónaður snúinn það eiga ekki að myndast göt.
Prjónið síðan mynstur frá miðju að aftan þannig:
Prjónið svona yfir hálft bakstykki: Prjónið A.1 (= 5 lykkjur) yfir næstu 5-5-5-5-5-10 lykkjurnar (= 1-1-1-1-1-2 sinnum á breidd), A.2 (= 1-2-3-4-5-1 lykkjur).
Prjónið yfir framstykki þannig: Prjónið A.5 (= 2-3-4-5-1-2 lykkjur), A.1 yfir 10-10-10-10-15-20 lykkjur, A.2 yfir 1-2-3-4-5-1 lykkjur.
Prjónið yfir vinstri ermi þannig: Prjónið A.3 yfir 16 lykkjur, A.4 yfir 5 lykkjur, A.3 yfir 16 lykkjur.
Prjónið yfir hálft bakstykki þannig: prjónið A.5 yfir 2-3-4-5-1-2 lykkjur og A.1 yfir síðustu 5-5-5-5-10-10 lykkjurnar.
Haldið áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í A.2, A.4 og A.5 (þ.e.a.s. aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.3 = alls 8 lykkjur fleiri í annarri hverri umferð). Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar jafnóðum snúnar inn í mynstur, það eiga ekki að myndast göt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Mynstureining A.1 og A.3 er endurtekið á hæðina. Þegar A.2, A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina halda útaukningarnar áfram í annarri hverri umferð og útauknu lykkjurnar eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur eins og áður. Aukið út hvoru megin við hvert A.3 alls 14-16-19-21-24-27 sinnum (meðtaldar útaukningar í A.2, A.4 og A.5) = 212-232-260-280-308-336 lykkjur. Haldið síðan áfram með garðaprjón yfir garðaprjón og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá kanti í hálsi.
Nú skiptist stykkið við ermar og fram- og bakstykki þannig:
Prjónið 31-33-36-40-45-51 brugðnar lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 43-49-57-59-63-65 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 8-10-10-10-10-8 lykkjur undir ermi, prjónið 63-67-73-81-91-103 lykkjur brugðnar (= framstykki), setjið næstu 43-49-57-59-63-65 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 8-10-10-10-10-8 lykkjur undir ermi, prjónið 32-34-37-41-46-52 lykkjur brugðnar (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvort fyrir sig.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 142-154-166-182-202-222 lykkjur.
Prjónið nú stykkið áfram með sléttprjóni, en með rönguna út, þ.e.a.s. snúið stykkinu og prjónið sléttar lykkjur frá röngu út.
Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-10-10-10-10-8 lykkjurnar undir ermi (= 71-77-83-91-101-111 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin).
Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út með 4 cm millibili alls 6-6-7-7-6-6 sinnum = 166-178-194-210-226-246 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum er skipt yfir á hringprjón 4,5 og prjónaðar eru 6 umferðir garðaprjón. Fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Stykkið mælist alls ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl.

ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Setjið 43-49-57-59-63-65 lykkjurnar af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og takið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-10-10-10-10-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki mitt undir ermi = 51-59-67-69-73-73 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur.
Haldið áfram með garðaprjón yfir garðaprjón og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, þær 8-10-10-10-10-8 nýjar lykkjur undir ermi eru prjónaðar með garðaprjóni.
Þegar stykkið mælist 3 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA! Fækkið lykkjum með 5½-4-2½-2-2-2 cm millibili alls 6-8-12-12-14-12 sinnum = 39-43-43-45-45-49 lykkjur.
JAFNFRAMT þegar ermin mælist 5 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki er prjónað áfram með sléttprjóni frá röngu, þ.e.a.s. snúið stykkinu og prjónið sléttar lykkjur frá röngu í hring.
Þegar stykkið mælist 38-37-36-34-33-31 cm skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið stroff (1 lykkja brugðin, 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan) í hring frá röngu, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 0-1-1-0-0-1 lykkju = 39-42-42-45-45-48 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 43-42-41-39-38-36 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið af með 1 númeri grófari prjónum. Stykkið mælist alls 63-64-64-64-65-65 cm frá kanti í hálsi. Prjónið hina ermina alveg eins.

Mynstur

= slétt
= brugðið
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt.Athugasemdir (18)

Skrifa athugasemd!

Berbett Marie 10.02.2019 - 15:44:

Je ne comprends pas comment tourner le tricot à l'envers et continuer au point mousse, le fil se retrouve du mauvais côté de l'aiguille. Merci

DROPS Design 11.02.2019 kl. 10:30:

Bonjour Mme Berbet, vous pouvez procéder comme pour les rangs raccourcis sur l'envers au début du 1er tour ou bien simplement tricoter le 1er tour à l'envers, et, à la fin du tour, relever le fil entre la dernière m et la 1ère m et le tricoter ensemble torse avec la m suivante pour cacher ce petit trou. Bon tricot!

Berbett Marie 08.02.2019 - 17:08:

Je bloque au moment de tricoter à l'endroit sur l'envers . Le fil se trouve du côté gauche.

DROPS Design 11.02.2019 kl. 07:58:

Bonjour Mme Berbett, quand on tricote du point mousse en rond, on tricote alternativement 1 tour endroit (le fil est derrière l'ouvrage) et 1 tour envers (le fil est devant l'ouvrage). Quand Vous tricotez ensuite de nouveau 1 tour en mailles endroit, passez le fil derrière l'ouvrage (passez--le entre les 2 aiguilles) pour tricoter 1 maille endroit. cette vidéo montre comment tricoter du point mousse en rond. Bon tricot!

Silje D 12.11.2018 - 09:21:

Så A3 skal ikke økes i det hele tatt?

DROPS Design 16.11.2018 kl. 15:32:

Hej Silje, nej du øker ikke i A.3. God fornøjelse!

Monique Larochelle 12.11.2018 - 02:36:

D'après la photo, après 20cm de l'encolure, je couvre le buste, ce n'est pas mon cas du tout, je suis loin de ça, est-ce qu'il y a un problème avec le patron ? Merci

DROPS Design 12.11.2018 kl. 10:35:

Bonjour Mme Larochelle, Quand les augmentations sont faites, vous continuez à tricoter les mailles comme elles se présentent jusqu'à ce que l'empiècement mesure 22 cm depuis le col - (= 20 cm de point fantaisie + 2 cm de bordure d'encolure) - pensez à bien vérifier votre tension en hauteur également. Bon tricot!

Silje D 10.11.2018 - 21:38:

I oppskriften står det at etter at A2, A4 og A5 er strikket en gang så skal en fortsette å øke A2, A4 og A5 i tillegg til at A3 skal økes i hver side totalt 14 ganger. Men det klarer jeg ikke å få til å stemme - da ender jeg opp med mer enn 300 masker. Eneste jeg kan se som fungerer for å få 212 masker er å øke A2, A4 og A5 3 ganger og A3 6 ganger. Er det noe jeg leser feil ved oppskriften?

DROPS Design 12.11.2018 kl. 08:15:

Hei Silje, Du skal øke totalt 8 masker 2. hver omgang totalt 14-16-19-21-24-27 ganger som inkluderer økningene i A.2, A.4 og A.5. Da du er ferdig har du økt 112-128-152-168-192-216 masker og har 212-232-260-280-308-336 masker på pinnen. God fornøyelse!

Silje 04.11.2018 - 21:12:

Er det mulig å sende mail til dere med spørsmål? 🙂 Spørsmålet mitt er for langt for kommentarboksen 🙄

DROPS Design 06.11.2018 kl. 07:49:

Hei Silje. Vi har dessverre ingen mailadresse for dette, men om du skriver spørsmålet ditt over flere spørsmålsbokser på siden vår skal vi lese dem som 1 spørsmål. Det går helt fint

Susanne 02.10.2018 - 22:11:

Ang. bærestykke, forstår jeg det så rigtigt, at A.2, A.4 og A.5, kun skal strikkes en gang i højden?

DROPS Design 03.10.2018 kl. 08:04:

Hei Susanne. Du fortsetter å øke som i diagrammene (hver 2 omgang) til du har økt totalt 14-16-19-21-24-27 ganger (inkludert økningene i A.2, A.4 og A.5). Du strikker altså mønster som i diagrammene til det totale maskeantallet er 212-232-260-280-308-336. God fornøyelse

Shelley 19.08.2018 - 18:32:

What is meant by the "marker thread" in the Increase tip? I Have worked the pattern to the end of the diagrams and get those but now I will be working the increases w/o the diagram.

DROPS Design 21.08.2018 kl. 07:49:

Hi Shelley, The marker threads are inserted in the middle of the stitches cast on under the sleeves - 1 marker thread in each side. You increase 1 stitch on each side of both marker threads as described in the increase tip - 4 stitches increased each time. Happy knitting!

Nina 02.07.2018 - 10:38:

Liebes DROPS Design Team, danke für die Beantwortung meiner Frage. Leider funktioniert der von Ihnen angegebene Link nicht. Könnten Sie den bitte neu setzen? Danke!

DROPS Design 02.07.2018 kl. 10:47:

Liebe Nina, danke für den Hinweis, Link wurde korrigiert. Viel Spaß beim stricken!

Nina 30.06.2018 - 19:00:

Liebes Drops-Design-Team, ich würde dieses Modell gerne stricken, allerdings ohne Muster dafür in Streifen, in unterschiedl.Farben. D.h. ich würde das Muster einfach weglassen. Muss ich dann an der Maschenzahl etwas verändern?

DROPS Design 02.07.2018 kl. 09:46:

Liebe Nina, je nach Ihrer Maschenprobe können Sie sich auch von ähnlichen (glatt rechts gestrickt) Modellen inspiereren - Z.B hier finden Sie alle Top-down Anleitungen mit 17 M = 10 cm in der Breite. Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-37

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.