DROPS Extra / 0-1404

Christmas Magic Hands by DROPS Design

Prjónaðir vettlingar fyrir jólin með marglitu norrænu mynstri. Stykkið er prjónað úr DROPS Karisma.

Leitarorð: grafísk, jól, norrænt, vettlingar,

DROPS Design: Mynstur u-850
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: Ein stærð
Efni:
DROPS Karisma frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100 g litur 18, rauður
50 g litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (1)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1584kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.
----------------------------------------------------------

VINSTRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 48 lykkjur á sokkaprjóna 3 með rauðum. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 6 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4 lykkjur jafnt yfir (aukið út um 1 lykkjur á eftir 12. hverri lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat) = 52 lykkjur. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 52 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar prjónað hefur verið upp að 3 svörtu rúðunum í mynsturteikningu er A.2 prjónað (= þumall) yfir þessar 3 lykkjur, aðrar lykkjur halda áfram eftir A.1. Þegar A.2 hefur verið prjónað til og með umferð 13 (sjá ör í mynsturteikningu) og aukið hefur verið út 5 sinnum, eru 13 þumallykkjurnar settar á 1 band. Fitjið upp 3 nýjar lykkjur aftan við lykkjur á bandi = 52 lykkjur. Prjónið síðan eftir A.1. Eftir allar úrtökur eru 12 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 27 cm.

ÞUMALL:
Setjið til baka 13 þumallykkjurnar á sokkaprjón 3,5. Prjónið upp 9 lykkjur aftan við þumal = 22 lykkjur. Haldið áfram hringinn eftir A.2. Fækkið lykkjum með natur hvoru megin við 2 lykkjur með rauðum. Eftir allar úrtökur eru 8 lykkjur eftir á prjóni.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel.

HÆGRI VETTLINGUR:
Fitjið upp og prjónið eins og vinstri vettlingur nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fyrstu 23 lykkjurnar í A.1 eru prjónaðar eins og útskýrt er í A.3 þannig að þumallinn verði á gagnstæðri hlið.

Mynstur

= rauður
= natur
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt með natur, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= 2 lykkjur slétt saman með natur
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman með natur, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt.
= lykkjur fyrir op á þumli
= sýnir þegar lykkjur fyrir þumal eru settar á band – sjá útskýringu í mynstriTom Erik 05.11.2018 - 13:08:

Har jeg forstått det riktig at alle kastene i A. 2 skal strikkes i rød med unntak av 9. Omgang med naturhvit? Selvsagt skal jo diagrammet følges men med hvilken farge selve kastet skulle strikkes med ble jeg usikker på.. På forhånd takk.

DROPS Design 06.11.2018 kl. 07:38:

Hei Tom Erik. Ja, det stemmer. Lag kastene med rødt omgang 1-8 , og med hvitt 9. omgang. God fornøyelse.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1404

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.