DROPS Extra / 0-1410

Breakfast Treats by DROPS Design

Hekluð karfa með litamynstri fyrir jólin. Stykkið er heklað úr 2 þráðum DROPS Cotton Light.

DROPS Design: Mynstur cl-083
Garnflokkur B + B
-----------------------------------------------------------
Mál: Þvermál: ca 18 cm. Hæð: ca 9 cm.
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100 g litur 01, natur
50 g litur 17, dökk rauður
50 g litur 32, rauður
50 g litur 21, ljós beige
50 g litur 28, gulur

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 15 fastalykkjur og 16 umferðir með 2 þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1980kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrstu fastalykkju í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju, umferðin endar með 1 keðjulykkju í þessa loftlykkju.
Þetta er ekki skrifað í hverri umferð í uppskrift, en í hver umferð byrjar og endar svona.

LITAMYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir liti í mynstri. 1 ferningur = 1 fastalykkja.

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu fastalykkju fyrsta litnum, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegn í lokin með nýja litnum, heklið síðan næstu fastalykkju.
Þegar heklað er með tveimur litum, leggið bandið á þeim lit sem ekki er heklað með yfir lykkjurnar frá fyrri umferð og heklið utan um bandið þannig að það sjáist ekki innan í lykkjunum, bandið fylgir þar með áfram hringinn.

TVEIR ÞRÆÐIR:
Notið þráðinn innan í og utan með dokkunni. Gott er að skipta ekki um báða þræðina í einu, annars verða samskeytin of þykk
----------------------------------------------------------

KARFA:
Karfan er hekluð í hring frá miðju á botni og upp. Öll karfan er hekluð með 2 þráðum í hvorum lit.

BOTN:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 5 með 2 þráðum dökk rauðum og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR, LITASKIPTI og TVEIR ÞRÆÐIR!
Heklið A.1 hringinn þannig (= 6 mynstureiningar A.1 í umferð).
UMFERÐ 1: Heklið 6 fastalykkjur um hringinn (þetta er fyrsta umferð í A.1).
UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 fastalykkjur.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 fastalykkju í fyrstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 18 fastalykkjur.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 4: Heklið * 1 fastalykkju í hverja og eina af 2 fyrstu/næstu fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 24 fastalykkjur.
Haldið áfram að hekla fastalykkjur hringinn eftir A.1 svona með því að auka út um 6 fastalykkjur í hverri umferð, þ.e.a.s. hekluð er 1 fastalykkja fleiri í hverri umferð á milli útaukninga. Þegar A.1 hefur verið heklað til loka eru 84 lykkjur í umferð. Heklið síðan körfuna eins og útskýrt er að neðan (án þess að klippa frá).

HLIÐ:
Haldið áfram að hekla hringinn, en nú er A.2 heklað hringinn án þess að auka út (= 14 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið heklað til loka er klippt frá og endar festir.

KANTUR MEÐ KRABBAHEKLI:
Heklið kant efst hringinn á körfunni með krabbahekli og 2 þráðum dökk rauðum (krabbahekl = heklið fastalykkjur frá vinstri að hægri). Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= rauður
= dökk rauður
= ljós beige
= natur
= gulur

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1410

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.