DROPS Extra / 0-1414

Frost Fighters by DROPS Design

Prjónaðir sokkar fyrir jólin með marglitu mynstri. Stærð 35-43. Stykkið er prjónað úr DROPS Fabel.

Leitarorð: grafísk, norrænt, sokkar,

DROPS Design: Mynstur fa-397
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: 35/37 - 38/40 - 41/43
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á stroffi: ca 20 cm í allar stærðir
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-100 g litur 103, gráblár
50 g í allar stærðir litur 100, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (2)

75% Ull, 25% Polyamide
frá 385.00 kr /50g
DROPS Fabel uni colour DROPS Fabel uni colour 385.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel print DROPS Fabel print 416.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel long print DROPS Fabel long print 447.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 770kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni. Veljið mynstur fyrir rétta stærð (á við um A.4).

ÚRTAKA/ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 78 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 13.
Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna 12. og 13. lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert á eftir 13. hverja lykkju (aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat).

LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman.

HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 8-9-9 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 8-9-9 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 15-15-17 lykkjur eru eftir á prjóni.

ÚRTAKA (á við um tá):
Fækkið lykkjum svona á undan A.4a/A.4c: Byrjið 2 lykkjum á undan A.4a/A.4c, prjónið 2 lykkjur slétt saman.
Fækkið lykkjum svona á eftir A.4a/A.4c: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
----------------------------------------------------------

SOKKUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður.
Fitjið upp 72-72-78 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með grábláum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 2 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 0-0-6 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 72-72-72 lykkjur.
Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 hringinn (= 9-9-9 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í síðustu umferð (sjá ör í mynsturteikningu) er lykkjufjöldinn jafnaður út til 64-64-80 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Prjónið A.2 hringinn (= 4-4-5 mynstureiningar með 16 lykkjum). Í síðustu umferð (sjá ör í mynsturteikningu) er fækkað um 0-0-8 lykkjur jafnt yfir = 64-64-72 lykkjur.
Prjónið A.3 hringinn (= 8-8-9 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í síðustu umferð (sjá ör í mynsturteikningu) er lykkjufjöldinn jafnaður út til 66-72-72 lykkjur.
Prjónið síðan þannig: Prjónið A.4a (= 3 lykkjur), A.4b (= 25-31-31 lykkjur), A.4c (= 3 lykkjur), A.5 (= 35 lykkjur). Prjónið þar til A.5 er lokið á hæðina, nú eru 62-68-68 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 20 cm.
Setjið nú 31-37-37 lykkjur (= A.4) á 1 band (= miðja ofan á fæti) = 31 lykkjur fyrir hæl. Prjónið A.6 (= 31 lykkjur) yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan – haldið áfram með mynstur eftir A.6.
Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið 15-15-17 lykkjur frá hæl (í mynstri A.6), prjónið upp 12-13-14 lykkjur meðfram hlið á hæl (prjónið upp aðra hverja með grábláum og natur þannig að litirnir passi inn í A.6), prjónið lykkjurnar af bandi (í mynstur A.4) og prjónið upp 12-13-14 lykkjur meðfram annarri hlið á hæl (prjónið upp aðra hverja með grábláum og natur þannig að litirnir passi inn í A.6) = 70-78-82 lykkjur.
Prjónið síðan mynstur A.4 eftir 31-37-37 lykkjurnar ofan á fæti eins og áður (A.4 er endurtekið síðan á hæðina), þær lykkjur sem eftir eru undir fæti eru prjónaðar eftir A.6 og lykkjum er fækkað hvoru megin við 31-37-37 lykkjurnar ofan á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan A.4a slétt saman og prjónið 2 lykkjur á eftir A.4c snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-7 sinnum = 58-66-68 lykkjur.
Haldið áfram með mynstur A.4 og A.6 þar til stykkið mælist 17-18-21 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 5-6-6 cm til loka).
Prjónið síðan þannig: A.4a, A.6 yfir næstu 25-31-31 lykkjurnar, A.4c, A.6 yfir næstu 27-29-31 lykkjurnar og fellið af fyrir tá hvoru megin við A.4a og A.4c – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-9-9 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4-1-1 sinnum = 18-26-28 lykkjur eftir í umferð. Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar slétt saman 2 og 2 með natur = 9-13-14 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Prjónið hinn sokkinn alveg eins.

Mynstur

= natur
= gráblár
= 2 lykkjur slétt saman
= úrtöku-/útaukningsumferðNagymami 01.12.2018 - 12:29:

Ez most komoly??? 35-43 évesekre? :D :D :D Tiszta szerencse, hogy olyan gondosan ellenőrzik a leírásokat, mint állítják. Tudják mit? Segítek. A "Size 35 to 43" azt jelenti, hogy '35–43-as méretben'. És a két szám közé nagykötőjelet kell tenni. Szívesen.

Tirza 11.03.2018 - 19:46:

Ik snap niet waarom er telkens geminderd en gemeerderd wordt bij het been. Ik zou het snappen als er in het begin meer steken zijn en dan minderen, het been volgend. Maar in dit patroon ga je van veel steken naar minder en dan weer meer. Wordt dit niet 1 gigantisch golvend been?

DROPS Design 12.03.2018 kl. 09:11:

Hallo Tirza, Er moet af en toe geminderd en gemeerderd worden zodat het patroon op het aantal steken op de sok past. Om die reden moeten er af en toe dus ook een paar steken gemeerderd worden, maar dit zal verder niet opvallen in het geheel. De pijp loopt enigszins taps toe vanaf de opzet naar de enkel.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1414

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.