DROPS / 187 / 10

Malibu Top by DROPS Design

Prjónaður toppur með garðaprjóni og röndum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr 2 þráðum DROPS Safran.

Leitarorð: rendur, toppar,

DROPS Design: Mynstur e-271
Garnflokkur A + A eða C
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100-150-150-150-150-200 g litur 13, kórall
100-100-100-100-150-150 g litur 17, hvítur
100-100-100-100-100-150 g litur 06, gallabuxnablár
50-100-100-100-100-100 g litur 12, ferskja
50-50-50-50-100-100 g litur 01, ljós bleikur
50-50-50-50-50-50 g litur 05, ljós bláfjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5,5 - eða þá stærð sem þarf til að 16 lykkjur og 30 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40, 60 eða 80 cm) NR 5 – fyrir kant í hálsi.

FYLGIHLUTIR: Ca 80 cm skáband (ca 10 mm á breidd).
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (26)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3366kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

RENDUR:
Prjónið rendur með garðaprjóni með 2 þráðum Safran þannig:
gallabuxnablár + gallabuxnablár: 6-6-8-8-8-8 umferðir með garðaprjóni
gallabuxnablár + hvítur: 8-8-8-8-8-8 umferðir með garðaprjóni
gallabuxnablár + ljós bláfjólublár: 10-10-10-12-12-12 umferðir með garðaprjóni
ljós bláfjólublár + kórall: 6-8-8-8-10-10 umferðir með garðaprjóni
kórall + kórall: 12-12-12-14-14-14 umferðir með garðaprjóni
kórall + gallabuxnablár: 6-8-8-8-8-10 umferðir með garðaprjóni
gallabuxnablár + hvítur: 14-14-16-16-16-18 umferðir með garðaprjóni
hvítur + hvítur: 8-8-8-8-8-8 umferðir með garðaprjóni
hvítur + ferskja: 6-6-6-6-6-6 umferðir með garðaprjóni
ferskja + kórall: 8-10-10-10-10-12 umferðir með garðaprjóni
kórall + kórall: 10-10-10-10-10-10 umferðir með garðaprjóni
kórall + ljós bláfjólublár: 6-6-8-8-10-10 umferðir með garðaprjóni
ljós bláfjólublár + hvítur: 4-4-4-4-6-6 umferðir með garðaprjóni
kórall + ferskja: 6-6-6-8-8-8 umferðir með garðaprjóni
ferskja + ferskja: 12-12-12-12-12-12 umferðir með garðaprjóni
ferskja + ljós bleikur: 6-6-6-6-6-6 umferðir með garðaprjóni
ljós bleikur + ljós bleikur: 12-12-12-12-12-12 umferðir með garðaprjóni
ljós bleikur + hvítur: 6-6-6-6-6-6 umferðir með garðaprjóni
hvítur + hvítur: 10-10-10-10-10-10 umferðir með garðaprjóni – eða til loka.

ÚRTAKA:
Fækkið lykkjum innan við 3 kantlykkjum með garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum á undan 3 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkju færri).
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka í 2 stykkjum sem saumuð eru saman í lokin.

BAKSTYKKI:
Allt bakstykkið er prjónað fram og til baka með GARÐAPRJÓN og RENDUR – sjá útskýringu að ofan.
Fitjið upp 72-78-84-92-100-110 lykkjur á hringprjón 5,5 með 2 þráðum Safran (gallabuxnablár + gallabuxnablár). Prjónið garðaprjón og rendur eins og útskýrt er að ofan.
Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-8-8-8-9-9 cm millibili alls 4 sinnum á hvorri hlið = 64-70-76-84-92-102 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm fellið af 3-3-4-5-5-6 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 58-64-68-74-82-90 lykkjur. Fækkið síðan um 1 lykkju fyrir handveg á hvorri hlið í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-6-7-9-12-15 sinnum á hvorri hlið – lesið ÚRTAKA = 52-52-54-56-58-60 lykkjur.
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 38-40-42-42-44-46 cm skiptist stykkið við op á miðju að aftan (þetta er gert eftir 1 umferð slétt frá réttu). Setjið helming af lykkjum á 1 band og prjónið hvort stykki til loka fyrir sig.
Haldið áfram með rendur og garðaprjón og haldið jafnvel áfram að fækka lykkjum fyrir handveg á hlið í hverri umferð frá réttu ef úrtöku er ekki lokið.
Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm fellið af 13-13-14-14-15-15 lykkjur fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá miðju að aftan. Prjónið síðan eins og áður og fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli í byrjun á næstu umferð frá miðju að aftan = 12-12-12-13-13-14 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan með 2 þráðum hvítum þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hitt stykkið að aftan alveg eins.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp eins og á bakstykki og fylgið útskýringum á bakstykki til enda þar til stykkið mælist 46-48-50-51-53-55 cm. Úrtöku fyrir handveg er nú lokið og það eru 52-52-54-56-58-60 lykkjur í umferð.
Setjið miðju 14-14-16-16-16-16 lykkjurnar á band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með garðaprjón og rendur og haldið áfram að fella af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þannig: Fellið af 2 lykkjur 2-2-2-2-2-2 sinnum og síðan 1 lykkju 3-3-3-3-4-4 sinnum = 12-12-12-13-13-14 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið hliðarsauma frá handveg og niður – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur, en endið þegar eftir eru 20 cm neðst niðri á hvorri hlið (= klauf). Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn.

HÁLSMÁL:
Byrjið frá réttu við miðju að aftan og prjónið upp ca 68 til 84 lykkjur (meðtaldar lykkjur á bandi að framan) á hringprjón 5 með 2 þráðum hvítum. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu.
Skiptið skábandinu í tvö jafn langa hluta og saumið niður einn hluta á hvora hlið á opi að aftan, efst við hnakka. Hnýtið slaufu við miðju að aftan.

Mynstur


Pola 18.02.2019 - 14:27:

I would like to make this top with one colour of safran yarn. Could you tell me how many skeins will I need?

DROPS Design 18.02.2019 kl. 16:01:

Dear Pola, we are unfortunately not able to adjust every pattern to every single request. For any further individual assistance please contact your DROPS store - even per mail or telephone. Happy knitting!

Annette 08.08.2018 - 12:34:

Wenn ich es mit einem Faden Safran in L stricken möchte, wie viel Maschen muss ich dann aufnehmen? Kann ich das irgendwie umrechnen? Danke

DROPS Design 08.08.2018 kl. 13:22:

Liebe Anette, dieses Top wird mit 2 Fäden Safran gestrickt, dh die Maschenprobe wird nicht die gleiche sein wie mit nur 1 Faden und die Anleitung sollen Sie dann ganz anpassen, je nach Ihrer eigenen Maschenprobe. Am besten stricken Sie mit 2 Fäden Safran - wie in der anleitung oder mit nur 1 Faden Garngruppe C - siehe unseren Garnumrechner. Viel Spaß beim stricken!

Rebekka Schlenker 09.07.2018 - 09:13:

Liebes DROPS-Team, würde es Sinn machen, die Baumwolle vor dem Verarbeiten in Wasser zu tauchen und trocknen zu lassen, damit das fertige Strickstück später beim Waschen nicht mehr einläuft? Danke und liebe Grüße Rebekka

DROPS Design 09.07.2018 kl. 09:45:

Liebe Frau Schlenker, hier können Sie wichtige Pflegehinweise lesen, für weitere Auskünfte, nehmen Sie bitten Kontakt mit Ihrem DROPS Laden auf. Viel Spaß beim häkeln!

Daniela Stoll 18.06.2018 - 10:42:

Liebes DROPS-Team ich habe die gesamte Höhe des Rückenteils erreicht bevor die Streifenfolgefertig ist.Beende ich nun die Arbeit oder Stricke ich erst die Streifen laut Anleitung fertig?

DROPS Design 18.06.2018 kl. 13:47:

Liebe Frau Stroll, die Streifen beenden mit 2 Fäden Weiß und 5 Krausrippen - oder bis zum fertigen Maß dh mit 2 Fäden Weiß fertig stricken. Viel Spaß beim stricken!

Daniela Stoll 13.06.2018 - 19:42:

Sorry Liebes Dropsteam habe meine Frage in den Kommentaren gepostet.Ich wollte wissen ob bei dem Top alle Maschen kraus rechts gestrickt werden oder ob man Randmaschen macht?

DROPS Design 14.06.2018 kl. 08:21:

Liebe Frau Stroll, alle Maschen werden kraus rechts gestrickt, dh auch die Randmaschen. Viel Spaß beim stricken!

Daniela Stoll 13.06.2018 - 17:38:

Werden bei diesem Top keine Randmaschen gestrickt?

Tamara 17.04.2018 - 21:21:

Liebes Drops Team, Ich habe eine Frage, muss ich beim Rückenteil auf beiden Seiten in der Hinreihe abketten? Also auf den rechten Teil vom Rückenausschnitt in der Hinreihe oder in der Rückreihe abketten? Liebe Grüße Tamara

DROPS Design 18.04.2018 kl. 09:30:

Liebe Tamara, beim Halsauschnitt werden die Maschen am Anfang der Reihe vom Hals abgekettet, dh entweder in einer Hin- oder in einer Rückreihe je nach dem Teil Sie dann stricken. Diese Maschen sind für Hals und nicht für Schulter abgekettet. Viel Spaß beim stricken!

Pia 16.04.2018 - 16:50:

Salve, vorrei realizzare questo modello ma non riesco a capire la spiegazione delle strisce. Ad esempio: "blu denim + blu viola chiaro: 5-5-5-6-6-6 coste" significa che devo lavorare i 2 colori insieme, ok, ma cosa indicano i numeri? e "coste"? mi sembra che sia tutto legaccio. grazie

DROPS Design 16.04.2018 kl. 17:43:

Buonasera Pia. I numeri indicano quante coste a legaccio deve lavorare a seconda della taglia. P.es per la taglia S, con i 2 colori insieme (1 capo blu denim + 1 capo blu viola chiaro), lavora 5 coste a legaccio che corrispondono a 10 ferri a diritto. Analogamente per le altre taglie. Buon lavoro!

Gittegry 16.02.2018 - 21:53:

Er ved at strikke den største str. Har bestilt 50 g lys blålilla. Dette er ikke nok (jeg overholder strikkefasthed). Tænker andre skal bestille 2 ngl i samme indfarvning....måske til rettelse i opskriften!

Conny 24.01.2018 - 15:02:

Liebes Team, bei dieser Anleitung hat sich der Fehlerteufel eingeschlichen. Die Einleitung gehört nicht zu dieser Anleitung!

DROPS Design 24.01.2018 kl. 15:51:

Liebe Conny, jetzt sieht die Anleitung korrekt aus, danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-10

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.