DROPS Extra / 0-1405

Let's Bake by DROPS Design

Pottaleppar fyrir jólin, prjónaðir eins og dominoferningur með garðaprjóni og röndum. Stykkið er prjónað með 2 þráðum DROPS Cotton Light.

Leitarorð: domino, eldhús, jól, pottaleppur,

DROPS Design: Mynstur cl-079
Garnflokkur B + B
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 18 x 18 cm
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
Í 2 pottaleppa:
100 g litur 32, rauður
50 g litur 02, hvítur
50 g litur 31, perlugrár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS PRJÓNAR NR 6 – eða þá stærð sem þarf til að 15 lykkjur og 32 umferðir með garðaprjóni með 2 þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1320kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

DOMINOFERNINGUR:
Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkjuna (= í uppslátt).
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur út umferðina (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn slétt svo að það myndist gat. Endurtakið umferð 1 og 2 til loka.

LITAVALMÖGULEIKI-1:
Þegar ferningurinn mælist 6 x 6 cm skiptið yfir í 1 þráð rauður + 1 þráð hvítur (= 2 þræðir).
Þegar ferningurinn mælist 17 x 17 cm skiptið yfir í 2 þræði rauðan.

LITAVALMÖGULEIKI-2:
Þegar ferningurinn mælist 6 x 6 cm skiptið yfir í 1 þráð rauður + 1 þráð perlugrár (= 2 þræðir).
Þegar ferningurinn mælist 17 x 17 cm skiptið yfir 2 þræði rauður.
----------------------------------------------------------

POTTALEPPUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka. Byrjað er að prjóna lykkju, síðan er prjónað áfram niður og út í ferning.

Fitjið upp 16 lykkjur með 2 þráðum rauðum á prjón 6. Prjónið fyrstu umferðina þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, fellið af næstu 12 lykkjurnar (= lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt = 4 lykkjur á prjóni. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt = 5 lykkjur á prjóni (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð svo að ekki myndist gat).
Prjónið síðan DOMINOFERNINGUR eftir LITAVALMÖGULEIKI-1 eða -2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir með 2 þráðum rauðum, fellið laust af (til að affellingarkanturinn verði ekki laus er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum).

Anne-Beate Dokken 08.08.2018 - 12:27:

Hvor mange masker er det når man skal felle av.

DROPS Design 20.08.2018 kl. 10:23:

Hei Anne-Beate. Det kommer litt an på strikkefastheten din. Du skal felle av når arbeidet måler 17 cm, og med angitt strikkefasthet er det etter ca 55 omganger. Du starter med 5 masker og øker 2 masker hver annen omgang, så du vil da ha ca 60 masker på pinnen når arbeidet måler 17 cm. God fornøyesle.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1405

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.